Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 06:00 Logi á flugi með íslenska landsliðinu á sínum tíma. Vísir/Stefán Íslenska körfuboltalandsliðið endurskrifa sögu sína í dag þegar liðið mætir Þjóðverjum í opnunarleik Eurobasket 2015. Þjóðverjar eru á heimavelli og möguleika að spila sína síðustu leiki með hin 37 ára gamla Dirk Nowitzki innanborðs. Margir leikmenn íslenska liðsins hafa verið lengi í baráttunni og eru nú að fara upplifa eitthvað sem suma dreymdi bara í viltustu draumum. Einn af þeim er Logi Gunnarsson, leika- og stigahæsti leikmaður íslenska hópsins. "Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi og nú er bara að koma að þessu. Aðalmálið er að fara inn í leikinn óhræddir og njóta þess að vera á þessu sviði. Þetta er eitthvað sem maður fær að prófa einu sinni á ævinni og sumir fá það aldrei," segir Logi.Okkar aðalsmerki að spila hraðan bolta Logi vill sjá hraðan leik hjá íslenska liðinu. "Við spilum oftast okkar leik þegar við erum afslappaðir. Það er okkar aðalmerki að spila hraðann boltan og skjóta vel," segir Logi. Þýska liðið er öflugt og tveir þekktustu leikmenn liðsins eru að spila stórhlutverk í NBA-deildinni. "Við vitum um þessar stóru stjörnur þeirra eins og Dirk Nowitzki hjá Dallas og Dennis Schröder hjá Atlanta Hawks. Þeir eru þeir leikmenn sem þeir nota mest og eru aðalsóknarvopnin þeirra. Leikstjórnandinn Schröder er mjög fljótur og er framar flestum á Eurobasket þegar kemur að hraða og krafti. Við verðum að vera vakandi yfir honum og vitum líka að hann er mjög góður að stela boltum til dæmis," segir Logi. Höfum trú á að við getum komið þeim á óvart Íslenska liðið er ekki aðeins að fara mæta sterku þýsku liði heldur einnig fullri höll. "Það er uppselt á leikinn og það er mikil stemning í Berlín og í Þýskalandi að þeir fái riðilinn hérna heim til sín. Þetta er líka opnunarleikurinn. Þetta verður bara rosalega gaman en það er auðvitað erfitt að mæta stóru og sterku liði á heimavelli. Ég förum inn í þennan leik með trúna á það að geta gert eitthvað og komið þeim á óvart," segir Logi. Hann þekkir tvo leikmenn þýska liðsins mjög vel síðan að Logi var að spila með þýska liðinu Giessen 64ers. "Tveir af lykilmönnunum þeirra eru fyrrverandi liðsfélagar mínir úr þýsku úrvalsdeildinni síðan fyrir tíu árum síðan. Ég hef haldið góðu sambandi við þá og þeir eru mjög góðir vinir mínir. Það verður mjög sérstakt fyrir mig að mæta þeim á vellinum á morgun," segir Logi. Þetta eru Heiko Schaffartzik sem er einn af aðalleikstjórnendum liðsins og Anton Gavel sem er orðinn þýskur landsliðsmaður eftir að hafa spilað áður með slóvakíska landsliðinu. "Þeir eru aðalbakverðir liðsins ásamt Schröder. Þetta eru mjög góðir leikmenn," segir Logi.Eftirminnilegasti afmælisdagurinn Það verður einnig eftirminnilegt fyrir þennan einbeitta og kappsama Njarðvíkning að fá að spila þenann sögulega leik á sínum degi. "Maður er að verða 34 ára á morgun og þetta stór dagur. Ég sá strax dagsetninguna þegar leikjaplanið var gefið út og við vorum að fara að spila við Þjóðverja í opnunarleiknum á afmælisdaginn. Það gerir þetta ennþá skemmtilegra og ég á bara eftir að njóta því ennþá meira að fá að spila svona leik á afmælisdeginum," segir Logi en hvað með að fá gjöf? "Ég held að þetta hljóti að vera eftirminnilegasti afmælisdagurinn, sérstaklega ef að við völdum einhverjum usla og stelum sigri. Eigum við ekki að segja það að ég fái sigur í afmælisgjöf," sagði Logi brosandi að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið endurskrifa sögu sína í dag þegar liðið mætir Þjóðverjum í opnunarleik Eurobasket 2015. Þjóðverjar eru á heimavelli og möguleika að spila sína síðustu leiki með hin 37 ára gamla Dirk Nowitzki innanborðs. Margir leikmenn íslenska liðsins hafa verið lengi í baráttunni og eru nú að fara upplifa eitthvað sem suma dreymdi bara í viltustu draumum. Einn af þeim er Logi Gunnarsson, leika- og stigahæsti leikmaður íslenska hópsins. "Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi og nú er bara að koma að þessu. Aðalmálið er að fara inn í leikinn óhræddir og njóta þess að vera á þessu sviði. Þetta er eitthvað sem maður fær að prófa einu sinni á ævinni og sumir fá það aldrei," segir Logi.Okkar aðalsmerki að spila hraðan bolta Logi vill sjá hraðan leik hjá íslenska liðinu. "Við spilum oftast okkar leik þegar við erum afslappaðir. Það er okkar aðalmerki að spila hraðann boltan og skjóta vel," segir Logi. Þýska liðið er öflugt og tveir þekktustu leikmenn liðsins eru að spila stórhlutverk í NBA-deildinni. "Við vitum um þessar stóru stjörnur þeirra eins og Dirk Nowitzki hjá Dallas og Dennis Schröder hjá Atlanta Hawks. Þeir eru þeir leikmenn sem þeir nota mest og eru aðalsóknarvopnin þeirra. Leikstjórnandinn Schröder er mjög fljótur og er framar flestum á Eurobasket þegar kemur að hraða og krafti. Við verðum að vera vakandi yfir honum og vitum líka að hann er mjög góður að stela boltum til dæmis," segir Logi. Höfum trú á að við getum komið þeim á óvart Íslenska liðið er ekki aðeins að fara mæta sterku þýsku liði heldur einnig fullri höll. "Það er uppselt á leikinn og það er mikil stemning í Berlín og í Þýskalandi að þeir fái riðilinn hérna heim til sín. Þetta er líka opnunarleikurinn. Þetta verður bara rosalega gaman en það er auðvitað erfitt að mæta stóru og sterku liði á heimavelli. Ég förum inn í þennan leik með trúna á það að geta gert eitthvað og komið þeim á óvart," segir Logi. Hann þekkir tvo leikmenn þýska liðsins mjög vel síðan að Logi var að spila með þýska liðinu Giessen 64ers. "Tveir af lykilmönnunum þeirra eru fyrrverandi liðsfélagar mínir úr þýsku úrvalsdeildinni síðan fyrir tíu árum síðan. Ég hef haldið góðu sambandi við þá og þeir eru mjög góðir vinir mínir. Það verður mjög sérstakt fyrir mig að mæta þeim á vellinum á morgun," segir Logi. Þetta eru Heiko Schaffartzik sem er einn af aðalleikstjórnendum liðsins og Anton Gavel sem er orðinn þýskur landsliðsmaður eftir að hafa spilað áður með slóvakíska landsliðinu. "Þeir eru aðalbakverðir liðsins ásamt Schröder. Þetta eru mjög góðir leikmenn," segir Logi.Eftirminnilegasti afmælisdagurinn Það verður einnig eftirminnilegt fyrir þennan einbeitta og kappsama Njarðvíkning að fá að spila þenann sögulega leik á sínum degi. "Maður er að verða 34 ára á morgun og þetta stór dagur. Ég sá strax dagsetninguna þegar leikjaplanið var gefið út og við vorum að fara að spila við Þjóðverja í opnunarleiknum á afmælisdaginn. Það gerir þetta ennþá skemmtilegra og ég á bara eftir að njóta því ennþá meira að fá að spila svona leik á afmælisdeginum," segir Logi en hvað með að fá gjöf? "Ég held að þetta hljóti að vera eftirminnilegasti afmælisdagurinn, sérstaklega ef að við völdum einhverjum usla og stelum sigri. Eigum við ekki að segja það að ég fái sigur í afmælisgjöf," sagði Logi brosandi að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Sjá meira