Innlent

„Á sínum tíma veit maður ekki alveg hvað vakti fyrir mönnum“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Orkuveitan hefur keypt mælana sína aftur af Frumherja.
Orkuveitan hefur keypt mælana sína aftur af Frumherja. Visir/GVA
Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veita ohf., dótturfélags Orkuveitunnar, segist reikna með að fyrirtækið muni spara sér fé með kaupum á mælun sem fyrirtækið leigði af Frumherja um árabil.

„Á sínum tíma veit maður ekki alveg hvað vakti fyrir mönnum en núna þá er alveg ljóst að við teljum að þetta sé betur komið hjá okkur,“ segir hún.

Greiðslur Orkuveitu Reykjavíkur til Frumherja vegna mælaleigu frá árinu 2001 til 2015 námu 5,7 milljörðum króna að núvirði, eða 360 til 420 milljónum króna árlega. Veitur ohf, dótturfyrirtæki orkuveitunnar annaðist kaupin.

Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Veita ohf.
Þurftu að taka afstöðu

Inga Dóra segir að samningur við Frumherja hafi verið að renna út um áramót og þá hafi þurft að ákveða hvort Orkuveitan ættia ð eiga mælana eða bjóða þá út að nýju.

„Það kannski voru fyrst og fremst þrjú atriði sem þá láu til grundavllar. Það er mikil tækniþróun í mælum núna; snjallmælavæðing er að riðja sér til rúms og við vildum stýra þeirri þróun hér milliliðalaust,“ segir hún. 

„Svo mátum við það núna að þetta væri alla vega ekki óhagstæðara og svo er þetta tekjustraumur okkar sem er mældur í þessum mælum og þetta er kannski svolítið svipað og ef bensínstöðvar ættu ekki dælurnar eða mælingar á dælum.“

Milljarðamælar

Orkuveitan hefur nú að fullu eignast mælasafnið að nýju og 15 ára viðskiptasambandi Orkuveitunnar og Frumherja er lokið. Kaupverðið var 1,6 milljarðar króna, en Frumherji keypti mælana á 590 milljónir króna (að núvirði) af Orkuveitunni árið 2001. 

Inga Dóra segir núverandi stjórnendur fyrirtækisins ekki hafa lagt í þá vinnu að greina af hverju sú ákvörðun var tekin á sínum tíma að selja mælana og leigja þá af Frumherja.

„Við fórum ekki í það, að rekja þá ákvörðun, og ákváðum að leggja ekki í þá vinnu að meta það. Við stóðum bara frammi fyrir þeirri staðreynd að samningarnir voru að renna út og það var þó okkar að taka þá ákvörðun, sem við gerðum,“ segir hún.


Tengdar fréttir

OR veit ekki hverju einkavæðing skilaði

Hvorki forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur né dótturfélagsins Veitna treysta sér til að meta hvort einkavæðing á hluta starfsemi OR árið 2001 hafi verið góð hugmynd. OR hefur keypt mælana aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×