Innlent

Par lenti í sjálfheldu í Lóni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björgunarfélag Hornafjarðar sótti í kvöld par sem var í sjálfheldu í Staðarfellsfjöllum í Lóni.

Það hafði sent upplýsingar um staðsetningu sína með farsíma og reyndist hún nákvæm og flýtti það fyrir að bjargir kæmu á staðinn.

Fólkið var ofan í gili og ekki í mikilli hæð.

Að sögn Landsbjargar var ekki gert ráð fyrir mikilli línuvinnu til að koma því niður enda hafi bíll björgunarsveitarinnar aðeins verið í um 200 metra fjarlægð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×