Enski boltinn

Bolasie skrifaði undir nýjan samning við Crystal Palace

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/getty
Enska knattspyrnufélagið Crystal Palace hefur gefið út þá yfirlýsingu að félagið hafi gert nýjan samning við  Yannick Bolasie.

Leikmaðurinn hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við klúbbinn.

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir þennan fótboltaklúbb. Hann er ekki bara spennandi leikmaður sem stuðningsmenn okkar elska, heldur er hann einnig frábær manneskja og flottur karakter.“

Palace mæmtir  Watford í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×