„En þú ert ekki mjó!“ Þorgerður María Halldórsdóttir skrifar 1. september 2015 15:39 Þetta eru orðin sem ég óttast alltaf að heyra þegar ég segi fólki frá átröskunarvandanum mínum. Óttinn við þessi orð varð til þess að ég leitaði mér ekki hjálpar í mörg ár, og vandinn varð erfiðari viðureignar. Óttinn varð líka til þess að ég faldi þetta „ljóta“ leyndarmál mitt fyrir vinum og fjölskyldu og burðaðist ein með áhyggjurnar. Ég taldi mér trú um að vandi minn væri ekki það mikill að það tæki því að leita til fagfólks með hann. Þó svo að átröskunarvandinn skerti lífsgæði mín á margvíslegan hátt eins með því að einangra mig, gera mig kvíðna fyrir smæstu hlutum og með því að ræna mig orku, fjármunum og frjálsum vilja. Ég taldi mér líka trú um að ef ég myndi leita mér aðstoðar þá yrði ég ekki tekin alvarlega. Því ég var jú ekki mjó, og fólk sem raunverulega væri með átröskun, væri mjótt. Það skipti ekki máli hversu oft ég las annað, upplýsingarnar náðu ekki fótfestu. Hvers vegna ekki? Þarna birtust auðvitað fordómarnir mínir. En hvaðan hafði ég þessa fordóma? Samfélagið sagði mér annað en fræðibækurnar. Það var eiginlega aldrei talað um átröskunarvanda í fjölmiðlum, nema meðfylgjandi væru dramatískar myndir af viðkomandi í undirþyngd og almennt illa útlítandi. Myndir af fólki í og um kjörþyngd voru ekki nægilega dramatískar til að skilaboðin kæmust til skila. Þegar myndir birtust af fólki í yfirþyngd, voru það nær eingöngu „fyrir“-myndir til að sýna árangur af þyngdarmissi eftir að viðkomandi náði tökum á „vandanum“ sem í því samhengi var oftast kílóatalan en ekki undirliggjandi tilfinningavandi. Við sækjum upplýsingar úr umhverfinu og þar eru fjölmiðlar áhrifaríkir. Samfélagið segir okkur að átröskun sé vandi mjórra, ungra kvenna. Helst, „þægu stelpunnar sem fær tíu í öllu“. Ég féll ekki að steríótýpunni, og þar sem ég samsamaði mig ekki við hugmyndina um það hver er í „alvörunni“ með átröskun, þá leitaði ég ekki aðstoðar. Staðreyndin er þó sú að, að flestir þeir sem stríða við átröskun eru í kjörþyngd eða yfir. Þyngd er eingöngu greiningarviðmið þegar kemur að lystarstoli og jafnvel þar er þyngd á útleið sem greiningarviðmið. Enda segir þyngd ekkert til um alvarleika átröskunar. Margir þeir sem hafa átt í vanda sínum um eitthvert skeið, hafa sveiflast í þyngd og sumir mjög mikið. Sjálf hef ég flakkað um nokkrar fatastærðir á þessum tíma. Það er einfaldlega ekki hægt að sjá það á fólki hvort það á í átröskunarvanda eða hversu alvarlegum. Átröskun gerir engan greinarmun á aldri, kyni, menntun, háralit eða skóstærð. Karlmenn fá líka átröskun. Margt bendir til þess að átröskun sé vangreindur vandi á meðal karlmanna þar sem hann lýsir sér oft öðruvísi en hjá konum. Fólk getur fengið átröskun á öllum aldri. Átröskun er ekki megrun eða matvendni; hégómi eða athyglissýki. Átröskun er alvarlegur, flókinn geðsjúkdómur sem veldur margvíslegum líkamlegum og andlegum vandamálum og getur dregið fólk til dauða. Átröskun er ekki ólæknandi. Þvert á móti getur fólk náð fullum bata. Þann 10. september verða stofnuð ný stuðnings- og baráttusamtök fólks með átröskun og aðstandenda þeirra. Félagið heitir Vonarstyrkur, og er því ætlað að vera vettvangur fólks sem hefur orðið fyrir áhrifum þessa sjúkdóms. Allir þeir sem hafa áhuga á því að vinna að þessu máli, eru hvattir til að mæta og taka þátt. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Geðhjálpar, Borgartúni 30 og hefst klukkan 20:00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Sjá meira
Þetta eru orðin sem ég óttast alltaf að heyra þegar ég segi fólki frá átröskunarvandanum mínum. Óttinn við þessi orð varð til þess að ég leitaði mér ekki hjálpar í mörg ár, og vandinn varð erfiðari viðureignar. Óttinn varð líka til þess að ég faldi þetta „ljóta“ leyndarmál mitt fyrir vinum og fjölskyldu og burðaðist ein með áhyggjurnar. Ég taldi mér trú um að vandi minn væri ekki það mikill að það tæki því að leita til fagfólks með hann. Þó svo að átröskunarvandinn skerti lífsgæði mín á margvíslegan hátt eins með því að einangra mig, gera mig kvíðna fyrir smæstu hlutum og með því að ræna mig orku, fjármunum og frjálsum vilja. Ég taldi mér líka trú um að ef ég myndi leita mér aðstoðar þá yrði ég ekki tekin alvarlega. Því ég var jú ekki mjó, og fólk sem raunverulega væri með átröskun, væri mjótt. Það skipti ekki máli hversu oft ég las annað, upplýsingarnar náðu ekki fótfestu. Hvers vegna ekki? Þarna birtust auðvitað fordómarnir mínir. En hvaðan hafði ég þessa fordóma? Samfélagið sagði mér annað en fræðibækurnar. Það var eiginlega aldrei talað um átröskunarvanda í fjölmiðlum, nema meðfylgjandi væru dramatískar myndir af viðkomandi í undirþyngd og almennt illa útlítandi. Myndir af fólki í og um kjörþyngd voru ekki nægilega dramatískar til að skilaboðin kæmust til skila. Þegar myndir birtust af fólki í yfirþyngd, voru það nær eingöngu „fyrir“-myndir til að sýna árangur af þyngdarmissi eftir að viðkomandi náði tökum á „vandanum“ sem í því samhengi var oftast kílóatalan en ekki undirliggjandi tilfinningavandi. Við sækjum upplýsingar úr umhverfinu og þar eru fjölmiðlar áhrifaríkir. Samfélagið segir okkur að átröskun sé vandi mjórra, ungra kvenna. Helst, „þægu stelpunnar sem fær tíu í öllu“. Ég féll ekki að steríótýpunni, og þar sem ég samsamaði mig ekki við hugmyndina um það hver er í „alvörunni“ með átröskun, þá leitaði ég ekki aðstoðar. Staðreyndin er þó sú að, að flestir þeir sem stríða við átröskun eru í kjörþyngd eða yfir. Þyngd er eingöngu greiningarviðmið þegar kemur að lystarstoli og jafnvel þar er þyngd á útleið sem greiningarviðmið. Enda segir þyngd ekkert til um alvarleika átröskunar. Margir þeir sem hafa átt í vanda sínum um eitthvert skeið, hafa sveiflast í þyngd og sumir mjög mikið. Sjálf hef ég flakkað um nokkrar fatastærðir á þessum tíma. Það er einfaldlega ekki hægt að sjá það á fólki hvort það á í átröskunarvanda eða hversu alvarlegum. Átröskun gerir engan greinarmun á aldri, kyni, menntun, háralit eða skóstærð. Karlmenn fá líka átröskun. Margt bendir til þess að átröskun sé vangreindur vandi á meðal karlmanna þar sem hann lýsir sér oft öðruvísi en hjá konum. Fólk getur fengið átröskun á öllum aldri. Átröskun er ekki megrun eða matvendni; hégómi eða athyglissýki. Átröskun er alvarlegur, flókinn geðsjúkdómur sem veldur margvíslegum líkamlegum og andlegum vandamálum og getur dregið fólk til dauða. Átröskun er ekki ólæknandi. Þvert á móti getur fólk náð fullum bata. Þann 10. september verða stofnuð ný stuðnings- og baráttusamtök fólks með átröskun og aðstandenda þeirra. Félagið heitir Vonarstyrkur, og er því ætlað að vera vettvangur fólks sem hefur orðið fyrir áhrifum þessa sjúkdóms. Allir þeir sem hafa áhuga á því að vinna að þessu máli, eru hvattir til að mæta og taka þátt. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Geðhjálpar, Borgartúni 30 og hefst klukkan 20:00.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun