Enski boltinn

Martial heldur áfram að skora | Öll úrslit kvöldsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martial kemur United í 3-0.
Martial kemur United í 3-0. vísir/getty
Níu leikir fóru fram í 3. umferð enska deildarbikarsins í kvöld.

Mathieu Flamini var hetja Arsenal sem vann erkifjendurna í Tottenham 1-2 á White Hart Lane.

Anthony Martial heldur áfram að slá í gegn en hann skoraði þriðja og síðasta mark Manchester United í 3-0 sigri á Ipswich. Wayne Rooney og Brasilíumaðurinn ungi Andreas Pereira skoruðu hin tvö mörkin.

Chelsea vann öruggan sigur á Walsall og Sheffield Wednesday jók enn á eymd stuðningsmanna Newcastle með 0-1 sigri í leik liðanna á St. James Park.

Jóhann Berg Guðmundsson lék síðasta hálftímann þegar Charlton tapaði 4-1 fyrir Crystal Palace á útivelli. Dwight Gayle skoraði þrennu fyrir Palace.

Þá vann Liverpool D-deildarlið Carlisle United í vítaspyrnukeppni.

Öll úrslit kvöldsins:

Tottenham 1-2 Arsenal

0-1 Mathieu Flamini (26.), 1-1 Calum Chambers, sjálfsmark (56.), 1-2 Flamini (78.).

Man Utd 3-0 Ipswich

1-0 Wayne Rooney (23.), 2-0 Andreas Pereira (60.), 3-0 Anthony Martial (90+2).

Liverpool 1-1 Carlisle (3-2 eftir vítakeppni)

1-0 Danny Ings (24.), 1-1 Derek Asamoah (34.).

Walsall 1-4 Chelsea

0-1 Ramires (10.), 0-2 Loic Remy (41.), 1-2 James O'Connor (45.), 1-3 Kenedy (52.), 1-4 Pedro (90+2).

MK Dons 0-6 Southampton

0-1 Jay Rodríguez (5.), 0-2 Sadio Mane (10.), 0-3 Mane (25.), 0-4 Rodríguez, víti (48.), 0-5 Shane Long (68.), 0-6 Long (75.).

Norwich 3-0 West Brom

1-0 Matt Jarvis (62.), 2-0 Kyle Lafferty (85.), 3-0 Sebastian Pocognoli (90.).

Crystal Palace 4-1 Charlton

1-0 Fraizer Campbell (51.), 2-0 Dwight Gayle, víti (59.), 2-1 Mouhamadou-Naby Sarr (65.), 3-1 Gayle (74.), 4-1 Gayle (86.).

Newcastle 0-1 Sheffield Wednesday

0-1 Lewis McGugan (76.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×