Kynjajafnrétti og Hæstiréttur Ragnheiður Bragadóttir og Brynhildur G. Flóvenz skrifar 30. september 2015 07:00 Nú í ár hefur þess verið minnst að 100 ár eru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Jafnframt eru tæp 40 ár síðan fyrst voru sett hér lög um jafnrétti karla og kvenna. Tilgangur laga um það efni hefur ætíð verið sá að konur og karlar nytu fullkomins jafnréttis á öllum sviðum þjóðfélagsins. Á undanförnum dögum hefur bæði skipan dómnefndar til þess að meta hæfni umsækjenda um embætti dómara, skv. 1. mgr. 4. gr. a laga nr. 15/1998 um dómstóla, og niðurstaða nefndarinnar um hæfni þeirra einstaklinga er sóttu um embættið vakið verðskuldaða athygli. Nefnd, sem eingöngu er skipuð körlum, kemst að þeirri niðurstöðu að annar karlanna af þremur hæfum umsækjendum um embætti hæstaréttardómara sé hæfastur til að gegna embættinu og þar með hæfari en eina konan sem sótti um. Hin karllæga skipun nefndarinnar er réttlætt með því að jafnréttislög taki ekki til nefndar þessarar. Fastskipaðir hæstaréttardómarar eru nú 8 karlar og 1 kona. Þessi túlkun laga um dómstóla og jafnréttislög getur ekki gengið upp. Hér þarf engin flókin lagarök. Það er svo sjálfsagt að jafnréttislög gildi um öll svið samfélagsins að það er hafið yfir allan vafa enda verður að túlka lög í samræmi við tilgang þeirra. Það má heldur ekki gleymast að lögin eiga að þjóna samfélaginu, samfélagi hér á Íslandi þar sem karlar og konur eiga að njóta fullkomins jafnréttis. Önnur túlkun laganna er andstæð heilbrigðri skynsemi og ákvæðum stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna. Það hefur reynst erfitt að finna heppilega aðferð við skipan dómara. Að láta slíkt vald algerlega í hendur stjórnmálamanna tryggir ekki sjálfstæði dómstólanna. Að láta dómendum það sjálfum í hendur, sem er sú leið sem farin hefur verið frá 2010, hefur heldur ekki reynst gallalaus.Endurspegli samfélagið Í lögunum er þó sá varnagli að ráðherra getur borið málið undir Alþingi. Hafi einhvern tíma verið ástæða til að nota þá heimild er hún nú fyrir hendi. Skipan æðsta dómstóls landsins verður að endurspegla það samfélag sem við búum í. Langt er síðan hlutföll kynjanna í laganámi urðu jöfn og á undanförnum áratugum hefur fjöldi kvenna lokið laganámi og öðlast starfsreynslu sem er fyllilega sambærileg reynslu karla. Því er enginn hörgull á konum sem eru hæfar til að taka sæti í nefnd um dómarastörf og til að gegna embætti hæstaréttardómara. Það kynjamisrétti sem í þessu máli hefur komið skýrt í ljós er síst til þess fallið að auka traust almennings á dómstólum, en hvergi á Norðurlöndum ber almenningur jafnlítið traust til dómstóla og á Íslandi. Það er von okkar að löggjafi og framkvæmdarvald sýni í verki að á Íslandi sé jafnrétti kvenna og karla tryggt í reynd með því að gera nauðsynlegar breytingar á ákvæðum um skipan dómara í dómstólalögum sem tryggi eðlilega skipan nefndar um dómarastörf og láti reyna á ákvæði núgildandi laga um aðkomu Alþingis við skipan dómara. 100 ára afmælis þess mikilvæga áfanga að konur á Íslandi fengu kosningarétt verður ekki betur minnst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú í ár hefur þess verið minnst að 100 ár eru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Jafnframt eru tæp 40 ár síðan fyrst voru sett hér lög um jafnrétti karla og kvenna. Tilgangur laga um það efni hefur ætíð verið sá að konur og karlar nytu fullkomins jafnréttis á öllum sviðum þjóðfélagsins. Á undanförnum dögum hefur bæði skipan dómnefndar til þess að meta hæfni umsækjenda um embætti dómara, skv. 1. mgr. 4. gr. a laga nr. 15/1998 um dómstóla, og niðurstaða nefndarinnar um hæfni þeirra einstaklinga er sóttu um embættið vakið verðskuldaða athygli. Nefnd, sem eingöngu er skipuð körlum, kemst að þeirri niðurstöðu að annar karlanna af þremur hæfum umsækjendum um embætti hæstaréttardómara sé hæfastur til að gegna embættinu og þar með hæfari en eina konan sem sótti um. Hin karllæga skipun nefndarinnar er réttlætt með því að jafnréttislög taki ekki til nefndar þessarar. Fastskipaðir hæstaréttardómarar eru nú 8 karlar og 1 kona. Þessi túlkun laga um dómstóla og jafnréttislög getur ekki gengið upp. Hér þarf engin flókin lagarök. Það er svo sjálfsagt að jafnréttislög gildi um öll svið samfélagsins að það er hafið yfir allan vafa enda verður að túlka lög í samræmi við tilgang þeirra. Það má heldur ekki gleymast að lögin eiga að þjóna samfélaginu, samfélagi hér á Íslandi þar sem karlar og konur eiga að njóta fullkomins jafnréttis. Önnur túlkun laganna er andstæð heilbrigðri skynsemi og ákvæðum stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna. Það hefur reynst erfitt að finna heppilega aðferð við skipan dómara. Að láta slíkt vald algerlega í hendur stjórnmálamanna tryggir ekki sjálfstæði dómstólanna. Að láta dómendum það sjálfum í hendur, sem er sú leið sem farin hefur verið frá 2010, hefur heldur ekki reynst gallalaus.Endurspegli samfélagið Í lögunum er þó sá varnagli að ráðherra getur borið málið undir Alþingi. Hafi einhvern tíma verið ástæða til að nota þá heimild er hún nú fyrir hendi. Skipan æðsta dómstóls landsins verður að endurspegla það samfélag sem við búum í. Langt er síðan hlutföll kynjanna í laganámi urðu jöfn og á undanförnum áratugum hefur fjöldi kvenna lokið laganámi og öðlast starfsreynslu sem er fyllilega sambærileg reynslu karla. Því er enginn hörgull á konum sem eru hæfar til að taka sæti í nefnd um dómarastörf og til að gegna embætti hæstaréttardómara. Það kynjamisrétti sem í þessu máli hefur komið skýrt í ljós er síst til þess fallið að auka traust almennings á dómstólum, en hvergi á Norðurlöndum ber almenningur jafnlítið traust til dómstóla og á Íslandi. Það er von okkar að löggjafi og framkvæmdarvald sýni í verki að á Íslandi sé jafnrétti kvenna og karla tryggt í reynd með því að gera nauðsynlegar breytingar á ákvæðum um skipan dómara í dómstólalögum sem tryggi eðlilega skipan nefndar um dómarastörf og láti reyna á ákvæði núgildandi laga um aðkomu Alþingis við skipan dómara. 100 ára afmælis þess mikilvæga áfanga að konur á Íslandi fengu kosningarétt verður ekki betur minnst.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar