Enski boltinn

Crystal Palace nældi í stigin þrjú gegn Watford

Stefán Árni Pálsson skrifar
Yohan Cabaye skorar hér úr víti.
Yohan Cabaye skorar hér úr víti. vísir/getty
Crystal Palace vann nokkuð góðan sigur á Watford, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markalaust var í hálfleik og var leikurinn nokkuð bragðdaufur.

Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og allt stefndi í markalaust jafntefli braut Allan Nyom á Wilfred Zaha innan vítateigs og réttilega dæmd vítaspyrna.

Yohan Cabaye steig á punktinn skoraði örugglega úr vítaspyrnunni. Crystal Palace hefur farið nokkuð vel af stað í deildinni og er liðið með 12 stig í sjötta sætinu. Watford er í 13. sæti með níu stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×