Enski boltinn

Shaw verður frá keppni í að minnsta kosti hálft ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Moreno fer hér í tæklinguna sem allir eru að tala um.
Moreno fer hér í tæklinguna sem allir eru að tala um. Vísir/Getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri, Manchester United, segir að bakvörðurinn Luke Shaw verði frá keppni í það minnsta sex mánuði.

Þessi tuttugu ára bakvörður tvífótbrotnaði í leik gegn PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu á dögunum en United tapaði leiknum 2-1.

„Hann verður frá keppni í sex mánuði. Það er erfitt að segja hvernig endurhæfing hans mun ganga,“ segir Van Gaal.

„Þegar hann verður orðin góður, þarf hann auðvitað að komast í leikæfingu og í form.“

Shaw mun líklega missa af Evrópukeppninni með enska landsliðinu næsta sumar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×