„En þú ert ekki mjó!“ Þorgerður María Halldórsdóttir skrifar 1. september 2015 15:39 Þetta eru orðin sem ég óttast alltaf að heyra þegar ég segi fólki frá átröskunarvandanum mínum. Óttinn við þessi orð varð til þess að ég leitaði mér ekki hjálpar í mörg ár, og vandinn varð erfiðari viðureignar. Óttinn varð líka til þess að ég faldi þetta „ljóta“ leyndarmál mitt fyrir vinum og fjölskyldu og burðaðist ein með áhyggjurnar. Ég taldi mér trú um að vandi minn væri ekki það mikill að það tæki því að leita til fagfólks með hann. Þó svo að átröskunarvandinn skerti lífsgæði mín á margvíslegan hátt eins með því að einangra mig, gera mig kvíðna fyrir smæstu hlutum og með því að ræna mig orku, fjármunum og frjálsum vilja. Ég taldi mér líka trú um að ef ég myndi leita mér aðstoðar þá yrði ég ekki tekin alvarlega. Því ég var jú ekki mjó, og fólk sem raunverulega væri með átröskun, væri mjótt. Það skipti ekki máli hversu oft ég las annað, upplýsingarnar náðu ekki fótfestu. Hvers vegna ekki? Þarna birtust auðvitað fordómarnir mínir. En hvaðan hafði ég þessa fordóma? Samfélagið sagði mér annað en fræðibækurnar. Það var eiginlega aldrei talað um átröskunarvanda í fjölmiðlum, nema meðfylgjandi væru dramatískar myndir af viðkomandi í undirþyngd og almennt illa útlítandi. Myndir af fólki í og um kjörþyngd voru ekki nægilega dramatískar til að skilaboðin kæmust til skila. Þegar myndir birtust af fólki í yfirþyngd, voru það nær eingöngu „fyrir“-myndir til að sýna árangur af þyngdarmissi eftir að viðkomandi náði tökum á „vandanum“ sem í því samhengi var oftast kílóatalan en ekki undirliggjandi tilfinningavandi. Við sækjum upplýsingar úr umhverfinu og þar eru fjölmiðlar áhrifaríkir. Samfélagið segir okkur að átröskun sé vandi mjórra, ungra kvenna. Helst, „þægu stelpunnar sem fær tíu í öllu“. Ég féll ekki að steríótýpunni, og þar sem ég samsamaði mig ekki við hugmyndina um það hver er í „alvörunni“ með átröskun, þá leitaði ég ekki aðstoðar. Staðreyndin er þó sú að, að flestir þeir sem stríða við átröskun eru í kjörþyngd eða yfir. Þyngd er eingöngu greiningarviðmið þegar kemur að lystarstoli og jafnvel þar er þyngd á útleið sem greiningarviðmið. Enda segir þyngd ekkert til um alvarleika átröskunar. Margir þeir sem hafa átt í vanda sínum um eitthvert skeið, hafa sveiflast í þyngd og sumir mjög mikið. Sjálf hef ég flakkað um nokkrar fatastærðir á þessum tíma. Það er einfaldlega ekki hægt að sjá það á fólki hvort það á í átröskunarvanda eða hversu alvarlegum. Átröskun gerir engan greinarmun á aldri, kyni, menntun, háralit eða skóstærð. Karlmenn fá líka átröskun. Margt bendir til þess að átröskun sé vangreindur vandi á meðal karlmanna þar sem hann lýsir sér oft öðruvísi en hjá konum. Fólk getur fengið átröskun á öllum aldri. Átröskun er ekki megrun eða matvendni; hégómi eða athyglissýki. Átröskun er alvarlegur, flókinn geðsjúkdómur sem veldur margvíslegum líkamlegum og andlegum vandamálum og getur dregið fólk til dauða. Átröskun er ekki ólæknandi. Þvert á móti getur fólk náð fullum bata. Þann 10. september verða stofnuð ný stuðnings- og baráttusamtök fólks með átröskun og aðstandenda þeirra. Félagið heitir Vonarstyrkur, og er því ætlað að vera vettvangur fólks sem hefur orðið fyrir áhrifum þessa sjúkdóms. Allir þeir sem hafa áhuga á því að vinna að þessu máli, eru hvattir til að mæta og taka þátt. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Geðhjálpar, Borgartúni 30 og hefst klukkan 20:00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þetta eru orðin sem ég óttast alltaf að heyra þegar ég segi fólki frá átröskunarvandanum mínum. Óttinn við þessi orð varð til þess að ég leitaði mér ekki hjálpar í mörg ár, og vandinn varð erfiðari viðureignar. Óttinn varð líka til þess að ég faldi þetta „ljóta“ leyndarmál mitt fyrir vinum og fjölskyldu og burðaðist ein með áhyggjurnar. Ég taldi mér trú um að vandi minn væri ekki það mikill að það tæki því að leita til fagfólks með hann. Þó svo að átröskunarvandinn skerti lífsgæði mín á margvíslegan hátt eins með því að einangra mig, gera mig kvíðna fyrir smæstu hlutum og með því að ræna mig orku, fjármunum og frjálsum vilja. Ég taldi mér líka trú um að ef ég myndi leita mér aðstoðar þá yrði ég ekki tekin alvarlega. Því ég var jú ekki mjó, og fólk sem raunverulega væri með átröskun, væri mjótt. Það skipti ekki máli hversu oft ég las annað, upplýsingarnar náðu ekki fótfestu. Hvers vegna ekki? Þarna birtust auðvitað fordómarnir mínir. En hvaðan hafði ég þessa fordóma? Samfélagið sagði mér annað en fræðibækurnar. Það var eiginlega aldrei talað um átröskunarvanda í fjölmiðlum, nema meðfylgjandi væru dramatískar myndir af viðkomandi í undirþyngd og almennt illa útlítandi. Myndir af fólki í og um kjörþyngd voru ekki nægilega dramatískar til að skilaboðin kæmust til skila. Þegar myndir birtust af fólki í yfirþyngd, voru það nær eingöngu „fyrir“-myndir til að sýna árangur af þyngdarmissi eftir að viðkomandi náði tökum á „vandanum“ sem í því samhengi var oftast kílóatalan en ekki undirliggjandi tilfinningavandi. Við sækjum upplýsingar úr umhverfinu og þar eru fjölmiðlar áhrifaríkir. Samfélagið segir okkur að átröskun sé vandi mjórra, ungra kvenna. Helst, „þægu stelpunnar sem fær tíu í öllu“. Ég féll ekki að steríótýpunni, og þar sem ég samsamaði mig ekki við hugmyndina um það hver er í „alvörunni“ með átröskun, þá leitaði ég ekki aðstoðar. Staðreyndin er þó sú að, að flestir þeir sem stríða við átröskun eru í kjörþyngd eða yfir. Þyngd er eingöngu greiningarviðmið þegar kemur að lystarstoli og jafnvel þar er þyngd á útleið sem greiningarviðmið. Enda segir þyngd ekkert til um alvarleika átröskunar. Margir þeir sem hafa átt í vanda sínum um eitthvert skeið, hafa sveiflast í þyngd og sumir mjög mikið. Sjálf hef ég flakkað um nokkrar fatastærðir á þessum tíma. Það er einfaldlega ekki hægt að sjá það á fólki hvort það á í átröskunarvanda eða hversu alvarlegum. Átröskun gerir engan greinarmun á aldri, kyni, menntun, háralit eða skóstærð. Karlmenn fá líka átröskun. Margt bendir til þess að átröskun sé vangreindur vandi á meðal karlmanna þar sem hann lýsir sér oft öðruvísi en hjá konum. Fólk getur fengið átröskun á öllum aldri. Átröskun er ekki megrun eða matvendni; hégómi eða athyglissýki. Átröskun er alvarlegur, flókinn geðsjúkdómur sem veldur margvíslegum líkamlegum og andlegum vandamálum og getur dregið fólk til dauða. Átröskun er ekki ólæknandi. Þvert á móti getur fólk náð fullum bata. Þann 10. september verða stofnuð ný stuðnings- og baráttusamtök fólks með átröskun og aðstandenda þeirra. Félagið heitir Vonarstyrkur, og er því ætlað að vera vettvangur fólks sem hefur orðið fyrir áhrifum þessa sjúkdóms. Allir þeir sem hafa áhuga á því að vinna að þessu máli, eru hvattir til að mæta og taka þátt. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Geðhjálpar, Borgartúni 30 og hefst klukkan 20:00.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar