Körfubolti

Sjáðu sigurkörfu Bryndísar | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bryndís fór heldur betur vel af stað með Snæfelli.
Bryndís fór heldur betur vel af stað með Snæfelli. mynd/snæfell

Landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir fór heldur betur vel af stað með nýja liðinu sínu, Snæfelli, í dag.

Bryndís tryggði þá Íslandsmeisturunum 95-93 sigur á nýliðum Stjörnunnar í Hólminum í 2. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta.

Aðeins þrjú sekúndubrot voru eftir af leiknum þegar Haiden Palmer tók innkast undir körfunni.

Sending hennar var góð og Bryndísi tókst að koma boltanum í körfuna áður en tíminn rann út. Ótrúlega vel gert hjá Bryndísi sem skrifaði undir samning við Snæfell í gær.

Flautukörfu Bryndísar má sjá á vefsíðunni Leikbrot, eða með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.