Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar 16. október 2025 06:03 Samfélagið tapar meira á því að leyfa fátækt að viðgangast en að uppræta hana. Alþjóðlegur dagur fátæktar er föstudaginn 17. október. Í áratugi hefur verið vitað hverjir eru líklegastir til að lenda í fátækt á Íslandi: einhleypir foreldrar, í flestum tilfellum mæður, innflytjendur og öryrkjar. Nýlegar rannsóknir Vörðu sýna að fjárhagsstaða einhleypra foreldra sem lifa á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri eða örorkustyrk er verst á öllum mælikvörðum. Framfærsla öryrkja er undir lægstu launum sem gerir einhleypum foreldrum illmögulegt að sjá sér og börnum sínum farborða. Níu af hverjum tíu geta ekki mætt 80.000 króna óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Rúmlega helmingur býr við efnislegan skort og sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum búa við fátækt. Fjórðungur þeirra hefur þurft að leita sér mataraðstoðar. Afleiðingarnar eru víðtækar. Andleg heilsa einhleypra mæðra mælist verri en hjá öðrum hópum og börnin þeirra búa við útilokun frá félagslífi og tómstundum. Þegar fjárhagsstaða heimilis gerir ekki ráð fyrir nauðsynlegum útgjöldum til næringarríks matar, nauðsynlegs klæðnaðar eða þátttöku í menningu og samfélagi, er fólk í reynd útilokað frá jafningjum sínum. Stuðningur stjórnvalda er ekki nægur. Einhleypir foreldrar fá sömu frístundastyrki og heimili þar sem tvær framfærslur koma inn á heimilið, en þurfa að standa undir sama kostnaði fyrir skólagöngu og tómstundir barna sinna á einni framfærslu. Í skýrslu Vörðu kemur fram að stór hluti þeirra geti ekki staðið straum af útgjöldum vegna tómstunda og viðburða sem jafningjar barna þeirra njóta að jafnaði, svo sem íþróttum, tónlistarnámi eða jafnvel afmælis- og fermingarveislum. Sérstaklega er alvarlegt að þegar börnin verða 18 ára lækkar framfærsla foreldrisins verulega, þrátt fyrir að ungmennin búi enn heima og eigi jafnvel eitt til tvö ár eftir í framhaldsskóla. Þetta fjárhagslega bil endurspeglar gamaldags hugmyndir um að börn flytji að heiman um leið og þau verða fullorðin. Fæstir telja börn sín tilbúin til að flytja að heiman 18 ára í dag. Nú á tímum búa flest ungmenni hjá foreldrum fram yfir tvítugt og mörg fram til 25 ára aldurs enda húsnæðismarkaðurinn þeim illfær. Kostnaður við framfærslu þeirra er áfram mikill en stuðningurinn hverfur. Þessi tímamót skipta sköpum því um 18 ára aldur taka ungmenni ákvarðanir sem móta framtíðina: hvort þau mennti sig áfram eða fari á vinnumarkaðinn. Ef fjárhagur heimilisins er þannig að það virðist óframkvæmanlegt að fara menntaveginn, neyðast þau til að fara að vinna. Þá minnka líkur á að þau fái að nýta hæfileika sína til fulls; hvort sem það er á sviði vísinda, lista, iðngreina eða nýsköpunar. Fyrir samfélagið er það mikið tjón. Þeir sem neyðast til að fara snemma út á vinnumarkað í láglaunastörf eiga á hættu að brenna út, missa heilsuna og enda á örorku. Þetta er vítahringur sem við getum rofið. Það felast því frábær tækifæri og fjárfesting í því að styðja einhleypa foreldra og tryggja börnum þeirra jöfn tækifæri. Það felur í sér fjárhagslegar ívilnanir við foreldrið sjálft, að brúa bilið sem myndast þegar börn verða 18 ára, ryðja úr vegi aðgangshindrunum að menntun og tryggja að öll börn geti tekið þátt í tómstundum. Að hækka skráningargjöld í Háskóla Íslands vinnur gegn þessum markmiðum. Í mörg ár hefur verið kallað eftir úrbótum. Það er ekki aðeins réttlætismál að tryggja einhleypum foreldrum mannsæmandi lífskjör, það er líka þjóðhagslega hagkvæmt. Rannsóknir sýna að samfélagslegur kostnaður við að leyfa fátækt að viðgangast er meiri en kostnaðurinn við að uppræta hana. Við vitum að þegar börn alast upp við skort, hefur það varanleg áhrif á menntun, heilsu og framtíðarhorfur þeirra. Snjóboltaáhrifin eru gífurleg: fátækt í æsku leiðir til minni tekna og meiri útgjalda samfélagsins til heilbrigðis, félagsmála og jafnvel dómskerfisins. Það er því pólitískt val hvort við sættum okkur við að tugir þúsunda Íslendinga búi við skort eða hvort við fjárfestum í því að uppræta fátækt. Ef stjórnvöld setja málið í forgang er ljóst að samfélagið allt græðir, ekki bara þau sem búa við skort í dag, heldur næstu kynslóðir.Það er bæði siðferðilega rétt og þjóðhagslega hagkvæmt að uppræta fátækt. Nú er kominn tími til að stjórnvöld velji þann kost; fyrir börnin, foreldrana og framtíð samfélagsins. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við HÍ og varaformaður kjarahóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið tapar meira á því að leyfa fátækt að viðgangast en að uppræta hana. Alþjóðlegur dagur fátæktar er föstudaginn 17. október. Í áratugi hefur verið vitað hverjir eru líklegastir til að lenda í fátækt á Íslandi: einhleypir foreldrar, í flestum tilfellum mæður, innflytjendur og öryrkjar. Nýlegar rannsóknir Vörðu sýna að fjárhagsstaða einhleypra foreldra sem lifa á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri eða örorkustyrk er verst á öllum mælikvörðum. Framfærsla öryrkja er undir lægstu launum sem gerir einhleypum foreldrum illmögulegt að sjá sér og börnum sínum farborða. Níu af hverjum tíu geta ekki mætt 80.000 króna óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Rúmlega helmingur býr við efnislegan skort og sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum búa við fátækt. Fjórðungur þeirra hefur þurft að leita sér mataraðstoðar. Afleiðingarnar eru víðtækar. Andleg heilsa einhleypra mæðra mælist verri en hjá öðrum hópum og börnin þeirra búa við útilokun frá félagslífi og tómstundum. Þegar fjárhagsstaða heimilis gerir ekki ráð fyrir nauðsynlegum útgjöldum til næringarríks matar, nauðsynlegs klæðnaðar eða þátttöku í menningu og samfélagi, er fólk í reynd útilokað frá jafningjum sínum. Stuðningur stjórnvalda er ekki nægur. Einhleypir foreldrar fá sömu frístundastyrki og heimili þar sem tvær framfærslur koma inn á heimilið, en þurfa að standa undir sama kostnaði fyrir skólagöngu og tómstundir barna sinna á einni framfærslu. Í skýrslu Vörðu kemur fram að stór hluti þeirra geti ekki staðið straum af útgjöldum vegna tómstunda og viðburða sem jafningjar barna þeirra njóta að jafnaði, svo sem íþróttum, tónlistarnámi eða jafnvel afmælis- og fermingarveislum. Sérstaklega er alvarlegt að þegar börnin verða 18 ára lækkar framfærsla foreldrisins verulega, þrátt fyrir að ungmennin búi enn heima og eigi jafnvel eitt til tvö ár eftir í framhaldsskóla. Þetta fjárhagslega bil endurspeglar gamaldags hugmyndir um að börn flytji að heiman um leið og þau verða fullorðin. Fæstir telja börn sín tilbúin til að flytja að heiman 18 ára í dag. Nú á tímum búa flest ungmenni hjá foreldrum fram yfir tvítugt og mörg fram til 25 ára aldurs enda húsnæðismarkaðurinn þeim illfær. Kostnaður við framfærslu þeirra er áfram mikill en stuðningurinn hverfur. Þessi tímamót skipta sköpum því um 18 ára aldur taka ungmenni ákvarðanir sem móta framtíðina: hvort þau mennti sig áfram eða fari á vinnumarkaðinn. Ef fjárhagur heimilisins er þannig að það virðist óframkvæmanlegt að fara menntaveginn, neyðast þau til að fara að vinna. Þá minnka líkur á að þau fái að nýta hæfileika sína til fulls; hvort sem það er á sviði vísinda, lista, iðngreina eða nýsköpunar. Fyrir samfélagið er það mikið tjón. Þeir sem neyðast til að fara snemma út á vinnumarkað í láglaunastörf eiga á hættu að brenna út, missa heilsuna og enda á örorku. Þetta er vítahringur sem við getum rofið. Það felast því frábær tækifæri og fjárfesting í því að styðja einhleypa foreldra og tryggja börnum þeirra jöfn tækifæri. Það felur í sér fjárhagslegar ívilnanir við foreldrið sjálft, að brúa bilið sem myndast þegar börn verða 18 ára, ryðja úr vegi aðgangshindrunum að menntun og tryggja að öll börn geti tekið þátt í tómstundum. Að hækka skráningargjöld í Háskóla Íslands vinnur gegn þessum markmiðum. Í mörg ár hefur verið kallað eftir úrbótum. Það er ekki aðeins réttlætismál að tryggja einhleypum foreldrum mannsæmandi lífskjör, það er líka þjóðhagslega hagkvæmt. Rannsóknir sýna að samfélagslegur kostnaður við að leyfa fátækt að viðgangast er meiri en kostnaðurinn við að uppræta hana. Við vitum að þegar börn alast upp við skort, hefur það varanleg áhrif á menntun, heilsu og framtíðarhorfur þeirra. Snjóboltaáhrifin eru gífurleg: fátækt í æsku leiðir til minni tekna og meiri útgjalda samfélagsins til heilbrigðis, félagsmála og jafnvel dómskerfisins. Það er því pólitískt val hvort við sættum okkur við að tugir þúsunda Íslendinga búi við skort eða hvort við fjárfestum í því að uppræta fátækt. Ef stjórnvöld setja málið í forgang er ljóst að samfélagið allt græðir, ekki bara þau sem búa við skort í dag, heldur næstu kynslóðir.Það er bæði siðferðilega rétt og þjóðhagslega hagkvæmt að uppræta fátækt. Nú er kominn tími til að stjórnvöld velji þann kost; fyrir börnin, foreldrana og framtíð samfélagsins. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við HÍ og varaformaður kjarahóps ÖBÍ.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun