Sport

Óljóst hvernig fénu verður skipt

Sæunn Gísladóttir skrifar
Íslenska landsliðið tryggði sér í gær þátttökurétt á EM 2016 sem fram fer í Frakklandi.
Íslenska landsliðið tryggði sér í gær þátttökurétt á EM 2016 sem fram fer í Frakklandi. Vísir/AFP
Knattspyrnusamband Íslands fær tólf milljónir evra, eða sem nemur 1,7 milljarði króna, frá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu, fyrir þátttöku íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu á næsta ári. 

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir aðspurð ekki skýrt hvernig fénu verði varið, hvort hver og einn leikmaður fái bónusgreiðslu.

„Á þessu stigi veit ég ekki nákvæmlega hvernig þessar greiðslur eru eða hvernig þær eru eyrnamerktar og annað slíkt,“ segir Klara í samtali við Vísi.

Klara segir einnig að í raun sé ekki rétt að kalla þetta verðlaunafé.

„Ég veit ekki hvort við eigum að kalla þetta verðlaunafé fyrir að komast í úrslitakeppnina, þetta er ekki slíkt,“ segir hún.

Aðspurð um hvort féð sé þá í raun og veru styrkur til að mæta þeim gífurlega kostnaði sem felst í því að taka þátt á svona stórmóti, til að sjá um ferðalög, gistingu og uppihald fyrir allt að 40 manna hóp í tæpa tvo mánuði segist Klara einfaldlega ekki hafa nein gögn um það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×