Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir skrifar 5. október 2015 10:11 Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. Auðvitað eru einstaklingar sem kjósa sér sófann eða útivist fram yfir langar nætur í miðbænum en við hin, við viljum bara fá að djamma. Flest erum við nú einu sinni þannig gerð að við viljum fá að gera það sem okkur langar til og ættum auðvitað að fá að gera það. Sérstaklega þegar málið er ekki flóknara en það að fá að fara út með vinum, dansa, spjalla og skemmta sér. Jafnréttisdagar 2015 verða haldnir dagana 5.-16 október og í tilefni þeirra verður slegið til veislu 16. október. Þar sem Jafnréttisdagarnir eru að þessu sinni samstarfsverkefni LHÍ og HÍ fannst okkur viðeigandi að finna stað einhvers staðar mitt á milli og varð því miðbærinn fyrir valinu. Undirbúningur fór af stað en þegar svo kom að því að finna stað í miðbænum, sem væri aðgengilegur öllum, var eins og við hefðum hlaupið á vegg. Leitin að aðgengilegum skemmtistað hefur nefnilega svipt hulunni af ljóta leyndarmáli miðbæjarins: Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma. Förum nú saman í huganum í ferð um miðbæinn. Hugsum okkur ferðina í hjólastól. Sumir skemmtistaðir hindra aðgengi okkar strax við innkomu. Inn á staðina er gengið upp eða niður tröppur og engin önnur leið í boði. Þessa staði getur okkur því ekki einu sinni dreymt um að komast inn á . Við höldum áfram ferðinni. Viti menn við finnum stað þar sem auðvelt er að komast inn. Þessi leit tók þó frekar langan tíma og við þurfum að fara á salernið. Það reynist hins vegar vera á annarri hæð og engin leið þangað nema upp eða niður þröngan stiga. Þarna verða fleiri staðir strax ómögulegir fyrir okkur og aftur færum við okkur. Margir skemmtistaðir eru byggðir upp á pöllum og því einungis ákveðin svæði í boði fyrir okkur sem ekki geta gengið. Það þykir okkur auðvitað ekki ásættanlegt og enn styttist listinn yfir mögulega staði. Í raun eru eftir skammarlega fáir staðir til að kanna. Þeir staðir eru litlu skárri en hinir; við þurfum enn að fara inn bakdyramegin, reykingarsvæðin eru okkur ekki aðgengileg og barborðin of há til að við getum pantað sjálf. En ljóti sannleikurinn er sá að ekkert annað er í boði. Nú hefur okkur, skipuleggjendum Jafnréttisdaga 2015 tekist að finna stað, sem er skárri en margir aðrir. Loft Hostel varð fyrir valinu og hafa starfsmenn Loft Hostels meira segja lagt sig svo fram að ramp hefur verið komið fyrir yfir þröskulda og þrep svo aðgengi sé gott fyrir alla. En jafnvel þó einn skemmtistaður bjóði upp á ágætis aðgengi þýðir það ekki að stríðið sé unnið. Miðbærinn er enn óaðgengilegur og það er óásættanlegt. Skemmtistaðir miðbæjarins, girðið ykkur í brók og lagið þetta. Ég hvet ykkur til að sýna metnað í starfi og frumkvæði. Að lokum vitna ég í Emmu Watson: „If not now, when?“ Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. Auðvitað eru einstaklingar sem kjósa sér sófann eða útivist fram yfir langar nætur í miðbænum en við hin, við viljum bara fá að djamma. Flest erum við nú einu sinni þannig gerð að við viljum fá að gera það sem okkur langar til og ættum auðvitað að fá að gera það. Sérstaklega þegar málið er ekki flóknara en það að fá að fara út með vinum, dansa, spjalla og skemmta sér. Jafnréttisdagar 2015 verða haldnir dagana 5.-16 október og í tilefni þeirra verður slegið til veislu 16. október. Þar sem Jafnréttisdagarnir eru að þessu sinni samstarfsverkefni LHÍ og HÍ fannst okkur viðeigandi að finna stað einhvers staðar mitt á milli og varð því miðbærinn fyrir valinu. Undirbúningur fór af stað en þegar svo kom að því að finna stað í miðbænum, sem væri aðgengilegur öllum, var eins og við hefðum hlaupið á vegg. Leitin að aðgengilegum skemmtistað hefur nefnilega svipt hulunni af ljóta leyndarmáli miðbæjarins: Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma. Förum nú saman í huganum í ferð um miðbæinn. Hugsum okkur ferðina í hjólastól. Sumir skemmtistaðir hindra aðgengi okkar strax við innkomu. Inn á staðina er gengið upp eða niður tröppur og engin önnur leið í boði. Þessa staði getur okkur því ekki einu sinni dreymt um að komast inn á . Við höldum áfram ferðinni. Viti menn við finnum stað þar sem auðvelt er að komast inn. Þessi leit tók þó frekar langan tíma og við þurfum að fara á salernið. Það reynist hins vegar vera á annarri hæð og engin leið þangað nema upp eða niður þröngan stiga. Þarna verða fleiri staðir strax ómögulegir fyrir okkur og aftur færum við okkur. Margir skemmtistaðir eru byggðir upp á pöllum og því einungis ákveðin svæði í boði fyrir okkur sem ekki geta gengið. Það þykir okkur auðvitað ekki ásættanlegt og enn styttist listinn yfir mögulega staði. Í raun eru eftir skammarlega fáir staðir til að kanna. Þeir staðir eru litlu skárri en hinir; við þurfum enn að fara inn bakdyramegin, reykingarsvæðin eru okkur ekki aðgengileg og barborðin of há til að við getum pantað sjálf. En ljóti sannleikurinn er sá að ekkert annað er í boði. Nú hefur okkur, skipuleggjendum Jafnréttisdaga 2015 tekist að finna stað, sem er skárri en margir aðrir. Loft Hostel varð fyrir valinu og hafa starfsmenn Loft Hostels meira segja lagt sig svo fram að ramp hefur verið komið fyrir yfir þröskulda og þrep svo aðgengi sé gott fyrir alla. En jafnvel þó einn skemmtistaður bjóði upp á ágætis aðgengi þýðir það ekki að stríðið sé unnið. Miðbærinn er enn óaðgengilegur og það er óásættanlegt. Skemmtistaðir miðbæjarins, girðið ykkur í brók og lagið þetta. Ég hvet ykkur til að sýna metnað í starfi og frumkvæði. Að lokum vitna ég í Emmu Watson: „If not now, when?“ Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun