Enski boltinn

Bogdan hetja Liverpool gegn D-deildarliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alberto Moreno og Emre Can fagna Adam Bogdan sem varði þrjár spyrnur í vítakeppninni.
Alberto Moreno og Emre Can fagna Adam Bogdan sem varði þrjár spyrnur í vítakeppninni. vísir/getty
Liverpool þurfti vítaspyrnukeppni til að slá D-deildarlið Carlisle United úr leik í 3. umferð enska deildarbikarsins í kvöld.

Liverpool-menn áttu 47 marktilraunir í leiknum og fengu 19 hornspyrnur en tókst aðeins að skora eitt mark. Það gerði Danny Ings á 23. mínútu eftir sendingu frá Adam Lallana. Þetta var annað mark Ings í tveimur leikjum en hann skoraði einnig í 1-1 jafnteflinu við Norwich á sunnudaginn.

Liverpool hélt forystunni aðeins í 11 mínútur því á 34. mínútu jafnaði hinn 34 ára gamli reynslubolti Derek Asamoah metin.

Fleiri urðu mörkin ekki, hvorki í venjulegum leiktíma né framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar reyndist Adam Bogdan hetja Liverpool en Ungverjinn varði þrjár spyrnur gestanna. Mark Kennedy varði tvær í marki Carlisle en það dugði ekki til. Liverpool vann vítakeppnina 3-2 og er komið áfram í 4. umferð deildarbikarsins.


Tengdar fréttir

Flamini hetja Arsenal | Sjáðu mörkin

Mathieu Flamini var hetja Arsenal sem vann 1-2 sigur á erkifjendum sínum í Tottenham í 3. umferð enska deildarbikarsins í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×