Blóð, Bush, Dóri, Davíð Natan Kolbeinsson skrifar 30. september 2015 06:00 Í vikunni fór fram landsfundur Breska Verkamannaflokksins í Brighton á Englandi. Á fundinum mun nýr leiðtogi flokksins, Jeremy Corbin, biðjast afsökunar á þætti Verkamannaflokksins í því að draga Bretland í stríð á fölskum forsendum.Í sjálfu sér ætti það ekki að vera merkilegt fyrir okkur á Íslandi að stjórnmálaflokkur í Bretlandi biðjist afsökunar á því að draga þjóð sína í stríð. Þetta er samt merkilegt að því leyti að það er ekki einungis verið að biðjast afsökunar á því að hafa farið í stríð, heldur einnig á því að hafa tekið þátt í því að skapa það ástand sem ruddi brautina fyrir ISIS, ástandi sem hefur kostað þúsundir saklausra borgara lífið og gert þegar óstöðugt svæði í heiminum ennþá óstöðugra. Þetta er líka merkilegt í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa aldrei beðist afsökunar. Þau hafa aldrei beðist afsökunar á því að vera á lista viljugra þjóða sem studdu morð á saklausu fólki undir því yfirskini að finna gereyðingarvopn sem ekki voru til. Né heldur beðist afsökunar á því að hjálpa til við að skapa þetta ástand í Mið-Austurlöndum. En þar fyrir utan höfum við Íslendingar eða þjóðin sem slík heldur aldrei verið beðin afsökunar því það voru ekki Íslendingar sem samþykktu að vera á lista viljugra þjóða og þjóðin fékk aldrei að taka þátt í umræðu um málið heldur var farið fram hjá þingi og þjóð við þessa ákvörðun og hún var tekin í reykfylltu bakherbergi Dóra og Davíðs. Íslendingar hafa aldrei verið beðnir afsökunar á þeirri alvarlegu misbeitingu á valdi sem þarna átti sér stað og sem sverti mannorð Íslands um ókomna tíð. Aldrei sagði neinn af sér eins og sjálfstæðismenn heimta nú að borgarstjóri geri eftir að borgarstjórn samþykkti að mótmæla fjöldamorðum Ísraela á saklausum Palestínumönnum með því að sniðganga vörur frá Ísrael. Aldrei var Framsókn eða Sjálfstæðisflokki og þessum vinnubrögum þeirra líkt við nazisma eins og minnihlutinn í borgarstjórn kallar nú meirihlutann fyrir þá ákvörðun að standa með mannréttindum og frelsi. Er kannski kominn tími á að við lokum þessum kafla í sögu Íslands með því að þeir flokkar og þeir menn sem báru ábyrgð á þessu biðji þjóðina afsökunar á því að hafa sniðgengið þing og þjóð í ákvörðun sinni?Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin, sem skipuð er sömu flokkum og settu okkar á lista viljugra þjóða, biðjist afsökunar á því að eiga þátt í morðum á saklausu fólki? Er ekki líka kominn tími á það að við hættum að móta utanríkisstefnu okkar út frá peningum og förum að móta hana út frá mannúð og friði?Höfundur er fyrrverandi formaður Hallveigar, Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni fór fram landsfundur Breska Verkamannaflokksins í Brighton á Englandi. Á fundinum mun nýr leiðtogi flokksins, Jeremy Corbin, biðjast afsökunar á þætti Verkamannaflokksins í því að draga Bretland í stríð á fölskum forsendum.Í sjálfu sér ætti það ekki að vera merkilegt fyrir okkur á Íslandi að stjórnmálaflokkur í Bretlandi biðjist afsökunar á því að draga þjóð sína í stríð. Þetta er samt merkilegt að því leyti að það er ekki einungis verið að biðjast afsökunar á því að hafa farið í stríð, heldur einnig á því að hafa tekið þátt í því að skapa það ástand sem ruddi brautina fyrir ISIS, ástandi sem hefur kostað þúsundir saklausra borgara lífið og gert þegar óstöðugt svæði í heiminum ennþá óstöðugra. Þetta er líka merkilegt í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa aldrei beðist afsökunar. Þau hafa aldrei beðist afsökunar á því að vera á lista viljugra þjóða sem studdu morð á saklausu fólki undir því yfirskini að finna gereyðingarvopn sem ekki voru til. Né heldur beðist afsökunar á því að hjálpa til við að skapa þetta ástand í Mið-Austurlöndum. En þar fyrir utan höfum við Íslendingar eða þjóðin sem slík heldur aldrei verið beðin afsökunar því það voru ekki Íslendingar sem samþykktu að vera á lista viljugra þjóða og þjóðin fékk aldrei að taka þátt í umræðu um málið heldur var farið fram hjá þingi og þjóð við þessa ákvörðun og hún var tekin í reykfylltu bakherbergi Dóra og Davíðs. Íslendingar hafa aldrei verið beðnir afsökunar á þeirri alvarlegu misbeitingu á valdi sem þarna átti sér stað og sem sverti mannorð Íslands um ókomna tíð. Aldrei sagði neinn af sér eins og sjálfstæðismenn heimta nú að borgarstjóri geri eftir að borgarstjórn samþykkti að mótmæla fjöldamorðum Ísraela á saklausum Palestínumönnum með því að sniðganga vörur frá Ísrael. Aldrei var Framsókn eða Sjálfstæðisflokki og þessum vinnubrögum þeirra líkt við nazisma eins og minnihlutinn í borgarstjórn kallar nú meirihlutann fyrir þá ákvörðun að standa með mannréttindum og frelsi. Er kannski kominn tími á að við lokum þessum kafla í sögu Íslands með því að þeir flokkar og þeir menn sem báru ábyrgð á þessu biðji þjóðina afsökunar á því að hafa sniðgengið þing og þjóð í ákvörðun sinni?Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin, sem skipuð er sömu flokkum og settu okkar á lista viljugra þjóða, biðjist afsökunar á því að eiga þátt í morðum á saklausu fólki? Er ekki líka kominn tími á það að við hættum að móta utanríkisstefnu okkar út frá peningum og förum að móta hana út frá mannúð og friði?Höfundur er fyrrverandi formaður Hallveigar, Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar