Körfubolti

Pavel: Við erum þetta pirrandi litla systkini

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel lætur skot ríða af.
Pavel lætur skot ríða af. vísir/valli
„Þetta var svakalegur leikur, framlenging og allur pakkinn. Þetta var jafnt og við spiluðum enn og aftur frábærlega,“ sagði Pavel Ermolinskij eftir níu stiga tap Íslands fyrir Tyrklandi á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld.

„Þetta féll ekki með okkur í lokin, við klikkuðum á nokkrum skotum og misstum svo Hauk (Helga Pálsson) af velli sem var búinn að vera frábær í leiknum,“ bætti Pavel við. Leikstjórnandinn er ánægður með framfarirnar sem íslenska liðið hefur sýnt á mótinu.

„Við tókum 45 mínútur í dag og það er mjög jákvætt. Við misstum boltann og klúðruðum skotum en erum samt alltaf inni í leiknum sem er frábært gegn ógnarsterku liði Tyrkja. Þetta var rúsínan í pylsuendanum,“ sagði Pavel. Hann segir að það hafi verið gott að fá smá „uppklapp“ í formi framlengingarinnar.

„Þetta var smá framlenging á mótinu. Eftir kreditlista í bíómyndum kemur oft svona aukaatriði. Framlengingin var eitthvað svipað.“

Íslenska liðið knúði fram framlengingu með mikilli baráttu en strákarnir hafa aldrei gefist upp á mótinu þrátt fyrir staðan hafi oft verið svört.

„Það er sagan okkar í þessu móti. Við erum þetta pirrandi litla systkini sem er alltaf að elta þig. Þú losnar aldrei við okkur og það var þannig í dag,“ sagði Pavel en hver eru næstu næstu skref íslenska körfuboltalandsliðsins?

„Við þurfum bara að byggja ofan á þetta. Kjarninn í liðinu er því miður kominn á aldur og það spurning hvað þeir eiga mikið eftir.

„Vonandi kveikir þetta einhvern neista hjá þeim og þeir halda áfram í nokkur ár í viðbót. Ef ekki þá er komið ákveðið fordæmi fyrir hvernig þetta á að vera gert og næstu kynslóðir verða bara að taka við,“ sagði Pavel að endingu.


Tengdar fréttir

Logi: Ég tróð mér inná í lokin

Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.

Jón Arnór semur við Valencia

Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni.

Haukur: Erum með bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér

Haukur Helgi Pálsson var þakklátur fyrir stuðninginn á Eurobasket en hann segir strákana vera ákveðna í að vinna leikinn í dag til þess að verðlauna stuðningsmenn liðsins eftir frábæran stuðning í fyrstu fjórum leikjum liðsins.

Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta

Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×