Skoðun

Verkfall eftir verkfall

Helga María Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur skrifar
Á meðan starfsmenn heilbrigðiskerfisins vinna allir sem einn við að halda kerfinu gangandi, segir Landlæknir að það sé fáheyrt að menn beiti fyrir sig sjúklingum með þessum hætti (þ.e. verkfalli). Þar kemur mín vangavelta, er hann að tala um mig eða sig.

Ég stend mína vinnu dag eftir dag og eftir launaleiðréttinguna eins og enn er verið að halda fram að hafi átt sér stað, eru grunnlaunin mín 362 þúsund. Ég hækkaði um 28 þúsund krónur í heildarlaunum, sem gefur ekki mikið í vasann og á að kalla þetta leiðréttingu. Í fyrsta lagi þá var ekki samið við okkur, heldur var skipaður á okkur Gerðardómur sem setti út tölu og fengum við síðan að velja hvort við myndum samþykkja hana eða

Margir drógu umsóknina sína til baka en þó voru um 80 hjúkrunarfræðingar sem gerðu það ekki samkvæmt minni vitund, sem er mikill missir fyrir heilbrigðiskerfið. Ég var ein af þeim sem dró umsóknina mína til baka en í leiðinni minnkaði ég starfshlutfallið mitt úr 80% niður í 25% og er byrjuð að mennta mig á allt öðru sviði.

Margir eru ósáttir eftir að fyrsti launaseðillinn birtist eftir launahækkunina þegar í ljós kom svart á hvítu hversu litlu munaði á útborguðum launum. Ekki minnkar álagið á spítalanum og getur því vel verið að einhverjir endurskoði stöðu sína og gangi út síðar, hvort sem það er á þessu ári eða næsta. En það er einmitt það sem stjórnendur spítalans þurfa að taka inn í reikninginn. Þeir þurfa að hugsa hvaða langtímaáhrif verkföllin hafa á heilbrigðiskerfið. Ég er sannfærð um að því lengri tíma sem tekur að semja við hvert stéttarfélag fyrir sig, því verri afleiðingar hefur það á heilbrigðiskerfið. Það á ekki að láta vikur líða á milli funda og koma síðan með óásættanlegar tölur sem enginn vildi samþykkja og siga síðan Gerðardómi á starfsmenn sína. Þessi vinnubrögð eru ekki til sóma.gandi kemur  tengslanet sem nð  þau ga langtthvað vittlaust.ina þegar una fyrir það kerfinu gangandi kemur  tengslanet sem nð

Ef stjórnendum spítalans er ekki skemmt við að takast á við enn eitt verkfallið hvernig væri þá að koma í veg fyrir það. Semja við starfsmenn sína sem eru alltaf að bæta við sig þekkingu og reynslu og launa þeim fyrir það. Þegar næstum hver einasti starfsmaður heilbrigðiskerfisins er búinn að fara í verkfall á innan við ári þá getur ekki annað verið en að stjórnendur séu að gera eitthvað rangt.

Sem dæmi þá standa sjúkraliðar nú í verkfalli. Þeir vinna mjög mikilvæga en oft vanmetna vinnu. Sem dæmi aðstoða þeir fólk við athafnir daglegs lífs, eins og að fara fram úr rúminu, gefa fólki að borða, aðstoða við böðun, klæðnað og göngu. Þetta eru grunnþarfir einstaklinga en ekki eru allir færir um að framkvæma þessar athafnir hjálparlaust. Sjúkraliðar stíga þá inn og veita þessa mjög mikilvægu þjónustu sem fólk er mjög þakklátt fyrir. Starfinu fylgir oft líkamlegt álag og einnig vinna þeir allar vaktir, allt árið um kring. Sjúkraliðar eiga skilið að fá borgað fyrir þessa lífsnauðsynlegu vinnu.

Lögreglumenn eru einnig langt undir mannsæmandi launum. Sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni í Fossvogi hef ég verið svo heppin að fá að vinna með lögreglunni töluvert. Það er einn lögreglumaður á vakt á næturnar hjá okkur um helgar, auk þess sem hún kemur um leið og við köllum hana til og aðstoðar okkur við erfið mál. Oft á ofbeldi sér stað þegar við köllum eftir aðstoð og þá er alltaf sama sagan. Lögreglan hlífir mér og gengur beint í málið mjög faglega. Ég geng einnig með öryggishnapp á mér í vinnunni og það eina sem ég þarf að gera er að ýta á takka til þess að lögreglan sé tilbúin að aðstoða. Lögreglan á skilið að fá mannsæmandi laun.

Fólk fer ekki í verkfall að gamni sínu heldur er það síðasta úrræði til þess að láta í sér heyra. Af hverju hlusta stjórnvöld ekki á okkur?




Skoðun

Sjá meira


×