Innlent

Ungur ökumaður gripinn á 162 kílómetra hraða á Reykjanesbraut

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ökumaðurinn mun væntanlega hugsa sig um tvisvar áður en hann gefur í á Reykjanesbrautinni.
Ökumaðurinn mun væntanlega hugsa sig um tvisvar áður en hann gefur í á Reykjanesbrautinni. Vísir/Vilhelm
Einn þeirra ökumanna sem gripinn var við of hraðan akstur á Reykjanesbraut um helgina var mældur á 162 kílómetra hraða.

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að ökumaðurinn hafi verið vel innan við tvítugt og einungis með bráðabirgðaökuskírteini. Hefur hann verið sviptur ökuskírteininu og fær hann það ekki aftur fyrr en hann hefur sótt sérstakt námskeið og tekið ökuprófið að nýju. Að auki þarf hann að greiða 150.000 krónur í sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×