Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir skrifar 5. október 2015 10:11 Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. Auðvitað eru einstaklingar sem kjósa sér sófann eða útivist fram yfir langar nætur í miðbænum en við hin, við viljum bara fá að djamma. Flest erum við nú einu sinni þannig gerð að við viljum fá að gera það sem okkur langar til og ættum auðvitað að fá að gera það. Sérstaklega þegar málið er ekki flóknara en það að fá að fara út með vinum, dansa, spjalla og skemmta sér. Jafnréttisdagar 2015 verða haldnir dagana 5.-16 október og í tilefni þeirra verður slegið til veislu 16. október. Þar sem Jafnréttisdagarnir eru að þessu sinni samstarfsverkefni LHÍ og HÍ fannst okkur viðeigandi að finna stað einhvers staðar mitt á milli og varð því miðbærinn fyrir valinu. Undirbúningur fór af stað en þegar svo kom að því að finna stað í miðbænum, sem væri aðgengilegur öllum, var eins og við hefðum hlaupið á vegg. Leitin að aðgengilegum skemmtistað hefur nefnilega svipt hulunni af ljóta leyndarmáli miðbæjarins: Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma. Förum nú saman í huganum í ferð um miðbæinn. Hugsum okkur ferðina í hjólastól. Sumir skemmtistaðir hindra aðgengi okkar strax við innkomu. Inn á staðina er gengið upp eða niður tröppur og engin önnur leið í boði. Þessa staði getur okkur því ekki einu sinni dreymt um að komast inn á . Við höldum áfram ferðinni. Viti menn við finnum stað þar sem auðvelt er að komast inn. Þessi leit tók þó frekar langan tíma og við þurfum að fara á salernið. Það reynist hins vegar vera á annarri hæð og engin leið þangað nema upp eða niður þröngan stiga. Þarna verða fleiri staðir strax ómögulegir fyrir okkur og aftur færum við okkur. Margir skemmtistaðir eru byggðir upp á pöllum og því einungis ákveðin svæði í boði fyrir okkur sem ekki geta gengið. Það þykir okkur auðvitað ekki ásættanlegt og enn styttist listinn yfir mögulega staði. Í raun eru eftir skammarlega fáir staðir til að kanna. Þeir staðir eru litlu skárri en hinir; við þurfum enn að fara inn bakdyramegin, reykingarsvæðin eru okkur ekki aðgengileg og barborðin of há til að við getum pantað sjálf. En ljóti sannleikurinn er sá að ekkert annað er í boði. Nú hefur okkur, skipuleggjendum Jafnréttisdaga 2015 tekist að finna stað, sem er skárri en margir aðrir. Loft Hostel varð fyrir valinu og hafa starfsmenn Loft Hostels meira segja lagt sig svo fram að ramp hefur verið komið fyrir yfir þröskulda og þrep svo aðgengi sé gott fyrir alla. En jafnvel þó einn skemmtistaður bjóði upp á ágætis aðgengi þýðir það ekki að stríðið sé unnið. Miðbærinn er enn óaðgengilegur og það er óásættanlegt. Skemmtistaðir miðbæjarins, girðið ykkur í brók og lagið þetta. Ég hvet ykkur til að sýna metnað í starfi og frumkvæði. Að lokum vitna ég í Emmu Watson: „If not now, when?“ Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. Auðvitað eru einstaklingar sem kjósa sér sófann eða útivist fram yfir langar nætur í miðbænum en við hin, við viljum bara fá að djamma. Flest erum við nú einu sinni þannig gerð að við viljum fá að gera það sem okkur langar til og ættum auðvitað að fá að gera það. Sérstaklega þegar málið er ekki flóknara en það að fá að fara út með vinum, dansa, spjalla og skemmta sér. Jafnréttisdagar 2015 verða haldnir dagana 5.-16 október og í tilefni þeirra verður slegið til veislu 16. október. Þar sem Jafnréttisdagarnir eru að þessu sinni samstarfsverkefni LHÍ og HÍ fannst okkur viðeigandi að finna stað einhvers staðar mitt á milli og varð því miðbærinn fyrir valinu. Undirbúningur fór af stað en þegar svo kom að því að finna stað í miðbænum, sem væri aðgengilegur öllum, var eins og við hefðum hlaupið á vegg. Leitin að aðgengilegum skemmtistað hefur nefnilega svipt hulunni af ljóta leyndarmáli miðbæjarins: Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma. Förum nú saman í huganum í ferð um miðbæinn. Hugsum okkur ferðina í hjólastól. Sumir skemmtistaðir hindra aðgengi okkar strax við innkomu. Inn á staðina er gengið upp eða niður tröppur og engin önnur leið í boði. Þessa staði getur okkur því ekki einu sinni dreymt um að komast inn á . Við höldum áfram ferðinni. Viti menn við finnum stað þar sem auðvelt er að komast inn. Þessi leit tók þó frekar langan tíma og við þurfum að fara á salernið. Það reynist hins vegar vera á annarri hæð og engin leið þangað nema upp eða niður þröngan stiga. Þarna verða fleiri staðir strax ómögulegir fyrir okkur og aftur færum við okkur. Margir skemmtistaðir eru byggðir upp á pöllum og því einungis ákveðin svæði í boði fyrir okkur sem ekki geta gengið. Það þykir okkur auðvitað ekki ásættanlegt og enn styttist listinn yfir mögulega staði. Í raun eru eftir skammarlega fáir staðir til að kanna. Þeir staðir eru litlu skárri en hinir; við þurfum enn að fara inn bakdyramegin, reykingarsvæðin eru okkur ekki aðgengileg og barborðin of há til að við getum pantað sjálf. En ljóti sannleikurinn er sá að ekkert annað er í boði. Nú hefur okkur, skipuleggjendum Jafnréttisdaga 2015 tekist að finna stað, sem er skárri en margir aðrir. Loft Hostel varð fyrir valinu og hafa starfsmenn Loft Hostels meira segja lagt sig svo fram að ramp hefur verið komið fyrir yfir þröskulda og þrep svo aðgengi sé gott fyrir alla. En jafnvel þó einn skemmtistaður bjóði upp á ágætis aðgengi þýðir það ekki að stríðið sé unnið. Miðbærinn er enn óaðgengilegur og það er óásættanlegt. Skemmtistaðir miðbæjarins, girðið ykkur í brók og lagið þetta. Ég hvet ykkur til að sýna metnað í starfi og frumkvæði. Að lokum vitna ég í Emmu Watson: „If not now, when?“ Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar