Innlent

Landsbankinn tekur jákvætt í hugmyndir Bolvíkinga

Birgir Olgeirsson skrifar
Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt áætlun um að bjóða Landsbankanum, Íslandspósti og sýslumanni Vestfjarða samstarf.
Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt áætlun um að bjóða Landsbankanum, Íslandspósti og sýslumanni Vestfjarða samstarf. Vísir/Pjetur
Landsbankinn er reiðubúinn að skoða hugmyndir bæjarstjórnar Bolungarvíkur um að bankinn taki þátt í að koma á fót þjónustumiðstöð í útibúi bankans í bæjarfélaginu þar sem yrði boðið upp á bankaþjónustu auk annars. 



Bæjarráð Bolungarvíkur sendi frá sér aðgerðaáætlun í gær vegna fyrirhugaðar sameiningar útibúa Landsbankans í Bolungarvík og á Suðureyri og Þingeyri við útibú Landsbankans á Ísafirði. Bæjarstjóri Bolungarvíkur átti fund með fulltrúum bankans í morgun þar sem þessi áætlun var viðruð.

Landsbankinn segir í tilkynningu til fjölmiðla að hann sé reiðubúinn að skoða þessa hugmynd og telur að gjaldkeraþjónusta henti vel sem hluti af framtíðarrekstri þjónustumiðstöðvar.

Sjá tilkynninguna í heild hér fyrir neðan:

Landsbankanum bárust mánudagskvöldið 21.9.  hugmyndir bæjarstjórnar Bolungarvíkur um að bankinn taki þátt í að koma á fót þjónustumiðstöð í útibúi bankans að Aðalstræti 12, þar sem boðið yrði upp á bankaþjónustu auk annars.  Strax að morgni þriðjudags átti bankinn viðræður við bæjarstjóra Bolungarvíkur um málið.

Ástæða erindisins er fyrirhuguð sameining útibús bankans, áður Sparisjóðs Norðurlands, við útibú Landsbankans á Ísafirði, sem til stendur næstkomandi föstudag, 25. september.

Landsbankinn er reiðubúinn að skoða þessa hugmynd og telur að gjaldkeraþjónusta henti vel sem hluti af framtíðarrekstri þjónustumiðstöðvar, þar sem markmiðið er fyrst og fremst að veita grunnþjónustu þeim íbúum Bolungarvíkur sem eiga erfitt með að nýta sér aðrar leiðir til að sækja hana, þ.m.t. að nálgast bankaþjónustu á Ísafirði.

Landsbankinn mun því halda úti gjaldkeraþjónustu í útibúinu til 30. október, en þá ætti að liggja fyrir útfærsla á því hvernig þátttöku annarra  í hugsanlegri þjónustumiðstöð verður háttað.


Tengdar fréttir

Kveðja bankann með blómum og krönsum

Eina bankaútibúi Bolungarvíkur verður lokað á fimmtudag í hagræðingaraðgerðum Landsbankans. Bankinn verður kvaddur á táknrænan máta með blómum og krönsum. Tugir starfa hafa tapast á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×