Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar 16. október 2025 18:02 Börnum sem njóta stöðugleika og fagmennsku í leikskólastarfi líður betur, þau læra meira og dafna í námi. Fagmennska kennara er lykilþáttur í velferð barna og ungmenna og tryggir að þau fái kennslu og stuðning sem byggir á trausti, jafnræði og þekkingu. Lengi hefur verið bent á hvað mætti betur fara í rekstri leikskóla og samtal við sveitarfélög hefur ekki alltaf skilað tilætluðum árangri. Álag vegna starfsmannahalds í leikskólum, einna helst vegna styttingar vinnuviku starfsmanna án þess að skerða þjónustu, er að gera út af við stjórnendur, kennara og leiðbeinendur leikskóla. Styttingin hefur einnig slæm áhrif á foreldra vegna fáliðunarstefnu sem sett er á til að tryggja öryggi barna og starfsmanna. Allt þetta og meira til bitnar að lokum alltaf á börnunum. Aukinn stöðugleiki í skólastarfinu Nú er mikið rætt um aðgerðir sveitarfélaga sem hafa miðað að því að bæta náms- og starfsaðstæður barna og kennara, sérstaklega til að koma til móts við styttingu vinnuviku starfsmanna. Kópavogur með „Kópavogsmódelið“ var sveitarfélagið sem tók af skarið og fór í markvissar aðgerðir til að bæta náms- og starfsaðstæður. Aðgerðir sem hafa aukið stöðugleika í starfsmannahaldi og hafa styrkt faglegt starf, sem foreldrar, starfsfólk og stjórnendur hafa fundið vel fyrir. Önnur sveitarfélög hafa fylgt í kjölfarið, með góðum árangri. Breytingar af sama meiði hafa verið gerðar hjá Akureyrarbæ, Garðabæ, Hafnarfirði og Árborg . Nú er ætlunin að Reykjavíkurborg bætist í hópinn. Skólastjórnendur og skólafólk í leikskólum borgarinnar hefur fagnað áætlun Reykjavíkurborgar og bindur vonir við að aðgerðirnar komi til móts við gríðarlegt álag sem skapast hefur síðustu ár vegna starfsmannamála – sem aftur er vegna styttingar vinnuviku starfsmanna. Starfsfólk vinnur 36 klukkustundir á viku en á sama tíma er skólavika nær allra barna á bilinu 40 til 42,5 klukkustundir á viku. Þetta gengur ekki upp og á það hefur ítrekað verið bent. Reynsla þeirra sveitarfélaga sem þegar hafa farið í ofangreindar aðgerðir með það að markmiði að styrkja faglegt starf, og stuðla að stöðugleika með bættum náms- og starfsaðstæðum, vekja vonir fyrir stjórnendur, kennara og starfsfólk leikskóla Reykjavíkur. Aukin gæði og minna álag Niðurstöður rannsóknarinnar „Breytingar á rekstrarumhverfi leikskóla“ sem Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor við HA, og Svava Björg Mörk, dósent við HÍ, gerðu 2024 og 2025, sýnir að skólatími barna í leikskólum Kópavogs og Akureyrarbæjar leiddi af sér meiri gæði í skólastarfi og hægt var að sinna námi og umönnun barna betur en áður. Í sömu rannsókn kom einnig í ljós að ástandið í leikskólunum hafði verið „þungt“ áður en til breytinganna kom. Hóparnir sem rætt var við töluðu allir um mikið álag og erfiðar starfsaðstæður. Skólastjórnendur og deildarstjórar tengdu þessa orðræðu meðal annars við styttingu vinnuvikunnar sem gat haft í för með sér undirmönnum með tilheyrandi áhrifum á skólastarfið og með líka á líðan starfsfólks og barna. Reynslan sýnir þannig að aðgerðir á borð við þær sem Kópavogur, og fleiri sveitarfélög, hafa farið í hafa haft jákvæð áhrif á stöðugleika, skipulag skólastarfs, gæði náms og ekki síst hafa þær komið til móts við þann aðkallandi vanda sem stytting vinnuviku starfsfólks leikskóla hafði haft í för með sér. Kópavogsbær lagði í lok árs 2023 fram könnun fyrir starfsfólk leikskóla bæjarins og foreldra leikskólabarna á áhrifum verkefnisins „Börnin í fyrsta sæti“ eða Kópavogsmódelið. Helstu niðurstöður voru þessar: 63% starfsmanna voru sammála og mjög sammála um að verkefnið hefði dregið úr álagi í starfi. 13% voru ósammála eða mjög ósammála því. 62% starfsmanna voru sammála eða mjög sammála því að verkefnið hefði skapað betri starfsanda. Tæplega 10% starfsmanna voru ósammála eða mjög ósammála því. 53% starfsmanna voru sammála eða mjög sammála fullyrðingunni að verkefnið hefði styrkt faglegt starf. 10% starfsmanna voru því ósammála eða mjög ósammála. Þetta eru nokkur svör sem dæmi um viðhorf þeirra sem voru spurðir. Hægt er að kynna sér niðurstöður könnunarinnar á vef Kópavogsbæjar. Framtíðin byggir á mannauði Mótum framtíðina saman, með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri og eiga bjartari framtíð. Það er ekki aðeins hagsmunamál hvers barns, heldur alls samfélagsins. Framtíð Íslands byggir á mannauðinum – unga fólkinu sem á eftir að láta drauma sína rætast. Saman getum við skapað skilyrði þar sem menntun, fagmennska og stöðugleiki eru í forgrunni – á því ferðalagi leika stjórnendur leikskóla og kennarar lykilhlutverk. Höfundur er formaður Félags stjórnenda leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Börnum sem njóta stöðugleika og fagmennsku í leikskólastarfi líður betur, þau læra meira og dafna í námi. Fagmennska kennara er lykilþáttur í velferð barna og ungmenna og tryggir að þau fái kennslu og stuðning sem byggir á trausti, jafnræði og þekkingu. Lengi hefur verið bent á hvað mætti betur fara í rekstri leikskóla og samtal við sveitarfélög hefur ekki alltaf skilað tilætluðum árangri. Álag vegna starfsmannahalds í leikskólum, einna helst vegna styttingar vinnuviku starfsmanna án þess að skerða þjónustu, er að gera út af við stjórnendur, kennara og leiðbeinendur leikskóla. Styttingin hefur einnig slæm áhrif á foreldra vegna fáliðunarstefnu sem sett er á til að tryggja öryggi barna og starfsmanna. Allt þetta og meira til bitnar að lokum alltaf á börnunum. Aukinn stöðugleiki í skólastarfinu Nú er mikið rætt um aðgerðir sveitarfélaga sem hafa miðað að því að bæta náms- og starfsaðstæður barna og kennara, sérstaklega til að koma til móts við styttingu vinnuviku starfsmanna. Kópavogur með „Kópavogsmódelið“ var sveitarfélagið sem tók af skarið og fór í markvissar aðgerðir til að bæta náms- og starfsaðstæður. Aðgerðir sem hafa aukið stöðugleika í starfsmannahaldi og hafa styrkt faglegt starf, sem foreldrar, starfsfólk og stjórnendur hafa fundið vel fyrir. Önnur sveitarfélög hafa fylgt í kjölfarið, með góðum árangri. Breytingar af sama meiði hafa verið gerðar hjá Akureyrarbæ, Garðabæ, Hafnarfirði og Árborg . Nú er ætlunin að Reykjavíkurborg bætist í hópinn. Skólastjórnendur og skólafólk í leikskólum borgarinnar hefur fagnað áætlun Reykjavíkurborgar og bindur vonir við að aðgerðirnar komi til móts við gríðarlegt álag sem skapast hefur síðustu ár vegna starfsmannamála – sem aftur er vegna styttingar vinnuviku starfsmanna. Starfsfólk vinnur 36 klukkustundir á viku en á sama tíma er skólavika nær allra barna á bilinu 40 til 42,5 klukkustundir á viku. Þetta gengur ekki upp og á það hefur ítrekað verið bent. Reynsla þeirra sveitarfélaga sem þegar hafa farið í ofangreindar aðgerðir með það að markmiði að styrkja faglegt starf, og stuðla að stöðugleika með bættum náms- og starfsaðstæðum, vekja vonir fyrir stjórnendur, kennara og starfsfólk leikskóla Reykjavíkur. Aukin gæði og minna álag Niðurstöður rannsóknarinnar „Breytingar á rekstrarumhverfi leikskóla“ sem Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor við HA, og Svava Björg Mörk, dósent við HÍ, gerðu 2024 og 2025, sýnir að skólatími barna í leikskólum Kópavogs og Akureyrarbæjar leiddi af sér meiri gæði í skólastarfi og hægt var að sinna námi og umönnun barna betur en áður. Í sömu rannsókn kom einnig í ljós að ástandið í leikskólunum hafði verið „þungt“ áður en til breytinganna kom. Hóparnir sem rætt var við töluðu allir um mikið álag og erfiðar starfsaðstæður. Skólastjórnendur og deildarstjórar tengdu þessa orðræðu meðal annars við styttingu vinnuvikunnar sem gat haft í för með sér undirmönnum með tilheyrandi áhrifum á skólastarfið og með líka á líðan starfsfólks og barna. Reynslan sýnir þannig að aðgerðir á borð við þær sem Kópavogur, og fleiri sveitarfélög, hafa farið í hafa haft jákvæð áhrif á stöðugleika, skipulag skólastarfs, gæði náms og ekki síst hafa þær komið til móts við þann aðkallandi vanda sem stytting vinnuviku starfsfólks leikskóla hafði haft í för með sér. Kópavogsbær lagði í lok árs 2023 fram könnun fyrir starfsfólk leikskóla bæjarins og foreldra leikskólabarna á áhrifum verkefnisins „Börnin í fyrsta sæti“ eða Kópavogsmódelið. Helstu niðurstöður voru þessar: 63% starfsmanna voru sammála og mjög sammála um að verkefnið hefði dregið úr álagi í starfi. 13% voru ósammála eða mjög ósammála því. 62% starfsmanna voru sammála eða mjög sammála því að verkefnið hefði skapað betri starfsanda. Tæplega 10% starfsmanna voru ósammála eða mjög ósammála því. 53% starfsmanna voru sammála eða mjög sammála fullyrðingunni að verkefnið hefði styrkt faglegt starf. 10% starfsmanna voru því ósammála eða mjög ósammála. Þetta eru nokkur svör sem dæmi um viðhorf þeirra sem voru spurðir. Hægt er að kynna sér niðurstöður könnunarinnar á vef Kópavogsbæjar. Framtíðin byggir á mannauði Mótum framtíðina saman, með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri og eiga bjartari framtíð. Það er ekki aðeins hagsmunamál hvers barns, heldur alls samfélagsins. Framtíð Íslands byggir á mannauðinum – unga fólkinu sem á eftir að láta drauma sína rætast. Saman getum við skapað skilyrði þar sem menntun, fagmennska og stöðugleiki eru í forgrunni – á því ferðalagi leika stjórnendur leikskóla og kennarar lykilhlutverk. Höfundur er formaður Félags stjórnenda leikskóla.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun