Komið fagnandi Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 9. september 2015 10:00 Samkvæmt alþjóðlegum samanburði raðast Ísland misjafnlega ofarlega á lista yfir topp tuttugu ríkustu lönd í heimi. Að halda því fram að við getum ekki boðið fólk velkomið hingað vegna þess að það sé svo dýrt eða að hér sé ekki pláss er ekki rétt. Helstu veikleikar Íslands, samanborið við önnur lönd, er einsleitni samfélagsins, léleg nýting á landsvæði og smæð hagkerfisins. Til þess að snúa þessari stöðu við skiptir höfuðmáli að styrkja eðlilega borgarþróun á höfuðborgarsvæðinu, þétta þar byggð og skipuleggja borg sem er samkeppnishæf við aðrar borgir í heiminum. Einungis þannig getum við átt möguleika á því að laða til okkar fólk víðsvegar að úr heiminum og halda í fólk sem fæðist hér eða á eftir að fæðast hér. Borgarþróun á Íslandi er að mörgu leyti skammt á veg komin en með því að opna landamæri okkar, og þéttbýlið sérstaklega, fyrir fólki sem pakkar örfáum eigum í bakpoka og leggur líf sitt og barnanna sinna að veði í von um betra líf, gætum við auðgað samfélag okkar á ótal vegu og gert það enn sterkara. Eitt helsta einkenni lifandi borga sem draga til sín mikið af hæfileikaríku og framtakssömu fólki eru glögg ummerki þeirra menningarheima sem þar blandast saman og mynda sterka heild. Vel skipulagðar, sterkar og mannvænar borgir tengja fólk saman og rífa upp lífsgæði þjóða.Fast í hryllilegum raunveruleika Fólk með langanir, þrár, vonir, væntingar og nýjar hugmyndir situr fast í hryllilegum raunveruleika á sama tíma og okkur vantar fólk og fjölbreytni. Á næstu áratugum mun Íslendingum eldri en 50 ára fjölga um 44%, meðan þeim sem eru 49 ára og yngri mun fjölga um 4%. Það gefur augaleið að við þurfum að taka fólki fagnandi sem hingað vill koma, eða kemur hingað í neyð. Ekki bara vegna þess að það gera almennilegar manneskjur, heldur líka vegna þess að við verðum að gera það sjálfra okkar vegna. Við getum ekki haldið uppi þeim lífsgæðum sem margir telja okkur ekki geta deilt með öðrum nema fá þessa sömu aðra til liðs við okkur. Því við eigum það sameiginlegt með þeim að vilja lifa í friði og eiga okkur framtíð. Það besta sem gæti komið fyrir Ísland væri að fá til okkar mikið af fólki sem hefur í sér slíkan frumkraft og baráttuvilja fyrir sjálft sig og fjölskyldu sína að það sest um borð í illa útbúin skip og siglir af stað út í óvissuna. Það gefur augaleið að slíkar manneskjur verða ekki byrði á samfélaginu heldur breyta því til hins betra. Í borgum verða til tengingar milli fólks sem annars hefði ekki hist og úr því verða til verðmæti sem annars hefðu ekki orðið til. Hér er vísir að góðu borgarsamfélagi, en það er mjög smátt, einsleitt og viðkvæmt fyrir því að hvernig haldið verður utan um framþróun þess næstu áratugina. Það myndi ekki bara styrkja okkur sem land og þjóð að fá til okkar fleira fólk sem veit ekkert hver Ólafur Ragnar er heldur myndi það leysa okkur undan því oki að vera öll innbyrðis tengd og háð áliti hvert annars. Sjálf er ég fædd í Bandaríkjunum og veit meira um Thomas Jefferson en Jón Sigurðsson og tel mig ekki síðri Íslending fyrir vikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt alþjóðlegum samanburði raðast Ísland misjafnlega ofarlega á lista yfir topp tuttugu ríkustu lönd í heimi. Að halda því fram að við getum ekki boðið fólk velkomið hingað vegna þess að það sé svo dýrt eða að hér sé ekki pláss er ekki rétt. Helstu veikleikar Íslands, samanborið við önnur lönd, er einsleitni samfélagsins, léleg nýting á landsvæði og smæð hagkerfisins. Til þess að snúa þessari stöðu við skiptir höfuðmáli að styrkja eðlilega borgarþróun á höfuðborgarsvæðinu, þétta þar byggð og skipuleggja borg sem er samkeppnishæf við aðrar borgir í heiminum. Einungis þannig getum við átt möguleika á því að laða til okkar fólk víðsvegar að úr heiminum og halda í fólk sem fæðist hér eða á eftir að fæðast hér. Borgarþróun á Íslandi er að mörgu leyti skammt á veg komin en með því að opna landamæri okkar, og þéttbýlið sérstaklega, fyrir fólki sem pakkar örfáum eigum í bakpoka og leggur líf sitt og barnanna sinna að veði í von um betra líf, gætum við auðgað samfélag okkar á ótal vegu og gert það enn sterkara. Eitt helsta einkenni lifandi borga sem draga til sín mikið af hæfileikaríku og framtakssömu fólki eru glögg ummerki þeirra menningarheima sem þar blandast saman og mynda sterka heild. Vel skipulagðar, sterkar og mannvænar borgir tengja fólk saman og rífa upp lífsgæði þjóða.Fast í hryllilegum raunveruleika Fólk með langanir, þrár, vonir, væntingar og nýjar hugmyndir situr fast í hryllilegum raunveruleika á sama tíma og okkur vantar fólk og fjölbreytni. Á næstu áratugum mun Íslendingum eldri en 50 ára fjölga um 44%, meðan þeim sem eru 49 ára og yngri mun fjölga um 4%. Það gefur augaleið að við þurfum að taka fólki fagnandi sem hingað vill koma, eða kemur hingað í neyð. Ekki bara vegna þess að það gera almennilegar manneskjur, heldur líka vegna þess að við verðum að gera það sjálfra okkar vegna. Við getum ekki haldið uppi þeim lífsgæðum sem margir telja okkur ekki geta deilt með öðrum nema fá þessa sömu aðra til liðs við okkur. Því við eigum það sameiginlegt með þeim að vilja lifa í friði og eiga okkur framtíð. Það besta sem gæti komið fyrir Ísland væri að fá til okkar mikið af fólki sem hefur í sér slíkan frumkraft og baráttuvilja fyrir sjálft sig og fjölskyldu sína að það sest um borð í illa útbúin skip og siglir af stað út í óvissuna. Það gefur augaleið að slíkar manneskjur verða ekki byrði á samfélaginu heldur breyta því til hins betra. Í borgum verða til tengingar milli fólks sem annars hefði ekki hist og úr því verða til verðmæti sem annars hefðu ekki orðið til. Hér er vísir að góðu borgarsamfélagi, en það er mjög smátt, einsleitt og viðkvæmt fyrir því að hvernig haldið verður utan um framþróun þess næstu áratugina. Það myndi ekki bara styrkja okkur sem land og þjóð að fá til okkar fleira fólk sem veit ekkert hver Ólafur Ragnar er heldur myndi það leysa okkur undan því oki að vera öll innbyrðis tengd og háð áliti hvert annars. Sjálf er ég fædd í Bandaríkjunum og veit meira um Thomas Jefferson en Jón Sigurðsson og tel mig ekki síðri Íslending fyrir vikið.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun