Sherwood vildi ekki leyfa stráknum að æfa með enska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2015 08:00 Jack Grealish. Vísir/Getty Roy Hodgson, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi ekki hinn unga Jack Grealish í lið sitt fyrir síðustu leikina í undankeppni EM 2016 en sóttist samt eftir því að Grealish fengi að kynnast því að æfa með liðinu í komandi landsleikjahléi. Það varð þó ekkert að því að þessi tvítugi strákur fengi að kynnast því nánar hvernig málunum er háttað hjá enska landsliðinu. Ástæðan er sú að Tim Sherwood, knattspyrnustjóri Aston Villa, bannaði Jack Grealish að æfa með enska landsliðinu. „Við vildum fá hann til að koma og kynnast háttum enska landsliðsins. Tim gerði okkur ljóst að það væri ekki góð hugmynd því að strákurinn væri enn að komast í almennilegt form eftir að hafa misst af undirbúningstímabilinu," sagði Roy Hodgson við BBC Sport. Jack Grealish spilaði frábærlega á móti Liverpool í undanúrslitaleik enska bikarsins síðasta vor og þá skoraði hann sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á dögunum en það kom á móti Leicester City. Roy Hodgson sagðist ekki gera neina athugasemd við sjónarmið Tim Sherwood en ákvað samt að segja frá málinu í viðtölum við fjölmiðla. Jack Grealish er fæddur árið 1995 en hann spilar sem vængmaður eða framliggjandi miðjumaður. Grealish er nýbúinn að ákveða það að spila með enska landsliðinu en hann hefur spilað fyrir yngri landslið Íra. Grealish er fæddur í Birmingham en amma og afi hans voru frá Írlandi. „Enska knattspyrnusambandið vildi fá hann til að koma og sýna honum að allir hér væru ánægðir með að hann valdi England. Við fáum oft unga leikmenn hingað til að æfa með landsliðinu," sagði Roy Hodgson. „Nú þarf hann bara að standa sig með Aston Villa og vinna sér sæti í landsliðinu. Vonandi getum við síðan valið hann þegar liðið kemur saman í nóvember," sagði Roy Hodgson. Enska landsliðið hefur eins og Ísland þegar tryggt sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári. Síðustu leikir liðsins í undankeppninni eru á móti Eistlandi og Litháen. Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Roy Hodgson, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi ekki hinn unga Jack Grealish í lið sitt fyrir síðustu leikina í undankeppni EM 2016 en sóttist samt eftir því að Grealish fengi að kynnast því að æfa með liðinu í komandi landsleikjahléi. Það varð þó ekkert að því að þessi tvítugi strákur fengi að kynnast því nánar hvernig málunum er háttað hjá enska landsliðinu. Ástæðan er sú að Tim Sherwood, knattspyrnustjóri Aston Villa, bannaði Jack Grealish að æfa með enska landsliðinu. „Við vildum fá hann til að koma og kynnast háttum enska landsliðsins. Tim gerði okkur ljóst að það væri ekki góð hugmynd því að strákurinn væri enn að komast í almennilegt form eftir að hafa misst af undirbúningstímabilinu," sagði Roy Hodgson við BBC Sport. Jack Grealish spilaði frábærlega á móti Liverpool í undanúrslitaleik enska bikarsins síðasta vor og þá skoraði hann sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á dögunum en það kom á móti Leicester City. Roy Hodgson sagðist ekki gera neina athugasemd við sjónarmið Tim Sherwood en ákvað samt að segja frá málinu í viðtölum við fjölmiðla. Jack Grealish er fæddur árið 1995 en hann spilar sem vængmaður eða framliggjandi miðjumaður. Grealish er nýbúinn að ákveða það að spila með enska landsliðinu en hann hefur spilað fyrir yngri landslið Íra. Grealish er fæddur í Birmingham en amma og afi hans voru frá Írlandi. „Enska knattspyrnusambandið vildi fá hann til að koma og sýna honum að allir hér væru ánægðir með að hann valdi England. Við fáum oft unga leikmenn hingað til að æfa með landsliðinu," sagði Roy Hodgson. „Nú þarf hann bara að standa sig með Aston Villa og vinna sér sæti í landsliðinu. Vonandi getum við síðan valið hann þegar liðið kemur saman í nóvember," sagði Roy Hodgson. Enska landsliðið hefur eins og Ísland þegar tryggt sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári. Síðustu leikir liðsins í undankeppninni eru á móti Eistlandi og Litháen.
Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira