Enski boltinn

Mata: Við höfum lært inn á Van Gaal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Juan Mata.
Juan Mata. vísir/getty
Juan Mata, leikmaður Manchester United, segir að leikmenn liðsins séu nú loks að fatta almennilega leikaðferð Louis van Gaal, knattspyrnustjóra liðsins sem tók við United fyrir síðasta tímabil.

Liðið er sem stendur í efsta sæti deildarinnar með 16 stig.

„Það hafa allir knattspyrnustjórar sínar aðferðir og þær eru jafn misjafnar og þeir eru margir,“ segir Mata.

„Hann sagði um leið og hann mætti til félagsins að þetta yrði erfitt, sérstaklega til að byrja með. Ég held að við séum búnir að átta okkur almennilega á hans aðferð, á æfingum og fundum.“

Mata segir að nú sé hans annað tímabil framundan og allir skilji vel hvern annað að þessu sinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×