Enski boltinn

Chelsea bjargaði stigi gegn Newcastle

Stefán Árni Pálsson skrifar
Newcastle á enn eftir að vinna leik í úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Newcastle á enn eftir að vinna leik í úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty
Chelsea og Newcastle gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram St. James Park í Newcaste.

Newcastle byrjaði leikinn betur og komst liðið í 2-0. Varnarleikur Chelsea í báðum mörkunum var skelfilegur og ekki leit þetta vel út.

Englandsmeistararnir neituðu aftur á móti að gefast upp og náðu að jafna metin með mörkum frá Ramires og Willian.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og er Chelsea með átta stig í 15. sæti deildarinnar. Newcastle er í því næstneðsta með þrjú stig. Ekki enn unnið leik á tímabilinu.

Newcastle kemst yfir


2-0 fyrir Newcastle


Newcastle 2-1 Chelsea


Newcastle 2-2 Chelsea





Fleiri fréttir

Sjá meira


×