Hvert stefnum við með skaðlegum hávaða í skóla? Eru heyrnarhlífar lausnin? Dr. Ingibjörg Valdís Jónsdóttir skrifar 8. október 2015 00:00 Ef hávaði í kennsluumhverfi er orðinn það hár að vinnuverndarlöggjöf mæli með því að kennarar noti heyrnarhlífar til að verja heyrnina, hvað þá með heyrn barnanna? Þeirra heyrn hlýtur samkvæmt því að vera í hættu ef ekki meiri þar sem heyrnfæri þeirra af líffræðilegum ástæðum eru jafnvel viðkvæmari fyrir hávaða en heyrnfæri fullorðinna. Ef bæði börn og kennarar þurfa að ganga með heyrnarhlífar í kennslu, hvert erum við þá komin? Er ekki skóli mennta- og uppeldisstofnun sem byggist á talmáli sem þarf að vera heyranlegt? Þegar hávaði er kominn um og yfir þau mörk sem talin eru hættuleg heyrn þá er hann löngu kominn yfir þau mörk að við getum heyrt okkur til gagns og löngu kominn yfir þau mörk sem raddfæri okkar þola.Ekki gefast upp fyrir vandanum Það sem þarf að gera er að setjast niður og athuga hvað það er sem veldur hávaðanum og ráðast á vandann frá rótum en ekki að gefast upp fyrir honum og nota heyrnarhlífar. Hávaði í skólaumhverfi er erilshávaði, þ.e.a.s. hávaði sem skapast af athöfnum þeirra sem þar dvelja. Slíkur hávaði er óútreiknanlegur og ófyrirsjáanlegur og því gefur meðaltal í mælingum litla mynd. Það þarf að skoða hvaðan hávaðinn kemur og hvernig hann er. Er þetta ómenning sem við erum andvaralaus gagnvart? Er þetta slíkt þekkingarleysi að við gerum okkur ekki grein fyrir að við getum verið að skaða bæði raddbönd og heyrn? Væri ekki nær að athuga hvort eitthvað í innra starfi skólans geti valdið þessu svo sem fjöldi barna í hóp. Getur verið að eitthvað í umhverfinu megi laga eins og t.d. val á leikföngum og leiktækjum? Börn eru að taka út málþroska á sínum fyrstu árum og dvelja meiri part dags í leikskólum og skólum. Ef hávaðinn er of mikill ná þau ekki að byggja upp mál sér til gagns hreinlega vegna þess að þau heyra ekki nægilega vel það sem er sagt. Það leiðir af sér þá hættu að þau geti t.d. ekki lesið sér til gagns. Gæti þar t.d. verið komin ein af ástæðunum fyrir ónægum árangri í lestri? Ef lausnin er sú að bæði kennarar og nemendur fari að ganga með heyrnarhlífar í skóla þá er kominn tími á að þróa upp aðra samskiptaleið en þá sem byggist á töluðu máli sem er okkar eðlilega leið til samskipta. Það má ekki gleyma því að hlutverk skólans hefur verið skilgreint sem fræðslu- og uppeldishlutverk. Fram til þessa hefur fræðsla og uppeldi farið fram á munnlegum nótum sem hlýtur að byggjast á því að röddin geti borið hið talaða orð til eyrnanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ef hávaði í kennsluumhverfi er orðinn það hár að vinnuverndarlöggjöf mæli með því að kennarar noti heyrnarhlífar til að verja heyrnina, hvað þá með heyrn barnanna? Þeirra heyrn hlýtur samkvæmt því að vera í hættu ef ekki meiri þar sem heyrnfæri þeirra af líffræðilegum ástæðum eru jafnvel viðkvæmari fyrir hávaða en heyrnfæri fullorðinna. Ef bæði börn og kennarar þurfa að ganga með heyrnarhlífar í kennslu, hvert erum við þá komin? Er ekki skóli mennta- og uppeldisstofnun sem byggist á talmáli sem þarf að vera heyranlegt? Þegar hávaði er kominn um og yfir þau mörk sem talin eru hættuleg heyrn þá er hann löngu kominn yfir þau mörk að við getum heyrt okkur til gagns og löngu kominn yfir þau mörk sem raddfæri okkar þola.Ekki gefast upp fyrir vandanum Það sem þarf að gera er að setjast niður og athuga hvað það er sem veldur hávaðanum og ráðast á vandann frá rótum en ekki að gefast upp fyrir honum og nota heyrnarhlífar. Hávaði í skólaumhverfi er erilshávaði, þ.e.a.s. hávaði sem skapast af athöfnum þeirra sem þar dvelja. Slíkur hávaði er óútreiknanlegur og ófyrirsjáanlegur og því gefur meðaltal í mælingum litla mynd. Það þarf að skoða hvaðan hávaðinn kemur og hvernig hann er. Er þetta ómenning sem við erum andvaralaus gagnvart? Er þetta slíkt þekkingarleysi að við gerum okkur ekki grein fyrir að við getum verið að skaða bæði raddbönd og heyrn? Væri ekki nær að athuga hvort eitthvað í innra starfi skólans geti valdið þessu svo sem fjöldi barna í hóp. Getur verið að eitthvað í umhverfinu megi laga eins og t.d. val á leikföngum og leiktækjum? Börn eru að taka út málþroska á sínum fyrstu árum og dvelja meiri part dags í leikskólum og skólum. Ef hávaðinn er of mikill ná þau ekki að byggja upp mál sér til gagns hreinlega vegna þess að þau heyra ekki nægilega vel það sem er sagt. Það leiðir af sér þá hættu að þau geti t.d. ekki lesið sér til gagns. Gæti þar t.d. verið komin ein af ástæðunum fyrir ónægum árangri í lestri? Ef lausnin er sú að bæði kennarar og nemendur fari að ganga með heyrnarhlífar í skóla þá er kominn tími á að þróa upp aðra samskiptaleið en þá sem byggist á töluðu máli sem er okkar eðlilega leið til samskipta. Það má ekki gleyma því að hlutverk skólans hefur verið skilgreint sem fræðslu- og uppeldishlutverk. Fram til þessa hefur fræðsla og uppeldi farið fram á munnlegum nótum sem hlýtur að byggjast á því að röddin geti borið hið talaða orð til eyrnanna.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar