Ræturnar heimsóttar í suðrinu 18. september 2015 12:00 Bragi Valdimar mundar gítar við gatnamótin frægu, Crossroads. MYND/GUÐMUNDUR KRISTINN JÓNSSON Hópur landsþekktra tónlistarmanna heimsótti nýlega rætur rytmískrar tónlistar í Mojo þríhyrningnum svokallaða; Nashville, Memphis og New Orleans í Bandaríkjunum. Ferðin var á vegum Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) og með í för voru einnig ýmsir tónlistarunnendur ásamt mökum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Einn ferðalanganna var Bragi Valdimar Skúlason, meðlimur Baggalúts, en hann segir aðdraganda ferðarinnar megi rekja til vel heppnaðrar ferðar FTT til Liverpool árið 2008 þar sem Hljómar héldu tónleika í Cavern klúbbnum sögufræga. „Það var því löngu kominn tími á aðra góða ferð. Fyrst heimsóttum við Nashville, vöggu sveitatónlistarinnar. Þar voru ýmsir tónleikastaðir heimsóttir og glóðvolgt köntríið innbyrt. Frægðarhöll sveitatónlistarinnar, Country Music Hall of Fame, var einnig heimsótt og litið var inn í Creative Workshop hljóðverið þar sem rennt var í nýtt lag sem nokkrir ferðafélagar suðu saman á staðnum.“Fæðingarstaður rokksins, Sun Studio, þar sem Elvis hljóðritaði fyrsta lagið sitt.MYND/JÓN PÁLL PÁLSSONGullna hliðinu náð Næst lá leiðin til Memphis þar sem gist var á hinu fornfræga Heartbreak Hotel, sem er steinsnar frá Graceland, heimili Elvis Presley. „Við fengum sérstakan kvöldtúr um húsið og skoðuðum hvern krók og kima. Við fórum andaktug að eldhúsborði, fataskáp og leiði Elvis. Þess má geta að Björgvin Halldórsson var með í för og ekki skemmdi fyrir að fá leiðsögn hans um helgidóminn.“ Daginn eftir var haldið á fæðingarstað rokksins, Sun Studio, þar sem Elvis hljóðritaði fyrsta lag sitt og skrifaði í framhaldinu fyrstu kafla rokksögunnar ásamt góðu fólki. „Þá var hljóðver Willie Mitchell, Royal Studios, heimsótt. Þar var að sjálfsögðu sett saman tiltæk súpergrúppa og talið í tvö lög. Standa vonir til að þær upptökur nái viðlíka hylli og síðasti risasmellur sem var hljóðritaður þar, Uptown Funk.“ Næst á dagskrá var STAX safnið sem áður var útgáfufyrirtæki sem ruddi frá sér sálartónlistarsmellum á 6. og 7. áratug síðustu aldar. „Það var ekki amalegt að hafa tvo meðlimi Sálarinnar, Stefán Hilmarsson og Guðmund Jónsson, með í för og segja má að Sálin hans Jóns míns hafi loks náð að Gullna hliðinu þarna í Soulsville.“Stefán Hilmarsson, Guðmundur Jónsson, Jakob Frímann og Björgvin Halldórsson stilla sér upp í stíl við mynd á veggnum af Elvis Presley og félögum.MYND/JÓN PÁLL PÁLSSONHjörtun hreinsuð Rétt áður en hópurinn kvaddi Tennessee fylkið skaust hann í sunnudagsmessu hjá æðstapresti sálartónlistarinnar, séra Al Green. „Predikarinn var sjálfur á staðnum og hóf upp innblásna raust við undirleik hljómsveitar hússins og söfnuði Green–ista. Mögnuð stund sem hafði mikil áhrif á mannskapinn og hreinsaði hjörtun.“ Þá var brunað niður til Clarksdale í Mississippi sem er eitt höfuðvígi blústónlistarinnar. „Þar fórum við að krossgötunum þar sem Robert Johnson er sterklega grunaður um að hafa átt í sálarviðskiptum við Kölska. Borgarstjórinn og Íslandsgóðkunninginn Bill Luckett tók á móti okkur á Ground Zero blúsklúbbnum sem hann og Morgan Freeman eiga saman. Þar var að sjálfsögðu talið í og munnhörpur og gítarar grétu sáran.“ Að síðustu var brunað niður til Louisiana, í hreiður djassins. „Þar spókaði hópurinn sig um í fótspor Lois Armstrong og fleira mektarfólks í franska fjórðungnum, brá sér í siglingu niður Mississippi fljótið og drakk í sig Bourbon stræti í einum teyg.“ Bragi segir ferðina hafa lukkast stórvel enda eigi svæðið ríka sögu og tónlistarleg sætindi. „Ég held að það sé óhætt að segja að ferðin hafði mikil áhrif á hópinn. Hún var full af furðum og uppátækjum, enda ekki annars að vænta þegar jafn fjölkunnugt og fjöltengt ofurmenni og Jakob Frímann sér um skipulagninguna. Mannskapurinn á örugglega eftir að vinna vel úr þessu öllu saman, a.m.k. á ég eftir að dusta rykið af rafmagnsgítarnum og ræða þetta aðeins nánar við hann í góðu tómi.“ Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira
Hópur landsþekktra tónlistarmanna heimsótti nýlega rætur rytmískrar tónlistar í Mojo þríhyrningnum svokallaða; Nashville, Memphis og New Orleans í Bandaríkjunum. Ferðin var á vegum Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) og með í för voru einnig ýmsir tónlistarunnendur ásamt mökum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Einn ferðalanganna var Bragi Valdimar Skúlason, meðlimur Baggalúts, en hann segir aðdraganda ferðarinnar megi rekja til vel heppnaðrar ferðar FTT til Liverpool árið 2008 þar sem Hljómar héldu tónleika í Cavern klúbbnum sögufræga. „Það var því löngu kominn tími á aðra góða ferð. Fyrst heimsóttum við Nashville, vöggu sveitatónlistarinnar. Þar voru ýmsir tónleikastaðir heimsóttir og glóðvolgt köntríið innbyrt. Frægðarhöll sveitatónlistarinnar, Country Music Hall of Fame, var einnig heimsótt og litið var inn í Creative Workshop hljóðverið þar sem rennt var í nýtt lag sem nokkrir ferðafélagar suðu saman á staðnum.“Fæðingarstaður rokksins, Sun Studio, þar sem Elvis hljóðritaði fyrsta lagið sitt.MYND/JÓN PÁLL PÁLSSONGullna hliðinu náð Næst lá leiðin til Memphis þar sem gist var á hinu fornfræga Heartbreak Hotel, sem er steinsnar frá Graceland, heimili Elvis Presley. „Við fengum sérstakan kvöldtúr um húsið og skoðuðum hvern krók og kima. Við fórum andaktug að eldhúsborði, fataskáp og leiði Elvis. Þess má geta að Björgvin Halldórsson var með í för og ekki skemmdi fyrir að fá leiðsögn hans um helgidóminn.“ Daginn eftir var haldið á fæðingarstað rokksins, Sun Studio, þar sem Elvis hljóðritaði fyrsta lag sitt og skrifaði í framhaldinu fyrstu kafla rokksögunnar ásamt góðu fólki. „Þá var hljóðver Willie Mitchell, Royal Studios, heimsótt. Þar var að sjálfsögðu sett saman tiltæk súpergrúppa og talið í tvö lög. Standa vonir til að þær upptökur nái viðlíka hylli og síðasti risasmellur sem var hljóðritaður þar, Uptown Funk.“ Næst á dagskrá var STAX safnið sem áður var útgáfufyrirtæki sem ruddi frá sér sálartónlistarsmellum á 6. og 7. áratug síðustu aldar. „Það var ekki amalegt að hafa tvo meðlimi Sálarinnar, Stefán Hilmarsson og Guðmund Jónsson, með í för og segja má að Sálin hans Jóns míns hafi loks náð að Gullna hliðinu þarna í Soulsville.“Stefán Hilmarsson, Guðmundur Jónsson, Jakob Frímann og Björgvin Halldórsson stilla sér upp í stíl við mynd á veggnum af Elvis Presley og félögum.MYND/JÓN PÁLL PÁLSSONHjörtun hreinsuð Rétt áður en hópurinn kvaddi Tennessee fylkið skaust hann í sunnudagsmessu hjá æðstapresti sálartónlistarinnar, séra Al Green. „Predikarinn var sjálfur á staðnum og hóf upp innblásna raust við undirleik hljómsveitar hússins og söfnuði Green–ista. Mögnuð stund sem hafði mikil áhrif á mannskapinn og hreinsaði hjörtun.“ Þá var brunað niður til Clarksdale í Mississippi sem er eitt höfuðvígi blústónlistarinnar. „Þar fórum við að krossgötunum þar sem Robert Johnson er sterklega grunaður um að hafa átt í sálarviðskiptum við Kölska. Borgarstjórinn og Íslandsgóðkunninginn Bill Luckett tók á móti okkur á Ground Zero blúsklúbbnum sem hann og Morgan Freeman eiga saman. Þar var að sjálfsögðu talið í og munnhörpur og gítarar grétu sáran.“ Að síðustu var brunað niður til Louisiana, í hreiður djassins. „Þar spókaði hópurinn sig um í fótspor Lois Armstrong og fleira mektarfólks í franska fjórðungnum, brá sér í siglingu niður Mississippi fljótið og drakk í sig Bourbon stræti í einum teyg.“ Bragi segir ferðina hafa lukkast stórvel enda eigi svæðið ríka sögu og tónlistarleg sætindi. „Ég held að það sé óhætt að segja að ferðin hafði mikil áhrif á hópinn. Hún var full af furðum og uppátækjum, enda ekki annars að vænta þegar jafn fjölkunnugt og fjöltengt ofurmenni og Jakob Frímann sér um skipulagninguna. Mannskapurinn á örugglega eftir að vinna vel úr þessu öllu saman, a.m.k. á ég eftir að dusta rykið af rafmagnsgítarnum og ræða þetta aðeins nánar við hann í góðu tómi.“
Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira