Blóð, Bush, Dóri, Davíð Natan Kolbeinsson skrifar 30. september 2015 06:00 Í vikunni fór fram landsfundur Breska Verkamannaflokksins í Brighton á Englandi. Á fundinum mun nýr leiðtogi flokksins, Jeremy Corbin, biðjast afsökunar á þætti Verkamannaflokksins í því að draga Bretland í stríð á fölskum forsendum.Í sjálfu sér ætti það ekki að vera merkilegt fyrir okkur á Íslandi að stjórnmálaflokkur í Bretlandi biðjist afsökunar á því að draga þjóð sína í stríð. Þetta er samt merkilegt að því leyti að það er ekki einungis verið að biðjast afsökunar á því að hafa farið í stríð, heldur einnig á því að hafa tekið þátt í því að skapa það ástand sem ruddi brautina fyrir ISIS, ástandi sem hefur kostað þúsundir saklausra borgara lífið og gert þegar óstöðugt svæði í heiminum ennþá óstöðugra. Þetta er líka merkilegt í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa aldrei beðist afsökunar. Þau hafa aldrei beðist afsökunar á því að vera á lista viljugra þjóða sem studdu morð á saklausu fólki undir því yfirskini að finna gereyðingarvopn sem ekki voru til. Né heldur beðist afsökunar á því að hjálpa til við að skapa þetta ástand í Mið-Austurlöndum. En þar fyrir utan höfum við Íslendingar eða þjóðin sem slík heldur aldrei verið beðin afsökunar því það voru ekki Íslendingar sem samþykktu að vera á lista viljugra þjóða og þjóðin fékk aldrei að taka þátt í umræðu um málið heldur var farið fram hjá þingi og þjóð við þessa ákvörðun og hún var tekin í reykfylltu bakherbergi Dóra og Davíðs. Íslendingar hafa aldrei verið beðnir afsökunar á þeirri alvarlegu misbeitingu á valdi sem þarna átti sér stað og sem sverti mannorð Íslands um ókomna tíð. Aldrei sagði neinn af sér eins og sjálfstæðismenn heimta nú að borgarstjóri geri eftir að borgarstjórn samþykkti að mótmæla fjöldamorðum Ísraela á saklausum Palestínumönnum með því að sniðganga vörur frá Ísrael. Aldrei var Framsókn eða Sjálfstæðisflokki og þessum vinnubrögum þeirra líkt við nazisma eins og minnihlutinn í borgarstjórn kallar nú meirihlutann fyrir þá ákvörðun að standa með mannréttindum og frelsi. Er kannski kominn tími á að við lokum þessum kafla í sögu Íslands með því að þeir flokkar og þeir menn sem báru ábyrgð á þessu biðji þjóðina afsökunar á því að hafa sniðgengið þing og þjóð í ákvörðun sinni?Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin, sem skipuð er sömu flokkum og settu okkar á lista viljugra þjóða, biðjist afsökunar á því að eiga þátt í morðum á saklausu fólki? Er ekki líka kominn tími á það að við hættum að móta utanríkisstefnu okkar út frá peningum og förum að móta hana út frá mannúð og friði?Höfundur er fyrrverandi formaður Hallveigar, Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Í vikunni fór fram landsfundur Breska Verkamannaflokksins í Brighton á Englandi. Á fundinum mun nýr leiðtogi flokksins, Jeremy Corbin, biðjast afsökunar á þætti Verkamannaflokksins í því að draga Bretland í stríð á fölskum forsendum.Í sjálfu sér ætti það ekki að vera merkilegt fyrir okkur á Íslandi að stjórnmálaflokkur í Bretlandi biðjist afsökunar á því að draga þjóð sína í stríð. Þetta er samt merkilegt að því leyti að það er ekki einungis verið að biðjast afsökunar á því að hafa farið í stríð, heldur einnig á því að hafa tekið þátt í því að skapa það ástand sem ruddi brautina fyrir ISIS, ástandi sem hefur kostað þúsundir saklausra borgara lífið og gert þegar óstöðugt svæði í heiminum ennþá óstöðugra. Þetta er líka merkilegt í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa aldrei beðist afsökunar. Þau hafa aldrei beðist afsökunar á því að vera á lista viljugra þjóða sem studdu morð á saklausu fólki undir því yfirskini að finna gereyðingarvopn sem ekki voru til. Né heldur beðist afsökunar á því að hjálpa til við að skapa þetta ástand í Mið-Austurlöndum. En þar fyrir utan höfum við Íslendingar eða þjóðin sem slík heldur aldrei verið beðin afsökunar því það voru ekki Íslendingar sem samþykktu að vera á lista viljugra þjóða og þjóðin fékk aldrei að taka þátt í umræðu um málið heldur var farið fram hjá þingi og þjóð við þessa ákvörðun og hún var tekin í reykfylltu bakherbergi Dóra og Davíðs. Íslendingar hafa aldrei verið beðnir afsökunar á þeirri alvarlegu misbeitingu á valdi sem þarna átti sér stað og sem sverti mannorð Íslands um ókomna tíð. Aldrei sagði neinn af sér eins og sjálfstæðismenn heimta nú að borgarstjóri geri eftir að borgarstjórn samþykkti að mótmæla fjöldamorðum Ísraela á saklausum Palestínumönnum með því að sniðganga vörur frá Ísrael. Aldrei var Framsókn eða Sjálfstæðisflokki og þessum vinnubrögum þeirra líkt við nazisma eins og minnihlutinn í borgarstjórn kallar nú meirihlutann fyrir þá ákvörðun að standa með mannréttindum og frelsi. Er kannski kominn tími á að við lokum þessum kafla í sögu Íslands með því að þeir flokkar og þeir menn sem báru ábyrgð á þessu biðji þjóðina afsökunar á því að hafa sniðgengið þing og þjóð í ákvörðun sinni?Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin, sem skipuð er sömu flokkum og settu okkar á lista viljugra þjóða, biðjist afsökunar á því að eiga þátt í morðum á saklausu fólki? Er ekki líka kominn tími á það að við hættum að móta utanríkisstefnu okkar út frá peningum og förum að móta hana út frá mannúð og friði?Höfundur er fyrrverandi formaður Hallveigar, Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun