Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar 16. október 2025 06:03 Samfélagið tapar meira á því að leyfa fátækt að viðgangast en að uppræta hana. Alþjóðlegur dagur fátæktar er föstudaginn 17. október. Í áratugi hefur verið vitað hverjir eru líklegastir til að lenda í fátækt á Íslandi: einhleypir foreldrar, í flestum tilfellum mæður, innflytjendur og öryrkjar. Nýlegar rannsóknir Vörðu sýna að fjárhagsstaða einhleypra foreldra sem lifa á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri eða örorkustyrk er verst á öllum mælikvörðum. Framfærsla öryrkja er undir lægstu launum sem gerir einhleypum foreldrum illmögulegt að sjá sér og börnum sínum farborða. Níu af hverjum tíu geta ekki mætt 80.000 króna óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Rúmlega helmingur býr við efnislegan skort og sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum búa við fátækt. Fjórðungur þeirra hefur þurft að leita sér mataraðstoðar. Afleiðingarnar eru víðtækar. Andleg heilsa einhleypra mæðra mælist verri en hjá öðrum hópum og börnin þeirra búa við útilokun frá félagslífi og tómstundum. Þegar fjárhagsstaða heimilis gerir ekki ráð fyrir nauðsynlegum útgjöldum til næringarríks matar, nauðsynlegs klæðnaðar eða þátttöku í menningu og samfélagi, er fólk í reynd útilokað frá jafningjum sínum. Stuðningur stjórnvalda er ekki nægur. Einhleypir foreldrar fá sömu frístundastyrki og heimili þar sem tvær framfærslur koma inn á heimilið, en þurfa að standa undir sama kostnaði fyrir skólagöngu og tómstundir barna sinna á einni framfærslu. Í skýrslu Vörðu kemur fram að stór hluti þeirra geti ekki staðið straum af útgjöldum vegna tómstunda og viðburða sem jafningjar barna þeirra njóta að jafnaði, svo sem íþróttum, tónlistarnámi eða jafnvel afmælis- og fermingarveislum. Sérstaklega er alvarlegt að þegar börnin verða 18 ára lækkar framfærsla foreldrisins verulega, þrátt fyrir að ungmennin búi enn heima og eigi jafnvel eitt til tvö ár eftir í framhaldsskóla. Þetta fjárhagslega bil endurspeglar gamaldags hugmyndir um að börn flytji að heiman um leið og þau verða fullorðin. Fæstir telja börn sín tilbúin til að flytja að heiman 18 ára í dag. Nú á tímum búa flest ungmenni hjá foreldrum fram yfir tvítugt og mörg fram til 25 ára aldurs enda húsnæðismarkaðurinn þeim illfær. Kostnaður við framfærslu þeirra er áfram mikill en stuðningurinn hverfur. Þessi tímamót skipta sköpum því um 18 ára aldur taka ungmenni ákvarðanir sem móta framtíðina: hvort þau mennti sig áfram eða fari á vinnumarkaðinn. Ef fjárhagur heimilisins er þannig að það virðist óframkvæmanlegt að fara menntaveginn, neyðast þau til að fara að vinna. Þá minnka líkur á að þau fái að nýta hæfileika sína til fulls; hvort sem það er á sviði vísinda, lista, iðngreina eða nýsköpunar. Fyrir samfélagið er það mikið tjón. Þeir sem neyðast til að fara snemma út á vinnumarkað í láglaunastörf eiga á hættu að brenna út, missa heilsuna og enda á örorku. Þetta er vítahringur sem við getum rofið. Það felast því frábær tækifæri og fjárfesting í því að styðja einhleypa foreldra og tryggja börnum þeirra jöfn tækifæri. Það felur í sér fjárhagslegar ívilnanir við foreldrið sjálft, að brúa bilið sem myndast þegar börn verða 18 ára, ryðja úr vegi aðgangshindrunum að menntun og tryggja að öll börn geti tekið þátt í tómstundum. Að hækka skráningargjöld í Háskóla Íslands vinnur gegn þessum markmiðum. Í mörg ár hefur verið kallað eftir úrbótum. Það er ekki aðeins réttlætismál að tryggja einhleypum foreldrum mannsæmandi lífskjör, það er líka þjóðhagslega hagkvæmt. Rannsóknir sýna að samfélagslegur kostnaður við að leyfa fátækt að viðgangast er meiri en kostnaðurinn við að uppræta hana. Við vitum að þegar börn alast upp við skort, hefur það varanleg áhrif á menntun, heilsu og framtíðarhorfur þeirra. Snjóboltaáhrifin eru gífurleg: fátækt í æsku leiðir til minni tekna og meiri útgjalda samfélagsins til heilbrigðis, félagsmála og jafnvel dómskerfisins. Það er því pólitískt val hvort við sættum okkur við að tugir þúsunda Íslendinga búi við skort eða hvort við fjárfestum í því að uppræta fátækt. Ef stjórnvöld setja málið í forgang er ljóst að samfélagið allt græðir, ekki bara þau sem búa við skort í dag, heldur næstu kynslóðir.Það er bæði siðferðilega rétt og þjóðhagslega hagkvæmt að uppræta fátækt. Nú er kominn tími til að stjórnvöld velji þann kost; fyrir börnin, foreldrana og framtíð samfélagsins. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við HÍ og varaformaður kjarahóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið tapar meira á því að leyfa fátækt að viðgangast en að uppræta hana. Alþjóðlegur dagur fátæktar er föstudaginn 17. október. Í áratugi hefur verið vitað hverjir eru líklegastir til að lenda í fátækt á Íslandi: einhleypir foreldrar, í flestum tilfellum mæður, innflytjendur og öryrkjar. Nýlegar rannsóknir Vörðu sýna að fjárhagsstaða einhleypra foreldra sem lifa á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri eða örorkustyrk er verst á öllum mælikvörðum. Framfærsla öryrkja er undir lægstu launum sem gerir einhleypum foreldrum illmögulegt að sjá sér og börnum sínum farborða. Níu af hverjum tíu geta ekki mætt 80.000 króna óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Rúmlega helmingur býr við efnislegan skort og sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum búa við fátækt. Fjórðungur þeirra hefur þurft að leita sér mataraðstoðar. Afleiðingarnar eru víðtækar. Andleg heilsa einhleypra mæðra mælist verri en hjá öðrum hópum og börnin þeirra búa við útilokun frá félagslífi og tómstundum. Þegar fjárhagsstaða heimilis gerir ekki ráð fyrir nauðsynlegum útgjöldum til næringarríks matar, nauðsynlegs klæðnaðar eða þátttöku í menningu og samfélagi, er fólk í reynd útilokað frá jafningjum sínum. Stuðningur stjórnvalda er ekki nægur. Einhleypir foreldrar fá sömu frístundastyrki og heimili þar sem tvær framfærslur koma inn á heimilið, en þurfa að standa undir sama kostnaði fyrir skólagöngu og tómstundir barna sinna á einni framfærslu. Í skýrslu Vörðu kemur fram að stór hluti þeirra geti ekki staðið straum af útgjöldum vegna tómstunda og viðburða sem jafningjar barna þeirra njóta að jafnaði, svo sem íþróttum, tónlistarnámi eða jafnvel afmælis- og fermingarveislum. Sérstaklega er alvarlegt að þegar börnin verða 18 ára lækkar framfærsla foreldrisins verulega, þrátt fyrir að ungmennin búi enn heima og eigi jafnvel eitt til tvö ár eftir í framhaldsskóla. Þetta fjárhagslega bil endurspeglar gamaldags hugmyndir um að börn flytji að heiman um leið og þau verða fullorðin. Fæstir telja börn sín tilbúin til að flytja að heiman 18 ára í dag. Nú á tímum búa flest ungmenni hjá foreldrum fram yfir tvítugt og mörg fram til 25 ára aldurs enda húsnæðismarkaðurinn þeim illfær. Kostnaður við framfærslu þeirra er áfram mikill en stuðningurinn hverfur. Þessi tímamót skipta sköpum því um 18 ára aldur taka ungmenni ákvarðanir sem móta framtíðina: hvort þau mennti sig áfram eða fari á vinnumarkaðinn. Ef fjárhagur heimilisins er þannig að það virðist óframkvæmanlegt að fara menntaveginn, neyðast þau til að fara að vinna. Þá minnka líkur á að þau fái að nýta hæfileika sína til fulls; hvort sem það er á sviði vísinda, lista, iðngreina eða nýsköpunar. Fyrir samfélagið er það mikið tjón. Þeir sem neyðast til að fara snemma út á vinnumarkað í láglaunastörf eiga á hættu að brenna út, missa heilsuna og enda á örorku. Þetta er vítahringur sem við getum rofið. Það felast því frábær tækifæri og fjárfesting í því að styðja einhleypa foreldra og tryggja börnum þeirra jöfn tækifæri. Það felur í sér fjárhagslegar ívilnanir við foreldrið sjálft, að brúa bilið sem myndast þegar börn verða 18 ára, ryðja úr vegi aðgangshindrunum að menntun og tryggja að öll börn geti tekið þátt í tómstundum. Að hækka skráningargjöld í Háskóla Íslands vinnur gegn þessum markmiðum. Í mörg ár hefur verið kallað eftir úrbótum. Það er ekki aðeins réttlætismál að tryggja einhleypum foreldrum mannsæmandi lífskjör, það er líka þjóðhagslega hagkvæmt. Rannsóknir sýna að samfélagslegur kostnaður við að leyfa fátækt að viðgangast er meiri en kostnaðurinn við að uppræta hana. Við vitum að þegar börn alast upp við skort, hefur það varanleg áhrif á menntun, heilsu og framtíðarhorfur þeirra. Snjóboltaáhrifin eru gífurleg: fátækt í æsku leiðir til minni tekna og meiri útgjalda samfélagsins til heilbrigðis, félagsmála og jafnvel dómskerfisins. Það er því pólitískt val hvort við sættum okkur við að tugir þúsunda Íslendinga búi við skort eða hvort við fjárfestum í því að uppræta fátækt. Ef stjórnvöld setja málið í forgang er ljóst að samfélagið allt græðir, ekki bara þau sem búa við skort í dag, heldur næstu kynslóðir.Það er bæði siðferðilega rétt og þjóðhagslega hagkvæmt að uppræta fátækt. Nú er kominn tími til að stjórnvöld velji þann kost; fyrir börnin, foreldrana og framtíð samfélagsins. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við HÍ og varaformaður kjarahóps ÖBÍ.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar