Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 14:00 Ægir eltist hér við serbneskan landsliðsmann. Vísir/daníel Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. „Ég er með þannig hlutverk í liðinu að ég verð að vera tilbúinn að koma inná hvenær sem það er. Þegar það gerist þá er ég bara klár. Þannig eru hlutverkaskiptin innan liðsins og við vitum alveg hver á að gera hvað," sagði Ægir Þór Steinarsson eftir leikinn. Ægir Þór er bara 182 sentímetrar á hæð sem er ekki mikið þegar verið að er að keppa við lið fullt af tveggja metra mönnum. „Það er ekkert nýtt fyrir mig að spila á móti stærri mönnum. Eins og hjá okkur öllum þá er það hjartað og viljinn sem vegur upp á móti því að við erum að mæta einhverjum stærri körlum hvort sem þeir eru sterkari eða ekki," sagði Ægir. Ægir hefur fengið aðeins meira að spila í síðustu leikjum íslenska liðsins þegar lykilmenn hafa þurft meiri hvíld. „Ég er þannig mótor í liðinu að þegar ég kem inná þá eru aðrir menn að hvíla og ég þarf að spila af sömu orku og þeir," sagði Ægir. Ægir skoraði laglega inn í teig á móti risunum í spænska liðinu og sýndi það hvað hann er klár í slaginn á móti þessum stóru og þungu mönnum. „Það er ekki allan daginn sem ég næ að gera það í kringum þessa turna en það eru glufur í þeirra varnarleik eins og hjá öllum öðrum," sagði Ægir að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. „Ég er með þannig hlutverk í liðinu að ég verð að vera tilbúinn að koma inná hvenær sem það er. Þegar það gerist þá er ég bara klár. Þannig eru hlutverkaskiptin innan liðsins og við vitum alveg hver á að gera hvað," sagði Ægir Þór Steinarsson eftir leikinn. Ægir Þór er bara 182 sentímetrar á hæð sem er ekki mikið þegar verið að er að keppa við lið fullt af tveggja metra mönnum. „Það er ekkert nýtt fyrir mig að spila á móti stærri mönnum. Eins og hjá okkur öllum þá er það hjartað og viljinn sem vegur upp á móti því að við erum að mæta einhverjum stærri körlum hvort sem þeir eru sterkari eða ekki," sagði Ægir. Ægir hefur fengið aðeins meira að spila í síðustu leikjum íslenska liðsins þegar lykilmenn hafa þurft meiri hvíld. „Ég er þannig mótor í liðinu að þegar ég kem inná þá eru aðrir menn að hvíla og ég þarf að spila af sömu orku og þeir," sagði Ægir. Ægir skoraði laglega inn í teig á móti risunum í spænska liðinu og sýndi það hvað hann er klár í slaginn á móti þessum stóru og þungu mönnum. „Það er ekki allan daginn sem ég næ að gera það í kringum þessa turna en það eru glufur í þeirra varnarleik eins og hjá öllum öðrum," sagði Ægir að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira