Bolvíkingar bregðast við bankaflutningi: Vilja þjónustumiðstöð í húsnæðið við Aðalstræti Bjarki Ármannsson skrifar 22. september 2015 00:05 Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt áætlun um að bjóða Landsbankanum, Íslandspósti og sýslumanni Vestfjarða samstarf. Vísir/Pjetur Bæjarráð Bolungarvíkur samþykkti á fundi sínum í kvöld áætlun um að koma upp þjónustumiðstöð í núverandi húsnæði Landsbankans, sem hyggst loka útibúi sínu þar í bæ. Bæjarstjóra er samkvæmt áætluninni falið að hafa samband við Landsbankann, Íslandspóst og sýslumanninn á Vestfjörðum og óska eftir viðræðum um hugsanlegt samstarf í húsnæðinu. Húsnæði Landsbankans í Bolungarvík er nú á jarðhæð hússins við Aðalstræti 12 en á efri hæð sama húss eru bæjarskrifstofur Bolungarvíkur og starfsemi á vegum sýslumannsins. Samkvæmt áætluninni verða möguleikar kannaðir á „makaskiptum“ við Landsbankann þannig að bærinn myndi flytja skrifstofur sínar á jarðhæðina. Þar yrði starfrækt þjónustumiðstöð í samstarfi við ofangreinda aðila. Til stendur að bjóða Landsbankanum að starfa áfram í miðstöðinni og bjóða upp á gjaldkera- og hraðbankaþjónustu auk þjónustu þjónustufulltrúa bankans. Í samþykkt bæjarráðs segir að þjónustu bankans yrði þróuð áfram í sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu þannig að fullrar hagkvæmni væri gætt. Á efri hæð hússins, þar sem bæjarskrifstofurnar eru nú, kæmi ný starfsemi af einhverjum toga. Í samþykkt bæjarráðs segir að þar verði sérstaklega horft til þess að fá starfsemi á vegum ríkisins í húsið, enda hafi Bolvíkingar „þegar lagt mörg lóð á vogarskálarnar í hagræðingu hjá ríkinu með flutningi starfa úr bæjarfélaginu og eðlilegt að gerð sé krafa um að eitthvað komi þar í staðinn.“ Tengdar fréttir Ísafjarðarbær segir aðgerðir Landsbankans harkalegar Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gagnrýnir fyrirhugaðar lokanir starfstöðva Landsbankans á Vestfjörðum. 21. september 2015 11:39 Jarðarför útibúanna á Vestfjörðum fer fram á fimmtudag Mikil reiði er á Vestfjörðum vegna lokunar útibúa Landsbankans og hóta íbúar að flytja viðskipti sín annað. 21. september 2015 14:19 Ellefu missa vinnuna við lokun útibúa Landsbankans Landsbankinn lokar í Bolungarvík, á Suðureyri og Þingeyri. 18. september 2015 16:31 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Bæjarráð Bolungarvíkur samþykkti á fundi sínum í kvöld áætlun um að koma upp þjónustumiðstöð í núverandi húsnæði Landsbankans, sem hyggst loka útibúi sínu þar í bæ. Bæjarstjóra er samkvæmt áætluninni falið að hafa samband við Landsbankann, Íslandspóst og sýslumanninn á Vestfjörðum og óska eftir viðræðum um hugsanlegt samstarf í húsnæðinu. Húsnæði Landsbankans í Bolungarvík er nú á jarðhæð hússins við Aðalstræti 12 en á efri hæð sama húss eru bæjarskrifstofur Bolungarvíkur og starfsemi á vegum sýslumannsins. Samkvæmt áætluninni verða möguleikar kannaðir á „makaskiptum“ við Landsbankann þannig að bærinn myndi flytja skrifstofur sínar á jarðhæðina. Þar yrði starfrækt þjónustumiðstöð í samstarfi við ofangreinda aðila. Til stendur að bjóða Landsbankanum að starfa áfram í miðstöðinni og bjóða upp á gjaldkera- og hraðbankaþjónustu auk þjónustu þjónustufulltrúa bankans. Í samþykkt bæjarráðs segir að þjónustu bankans yrði þróuð áfram í sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu þannig að fullrar hagkvæmni væri gætt. Á efri hæð hússins, þar sem bæjarskrifstofurnar eru nú, kæmi ný starfsemi af einhverjum toga. Í samþykkt bæjarráðs segir að þar verði sérstaklega horft til þess að fá starfsemi á vegum ríkisins í húsið, enda hafi Bolvíkingar „þegar lagt mörg lóð á vogarskálarnar í hagræðingu hjá ríkinu með flutningi starfa úr bæjarfélaginu og eðlilegt að gerð sé krafa um að eitthvað komi þar í staðinn.“
Tengdar fréttir Ísafjarðarbær segir aðgerðir Landsbankans harkalegar Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gagnrýnir fyrirhugaðar lokanir starfstöðva Landsbankans á Vestfjörðum. 21. september 2015 11:39 Jarðarför útibúanna á Vestfjörðum fer fram á fimmtudag Mikil reiði er á Vestfjörðum vegna lokunar útibúa Landsbankans og hóta íbúar að flytja viðskipti sín annað. 21. september 2015 14:19 Ellefu missa vinnuna við lokun útibúa Landsbankans Landsbankinn lokar í Bolungarvík, á Suðureyri og Þingeyri. 18. september 2015 16:31 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Ísafjarðarbær segir aðgerðir Landsbankans harkalegar Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gagnrýnir fyrirhugaðar lokanir starfstöðva Landsbankans á Vestfjörðum. 21. september 2015 11:39
Jarðarför útibúanna á Vestfjörðum fer fram á fimmtudag Mikil reiði er á Vestfjörðum vegna lokunar útibúa Landsbankans og hóta íbúar að flytja viðskipti sín annað. 21. september 2015 14:19
Ellefu missa vinnuna við lokun útibúa Landsbankans Landsbankinn lokar í Bolungarvík, á Suðureyri og Þingeyri. 18. september 2015 16:31