Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 15. október 2025 19:02 Borgarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélag þess, Veitur, ætla að stækka mjög girðingar í kringum vatnsverndarsvæði í Heiðmörk og vill breyta skipulagi þannig að akandi verði gert að leggja í þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá vinsælustu útivistarsvæðum Heiðmerkur. Þannig yrði svæðinu í raun lokað fyrir miklum fjölda fólks og ferðum þangað myndi líklega fækka hjá flestum þegar við bætist um sjö kílómetra ganga til og frá áfangastað. Skógræktarfélag Reykjavíkur hélt mjög fróðlegan fund um þessar fyrirhuguðu aðgerðir í vor og vakti þar með umræðu um þetta hagsmunamál borgarbúa. Á fundinum kom skýrt fram hversu mikil verðmæti það eru sem Orkuveitan ætlar með þessu að hafa af borgarbúum. Hagfræðingar mátu þau á 3,1 milljarð króna árið 2013 (5 milljarðar á núvirði), ekki síst vegna þeirra lífsgæða sem svæðið veitir. Við getum ímyndað okkur hversu mikið þessi tala hefur hækkað með fjölgun þeirra sem njóta Heiðmerkur frá því að rannsóknin var gerð. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnandi rannsóknarinnar, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sagði á fundinum að í þessu ljósi væri mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðgengi almennings að Heiðmörk. Sömu áherslu mátti greina í erindi sviðsstjóra lýðheilsusviðs Embættis landlæknis sem sagði að mikilvægt væri að tryggja gott aðgengi að grænum svæðum til að stuðla að betri heilsu, minni streitu og minni heilsufarslegum ójöfnuði. Í pallborðsumræðu vakti Sigurbjörn Rúnar Björnsson, forstöðumaður Virknimiðstöðvar Reykjavikur, einmitt athygli á að fólk á hans vegum, með þroskahömlun eða einhverfu, færi reglulega í Heiðmörk á sumrin í samstarfi við Skógræktarfélagið og kæmi til baka með mjög bætta líðan. Verði Orkuveitunni að ætlun sinni þá verður ekki lengur hægt að bjóða upp á slíkar heilsubótarferðir. Í sömu pallborðsumræðum sagði Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjunkt í útimenntun við Háskóla Íslands, að auðvitað ætti umræðan að snúast um það hvernig aðgengi að Heiðmörk yrði aukið, ekki minnkað. Á Norðurlöndunum væri gengið lengra í veita öllum aðgengi að útivistarsvæðum, sér í lagi fötluðum, og margt væri gert til að hvetja almenning til að nota græn svæði. En í Reykjavík væri eiginlega hvorugt gert og það væri á höndum Skógræktarfélags Reykjavíkur að vernda þessi gæði fyrir almenning. Borgin gerði aftur á móti fátt til að tryggja t.d. að skóla- og frístundastarf sogaðist inn í Heiðmörk, heldur þvert á móti. Það kom síðan skýrt fram í erindi Árna Hjartarsonar, fyrrum jarðfræðings hjá ÍSOR, að hægt væri að verja neysluvatn með öðrum og hófstilltari hætti en Orkuveita Reykjavíkur ætlar sér. Þannig hefði dæling vatns frá svæðum nærri útivistarsvæðum Heiðmerkur farið minnkandi (530 lítrar á sekúndu) en dæling frá Vatnsendakrika ofan útivistarsvæðisins hefði farið vaxandi (220 lítrar á sekúndu). Þá bentu boranir til að sækja mætti mikið vatn í Grenkrika, ofar í landinu, í stað þess vatns sem nú er sótt innan útivistarsvæðis Heiðmerkur. Því fylgdi óneitanlega kostnaður en á móti kæmi að Orkuveitan myndi spara sér dýra girðingavinnu og annan kostnað sem fylgdi lokun Heiðmerkur fyrir almenningi. Þess má geta að samkvæmt kostnaðarmati sem unnið var fyrir Skógræktarfélagið þá gæti það reynst ódýrara að færa vatnsbólin en að girða þau á núverandi stað eins og fyrirhugað er. Árni benti á að auki yrði vatn úr Grenkrika sótt á meira dýpi og því betur varið fyrir mengun en núverandi vatnstökusvæði. Þá væri einnig hægt að sækja meira vatn í land Mosfellsbæjar (300-550 lítrar á sekúndu) auk þess sem hægt væri að tengja betur saman vatnsveitur höfuðborgarsvæðisins og ná þannig auknum sveigjanleika og öryggi í nýtingu vatnsauðlindarinnar. Það eru því fjölmargar aðrar og betri leiðir til vatnsverndar en sú sem Orkuveita Reykjavíkur hefur valið. Það er ljóst að verðmæti Heiðmerkur sem útivistarsvæðis setur þær skyldur á herðar Orkuveitu Reykjavíkur og borgarstjórn að vandað sé miklu betur til verka í skipulagsmálum svæðisins. Því miður hefur fyrirtækið ekki boðið upp á samtal um framtíð Heiðmerkur og tók t.d. ekki þátt í fundi Skógræktarfélagsins. Hvers vegna liggur t.d. ekki fyrir vönduð og hlutlaus valkostagreining þar sem kostnaður við lokun Heiðmerkur er borinn saman við flutning vatnstökusvæðisins. Hingað til hefur meirihluti borgarstjórnar látið duga að fjalla um málið í svartholi skipulagsferla, enda sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og stjórnarkona í Skógræktarfélaginu, á umræddum fundi að það væri skrítið að eiga við stjórnvöld sem neituðu að taka þátt í samtali við borgarbúa. Það verður gengið til kosninga í vor og þá gefst borgarbúum tækifæri til að lýsa afstöðu sinni til þessa máls með atkvæði sínu. Hingað til hefur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins einn lýst því yfir að almenningur eigi áfram að hafa óskertan aðgang að Heiðmörk. Vonandi taka fleiri flokkar upp þá stefnu. Höfundur er umhverfisfræðingur og áhugamaður um náttúruvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Reykjavík Umhverfismál Vatnsvernd í Heiðmörk Heiðmörk Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Borgarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélag þess, Veitur, ætla að stækka mjög girðingar í kringum vatnsverndarsvæði í Heiðmörk og vill breyta skipulagi þannig að akandi verði gert að leggja í þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá vinsælustu útivistarsvæðum Heiðmerkur. Þannig yrði svæðinu í raun lokað fyrir miklum fjölda fólks og ferðum þangað myndi líklega fækka hjá flestum þegar við bætist um sjö kílómetra ganga til og frá áfangastað. Skógræktarfélag Reykjavíkur hélt mjög fróðlegan fund um þessar fyrirhuguðu aðgerðir í vor og vakti þar með umræðu um þetta hagsmunamál borgarbúa. Á fundinum kom skýrt fram hversu mikil verðmæti það eru sem Orkuveitan ætlar með þessu að hafa af borgarbúum. Hagfræðingar mátu þau á 3,1 milljarð króna árið 2013 (5 milljarðar á núvirði), ekki síst vegna þeirra lífsgæða sem svæðið veitir. Við getum ímyndað okkur hversu mikið þessi tala hefur hækkað með fjölgun þeirra sem njóta Heiðmerkur frá því að rannsóknin var gerð. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnandi rannsóknarinnar, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sagði á fundinum að í þessu ljósi væri mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðgengi almennings að Heiðmörk. Sömu áherslu mátti greina í erindi sviðsstjóra lýðheilsusviðs Embættis landlæknis sem sagði að mikilvægt væri að tryggja gott aðgengi að grænum svæðum til að stuðla að betri heilsu, minni streitu og minni heilsufarslegum ójöfnuði. Í pallborðsumræðu vakti Sigurbjörn Rúnar Björnsson, forstöðumaður Virknimiðstöðvar Reykjavikur, einmitt athygli á að fólk á hans vegum, með þroskahömlun eða einhverfu, færi reglulega í Heiðmörk á sumrin í samstarfi við Skógræktarfélagið og kæmi til baka með mjög bætta líðan. Verði Orkuveitunni að ætlun sinni þá verður ekki lengur hægt að bjóða upp á slíkar heilsubótarferðir. Í sömu pallborðsumræðum sagði Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjunkt í útimenntun við Háskóla Íslands, að auðvitað ætti umræðan að snúast um það hvernig aðgengi að Heiðmörk yrði aukið, ekki minnkað. Á Norðurlöndunum væri gengið lengra í veita öllum aðgengi að útivistarsvæðum, sér í lagi fötluðum, og margt væri gert til að hvetja almenning til að nota græn svæði. En í Reykjavík væri eiginlega hvorugt gert og það væri á höndum Skógræktarfélags Reykjavíkur að vernda þessi gæði fyrir almenning. Borgin gerði aftur á móti fátt til að tryggja t.d. að skóla- og frístundastarf sogaðist inn í Heiðmörk, heldur þvert á móti. Það kom síðan skýrt fram í erindi Árna Hjartarsonar, fyrrum jarðfræðings hjá ÍSOR, að hægt væri að verja neysluvatn með öðrum og hófstilltari hætti en Orkuveita Reykjavíkur ætlar sér. Þannig hefði dæling vatns frá svæðum nærri útivistarsvæðum Heiðmerkur farið minnkandi (530 lítrar á sekúndu) en dæling frá Vatnsendakrika ofan útivistarsvæðisins hefði farið vaxandi (220 lítrar á sekúndu). Þá bentu boranir til að sækja mætti mikið vatn í Grenkrika, ofar í landinu, í stað þess vatns sem nú er sótt innan útivistarsvæðis Heiðmerkur. Því fylgdi óneitanlega kostnaður en á móti kæmi að Orkuveitan myndi spara sér dýra girðingavinnu og annan kostnað sem fylgdi lokun Heiðmerkur fyrir almenningi. Þess má geta að samkvæmt kostnaðarmati sem unnið var fyrir Skógræktarfélagið þá gæti það reynst ódýrara að færa vatnsbólin en að girða þau á núverandi stað eins og fyrirhugað er. Árni benti á að auki yrði vatn úr Grenkrika sótt á meira dýpi og því betur varið fyrir mengun en núverandi vatnstökusvæði. Þá væri einnig hægt að sækja meira vatn í land Mosfellsbæjar (300-550 lítrar á sekúndu) auk þess sem hægt væri að tengja betur saman vatnsveitur höfuðborgarsvæðisins og ná þannig auknum sveigjanleika og öryggi í nýtingu vatnsauðlindarinnar. Það eru því fjölmargar aðrar og betri leiðir til vatnsverndar en sú sem Orkuveita Reykjavíkur hefur valið. Það er ljóst að verðmæti Heiðmerkur sem útivistarsvæðis setur þær skyldur á herðar Orkuveitu Reykjavíkur og borgarstjórn að vandað sé miklu betur til verka í skipulagsmálum svæðisins. Því miður hefur fyrirtækið ekki boðið upp á samtal um framtíð Heiðmerkur og tók t.d. ekki þátt í fundi Skógræktarfélagsins. Hvers vegna liggur t.d. ekki fyrir vönduð og hlutlaus valkostagreining þar sem kostnaður við lokun Heiðmerkur er borinn saman við flutning vatnstökusvæðisins. Hingað til hefur meirihluti borgarstjórnar látið duga að fjalla um málið í svartholi skipulagsferla, enda sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og stjórnarkona í Skógræktarfélaginu, á umræddum fundi að það væri skrítið að eiga við stjórnvöld sem neituðu að taka þátt í samtali við borgarbúa. Það verður gengið til kosninga í vor og þá gefst borgarbúum tækifæri til að lýsa afstöðu sinni til þessa máls með atkvæði sínu. Hingað til hefur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins einn lýst því yfir að almenningur eigi áfram að hafa óskertan aðgang að Heiðmörk. Vonandi taka fleiri flokkar upp þá stefnu. Höfundur er umhverfisfræðingur og áhugamaður um náttúruvernd.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar