Enski boltinn

Pelé: Myndi frekar spila fyrir Arsenal en Chelsea

Tómas þór Þórðarson skrifar
Pelé var gestur á leik Liverpool og Manchester United í fyrra.
Pelé var gestur á leik Liverpool og Manchester United í fyrra. vísir/getty
Brasilíska fótboltagoðsögnin Pelé myndi frekar spila fyrir Arsenal en Chelsea væri hann enn að í dag, að hans eigin sögn.

Pelé, sem af mörgum er talinn besti knattspyrnumaður allra tíma, spilaði stærstan hluta ferilsins með Santos í Brasilíu þar sem hann vann deildina sex sinnum og Meistaradeild Suður-Ameríku í tvígang.

Þessi þrefaldi heimsmeistari hefur oft talað um ást sína á Barcelona, en ef hann ætti að velja sér lið á Englandi væri það Arsenal.

„Arsenal væri gott lið að spila fyrir. Ég hef gaman að liðum sem spila opinn og góðan fótbolta. Í dag er erfitt að sjá hvaða lið vilja spila þannig,“ segir Pelé í viðtali við Telegraph.

„Barcelona er líkast Santos-liðinu sem ég spilaði með og spilar næstum eins og brasilíska landsliðið árið 1970,“ segir Pelé, en ef hann ætti að velja á milli Englandsmeistara Chelsea og Arsenal?

„Ef valið stæði á milli þeirra tveggja myndi ég velja Arsenal,“ segir Pelé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×