Enski boltinn

Átján ára gutti tryggði City sinn fimmta sigur í röð

Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Átján ára gutti, Kelechi Iheanacho, reyndist hetja Manchester City gegn Crystal Palace í uppbótartíma í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Staðan í hálfleik var jöfn 0-0 og allt þangað til í uppbótartíma.  Kelechi Iheanacho hafði komið inná sem varamaður á 89. mínútu, en hann gerði sigurmarkið í uppbótartíma.

Iheanacho kom til City í fyrra sumar og hafði leikið með unglingaliðum City á síðustu leiktíð. Hann lék sinn fyrsta leik um þar síðustu helgi þegar hann spilaði síðustu mínúturnar í 2-0 sigri á Watford.

Fimmti sigur City í jafn mörgum leikjum, en sárgrætilegt tap Palace sem situr í þriðja sætinu með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×