Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2015 22:13 Jón Arnór keyrir að spænsku körfunni í kvöld. vísir/valli Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. Ísland spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og komst m.a. fjórum stigum yfir eftir góðan sprett. Í seinni hálfleik dró svo af íslensku strákunum, ekki ósvipað og gegn Serbíu í gær. „Já, það fer mikil orka í þetta. Við erum helvíti góðir í 20 mínútur. Við börðumst eins og ljón. Þriðji fjórðungurinn var ekkert alslæmur en það var erfitt að koma inn í seinni hálfleikinn og toppa þann fyrri þar sem við vorum mjög þéttir,“ sagði Jón Arnór sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. „Við spiluðum góða vörn, vorum að stríða þeim og vorum yfir á tímabili. Við vorum með sjálfstraustið í botni og spiluðum sem ein heild.“Þetta óútskýranlega íslenska hjarta Jón Arnór er ánægður með hugarfar íslenska liðsins sem mætir alltaf tilbúið til leiks þótt leikirnir á undan hafi tapast. „Það segir svolítið um hugarfarið hjá okkur og hvað við erum sterkir andlega. Við sýnum þetta óútskýranlega íslenska hjarta í þessum leikjum. „Þetta er eitthvað undur, það er ótrúlega erfitt að útskýra það. Það skiptir engu máli hvað lið gera á móti okkur, við komum alltaf til baka og erum á réttri leið. Það er ótrúlega gott að fá stuðninginn frá fólkinu, það gefur okkur rosalega mikið. Án þess værum við í verri málum, myndi ég halda, og ég vil bara enn og aftur þakka þeim fyrir.“Leið eins og ég væri ungur aftur Jón Arnór hefur verið að glíma við hnémeiðsli og spilaði af þeim sökum ekki mikið gegn Serbíu. Hann lét hins vegar tappa af hnénu í gær og leið miklu betur í dag. „Mér leið bara eins og ég væri ungur aftur í dag. Við töppuðum af hnénu í gær og mér leið miklu betur í dag. Ég var svolítið mikið bólginn í gær og ég átti erfitt með að hita upp og komast í gírinn. Ég var stífur og aumur í hnénu og treysti því ekki 100%,“ sagði Jón Arnór sem er enn samningslaus. Stoppar síminn ekki hjá umboðsmanninum hans? „Það var eitthvað í gangi, ég var að spá í að auglýsa á Twitter hvort einhvern vantaði skotbakvörð,“ sagði Jón Arnór í gríni. „Það er eitthvað að koma inn en ég reyndi ekkert að svara honum (umboðsmanninum), ég var bara að einbeita mér að leiknum og ætla að halda því áfram. „Það er einn leikur eftir og svo kemur þetta bara í ljós. Ég ætla svo að fara heim og nýta mér það. Ef ég sem í dag eða á morgun þarf ég að fara strax út. Maður er orðinn svo reyndur að ég ætla að reyna að kreista út nokkra daga heima,“ sagði Jón Arnór sem sér fríið á Íslandi í hillingum.Hamborgarinn virkaði vel Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir í B-riðli, gegn Tyrklandi á morgun. Jón Arnór segir að Ísland sé klárt í þann leik. „Ekki spurning. Við þurfum að jafna okkur fyrir næsta leik, það er bara ísbað og hugleiðsla og beint upp á herbergi,“ sagði Jón Arnór. Hann upplýsti að einhverjir leikmenn hefðu fengið sér hamborgara í gær. Hann bætti því við að undirbúningurinn fyrir leikinn yrði svipaður og fyrir hina fjóra. „Við gerum þetta svipað, verðum léttir og jákvæðir. Þetta er rosalega góður hópur og gaman að vera í kringum leikmennina og starfsliðið. Þetta er bara hátíð.“ EM 2015 í Berlín Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. Ísland spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og komst m.a. fjórum stigum yfir eftir góðan sprett. Í seinni hálfleik dró svo af íslensku strákunum, ekki ósvipað og gegn Serbíu í gær. „Já, það fer mikil orka í þetta. Við erum helvíti góðir í 20 mínútur. Við börðumst eins og ljón. Þriðji fjórðungurinn var ekkert alslæmur en það var erfitt að koma inn í seinni hálfleikinn og toppa þann fyrri þar sem við vorum mjög þéttir,“ sagði Jón Arnór sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. „Við spiluðum góða vörn, vorum að stríða þeim og vorum yfir á tímabili. Við vorum með sjálfstraustið í botni og spiluðum sem ein heild.“Þetta óútskýranlega íslenska hjarta Jón Arnór er ánægður með hugarfar íslenska liðsins sem mætir alltaf tilbúið til leiks þótt leikirnir á undan hafi tapast. „Það segir svolítið um hugarfarið hjá okkur og hvað við erum sterkir andlega. Við sýnum þetta óútskýranlega íslenska hjarta í þessum leikjum. „Þetta er eitthvað undur, það er ótrúlega erfitt að útskýra það. Það skiptir engu máli hvað lið gera á móti okkur, við komum alltaf til baka og erum á réttri leið. Það er ótrúlega gott að fá stuðninginn frá fólkinu, það gefur okkur rosalega mikið. Án þess værum við í verri málum, myndi ég halda, og ég vil bara enn og aftur þakka þeim fyrir.“Leið eins og ég væri ungur aftur Jón Arnór hefur verið að glíma við hnémeiðsli og spilaði af þeim sökum ekki mikið gegn Serbíu. Hann lét hins vegar tappa af hnénu í gær og leið miklu betur í dag. „Mér leið bara eins og ég væri ungur aftur í dag. Við töppuðum af hnénu í gær og mér leið miklu betur í dag. Ég var svolítið mikið bólginn í gær og ég átti erfitt með að hita upp og komast í gírinn. Ég var stífur og aumur í hnénu og treysti því ekki 100%,“ sagði Jón Arnór sem er enn samningslaus. Stoppar síminn ekki hjá umboðsmanninum hans? „Það var eitthvað í gangi, ég var að spá í að auglýsa á Twitter hvort einhvern vantaði skotbakvörð,“ sagði Jón Arnór í gríni. „Það er eitthvað að koma inn en ég reyndi ekkert að svara honum (umboðsmanninum), ég var bara að einbeita mér að leiknum og ætla að halda því áfram. „Það er einn leikur eftir og svo kemur þetta bara í ljós. Ég ætla svo að fara heim og nýta mér það. Ef ég sem í dag eða á morgun þarf ég að fara strax út. Maður er orðinn svo reyndur að ég ætla að reyna að kreista út nokkra daga heima,“ sagði Jón Arnór sem sér fríið á Íslandi í hillingum.Hamborgarinn virkaði vel Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir í B-riðli, gegn Tyrklandi á morgun. Jón Arnór segir að Ísland sé klárt í þann leik. „Ekki spurning. Við þurfum að jafna okkur fyrir næsta leik, það er bara ísbað og hugleiðsla og beint upp á herbergi,“ sagði Jón Arnór. Hann upplýsti að einhverjir leikmenn hefðu fengið sér hamborgara í gær. Hann bætti því við að undirbúningurinn fyrir leikinn yrði svipaður og fyrir hina fjóra. „Við gerum þetta svipað, verðum léttir og jákvæðir. Þetta er rosalega góður hópur og gaman að vera í kringum leikmennina og starfsliðið. Þetta er bara hátíð.“
EM 2015 í Berlín Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira