Gylfi pirraður á markaleysinu: Þarf að brjóta ísinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. september 2015 10:45 Gylfi í baráttunni við Jack Colback í leik Swansea og Newcastle. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að það væri farið að fara í taugarnar á honum að hann væri ekki enn kominn á blað eftir sjö leiki með Swansea í upphafi tímabilsins í viðtali við Wales Online í dag. „Þetta er pirrandi en ég veit að það styttist í markið og ef ég legg áfram hart að mér kemur það innan skamms, hvernig sem það kemur. Ég er ennþá með það markmið að skora 10-15 mörk á þessu tímabili og ég veit að ég get það alveg.“ Gylfi var einn af betri leikmönnum Swansea á síðasta tímabili en ásamt því að skora 7 mörk lagði hann upp önnur 10 fyrir liðsfélaga sína. „Ég hef ekki fengið jafn mörg marktækifæri á þessu tímabili og þegar ég hef fengið þau hefur mér ekki tekist að ná að klára þau. Það kom svona kafli á síðasta tímabili líka þar sem ég skoraði ekkert í 6-7 leikjum en ég verð bara að brjóta ísinn í ár.“ Swansea datt nokkuð óvænt út gegn Hull í enska deildarbikarnum í gær en örlítið hikst hefur verið á liðinu eftir góða byrjun á tímabilinu. „Okkur tókst ekki að nýta færin þegar við vorum að stýra leiknum. Við vorum með marga frábæra leikmenn þarna sem áttu að geta unnið þennan leik sem gerir þetta mun meira svekkjandi. Þetta snýst allt um að ná í úrslit og okkur tókst ekki að komast í næstu umferð,“ sagði Gylfi.Gylfi var hársbreidd frá því að brjóta ísinn gegn Manchester United.Vísir/GettyFinnum ekki fyrir aukinni pressu Swansea hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni en næsti leikur liðsins er gegn Southampton á útivelli um helgina. „Við höfum ekki unnið í síðustu þremur leikjum í öllum keppnum. Leikurinn gegn Watford var ekki nægilega góður en stigið gegn Everton var fínt eftir að þeir unnu Chelsea í sömu viku. Við finnum ekki fyrir aukinni pressu fyrir leikinn gegn Southampton en við tökum vonandi þrjú stig úr leiknum.“ Gylfi sagði að það væri enn markmið liðsins að bæta árangur síðasta tímabils þegar Swansea endaði í 8. sæti með 56 stig. „Við erum með væntingar til okkar sem leikmanna og við viljum gera betur en á síðasta tímabili. Það verður vissulega erfitt að bæta góðan árangur síðasta tímabils en það er möguleiki á því. Liðið er betur mannað en á síðasta tímabili svo ég sé ekki afhverju við ættum ekki að geta betur.“ Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að það væri farið að fara í taugarnar á honum að hann væri ekki enn kominn á blað eftir sjö leiki með Swansea í upphafi tímabilsins í viðtali við Wales Online í dag. „Þetta er pirrandi en ég veit að það styttist í markið og ef ég legg áfram hart að mér kemur það innan skamms, hvernig sem það kemur. Ég er ennþá með það markmið að skora 10-15 mörk á þessu tímabili og ég veit að ég get það alveg.“ Gylfi var einn af betri leikmönnum Swansea á síðasta tímabili en ásamt því að skora 7 mörk lagði hann upp önnur 10 fyrir liðsfélaga sína. „Ég hef ekki fengið jafn mörg marktækifæri á þessu tímabili og þegar ég hef fengið þau hefur mér ekki tekist að ná að klára þau. Það kom svona kafli á síðasta tímabili líka þar sem ég skoraði ekkert í 6-7 leikjum en ég verð bara að brjóta ísinn í ár.“ Swansea datt nokkuð óvænt út gegn Hull í enska deildarbikarnum í gær en örlítið hikst hefur verið á liðinu eftir góða byrjun á tímabilinu. „Okkur tókst ekki að nýta færin þegar við vorum að stýra leiknum. Við vorum með marga frábæra leikmenn þarna sem áttu að geta unnið þennan leik sem gerir þetta mun meira svekkjandi. Þetta snýst allt um að ná í úrslit og okkur tókst ekki að komast í næstu umferð,“ sagði Gylfi.Gylfi var hársbreidd frá því að brjóta ísinn gegn Manchester United.Vísir/GettyFinnum ekki fyrir aukinni pressu Swansea hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni en næsti leikur liðsins er gegn Southampton á útivelli um helgina. „Við höfum ekki unnið í síðustu þremur leikjum í öllum keppnum. Leikurinn gegn Watford var ekki nægilega góður en stigið gegn Everton var fínt eftir að þeir unnu Chelsea í sömu viku. Við finnum ekki fyrir aukinni pressu fyrir leikinn gegn Southampton en við tökum vonandi þrjú stig úr leiknum.“ Gylfi sagði að það væri enn markmið liðsins að bæta árangur síðasta tímabils þegar Swansea endaði í 8. sæti með 56 stig. „Við erum með væntingar til okkar sem leikmanna og við viljum gera betur en á síðasta tímabili. Það verður vissulega erfitt að bæta góðan árangur síðasta tímabils en það er möguleiki á því. Liðið er betur mannað en á síðasta tímabili svo ég sé ekki afhverju við ættum ekki að geta betur.“
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira