Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. október 2025 19:32 Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum. Landspítali vísar öllum krabbameinsgreindum þangað. Ljósið er ekki bara staður með kaffivél og brosandi starfsfólki – Ljósið er hluti af meðferðinni sjálfri. Auðvitað þarf að leysa rekstrarvanda Ljóssins með langtímasamningum en við megum aldrei missa sjónar af mikilvægi starfseminnar. Þegar ég gegndi embætti heilbrigðisráðherra var gerður þjónustusamningur við Ljósið til að tryggja rekstrarlegan og faglegan stöðugleika. Sá samningur rann út árið 2023 og hefur ekki verið endurnýjaður síðan. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Ljóssins séu einungis 283 milljónir króna sem er 247 milljónum undir raunverulegum rekstrarkostnaði og nærri 200 milljóna lægra en í fjárlögum þessa árs. Við þessu verður að bregðast! Samkvæmt nýlegri hagkvæmnisúttekt Ágústs Ólafs Ágústssonar skilar starfsemi Ljóssins ríkinu um einum milljarði króna í árlegan samfélagslegan ávinning. Hverja krónu sem ríkið leggur í Ljósið fáum við þrefalt til baka – í aukinni virkni, minni lyfja- og spítalakostnaði og betri lífsgæðum fólks. Við sem höfum unnið innan heilbrigðiskerfisins vitum að tölur segja ekki alla söguna. Það sem skiptir mestu máli eru áhrifin á líf fólks. Í Ljósinu hittir fólk sem hefur gengið í gegnum krabbameinsmeðferð jafningja, lærir að endurheimta styrk og von, finnur sjálfstæði og tilgang að nýju. Ég þekki það af eigin raun – bæði sem krabbameinsgreind og sem aðstandandi. Ljósið er staður þar sem ljós kviknar aftur eftir myrkrið. Staður sem er fullur af hlýju og mannvirðingu. Tölum ekki um Ljósið sem „samtök úti í bæ“. Ljósið er hluti af heilbrigðisþjónustunni, hluti af ábyrgð ríkisins og hluti af þeirri mannvirðingu sem við sem samfélag sýnum þeim sem standa frammi fyrir einni erfiðustu lífsreynslu sem hægt er að ganga í gegnum. Fjárlaganefnd sýndi í fyrra forystu þegar hún bætti 195 milljónum við framlögin til Ljóssins fyrir aðra umræðu fjárlaga. Nú þarf að sýna sömu forystu aftur – að standa með fólki, með fagmennsku og með lífinu sjálfu. Stöndum með Ljósinu! Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Heilbrigðismál Krabbamein Landspítalinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum. Landspítali vísar öllum krabbameinsgreindum þangað. Ljósið er ekki bara staður með kaffivél og brosandi starfsfólki – Ljósið er hluti af meðferðinni sjálfri. Auðvitað þarf að leysa rekstrarvanda Ljóssins með langtímasamningum en við megum aldrei missa sjónar af mikilvægi starfseminnar. Þegar ég gegndi embætti heilbrigðisráðherra var gerður þjónustusamningur við Ljósið til að tryggja rekstrarlegan og faglegan stöðugleika. Sá samningur rann út árið 2023 og hefur ekki verið endurnýjaður síðan. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Ljóssins séu einungis 283 milljónir króna sem er 247 milljónum undir raunverulegum rekstrarkostnaði og nærri 200 milljóna lægra en í fjárlögum þessa árs. Við þessu verður að bregðast! Samkvæmt nýlegri hagkvæmnisúttekt Ágústs Ólafs Ágústssonar skilar starfsemi Ljóssins ríkinu um einum milljarði króna í árlegan samfélagslegan ávinning. Hverja krónu sem ríkið leggur í Ljósið fáum við þrefalt til baka – í aukinni virkni, minni lyfja- og spítalakostnaði og betri lífsgæðum fólks. Við sem höfum unnið innan heilbrigðiskerfisins vitum að tölur segja ekki alla söguna. Það sem skiptir mestu máli eru áhrifin á líf fólks. Í Ljósinu hittir fólk sem hefur gengið í gegnum krabbameinsmeðferð jafningja, lærir að endurheimta styrk og von, finnur sjálfstæði og tilgang að nýju. Ég þekki það af eigin raun – bæði sem krabbameinsgreind og sem aðstandandi. Ljósið er staður þar sem ljós kviknar aftur eftir myrkrið. Staður sem er fullur af hlýju og mannvirðingu. Tölum ekki um Ljósið sem „samtök úti í bæ“. Ljósið er hluti af heilbrigðisþjónustunni, hluti af ábyrgð ríkisins og hluti af þeirri mannvirðingu sem við sem samfélag sýnum þeim sem standa frammi fyrir einni erfiðustu lífsreynslu sem hægt er að ganga í gegnum. Fjárlaganefnd sýndi í fyrra forystu þegar hún bætti 195 milljónum við framlögin til Ljóssins fyrir aðra umræðu fjárlaga. Nú þarf að sýna sömu forystu aftur – að standa með fólki, með fagmennsku og með lífinu sjálfu. Stöndum með Ljósinu! Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar