Sigursteinn: Leystu verkefnið eins og sannir sigurvegarar Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. ágúst 2015 13:38 Íslensku strákarnir. Vísir/Facebook-síða mótsins „Ég er bara ljómandi góður eftir þennan leik, það var þung stemming í gær eftir tapið en það var mikil ánægja í klefanum áðan,“ sagði Sigursteinn Arndal, aðstoðarþjálfari íslenska U19 árs landsliðsins í handbolta, sæll er Vísir heyrði í honum í Rússlandi. „Við ætluðum okkur í úrslitin en strákarnir svöruðu fyrir gærdaginn hérna áðan. Þeir voru mjög einbeittir á þetta verkefni og þeir leystu það frábærlega.“ Strákarnir lentu í erfiðum riðli en töpuðu aðeins einum leik á mótinu. „Við komum úr neðsta styrkleikaflokki í riðlakeppnina en náum að vinna riðilinn og um leið og þú kemst í útslattarkeppni stefniru alltaf einu lengra,“ sagði Sigursteinn sem var ánægður með stuðninginn frá Íslandi. „Strákarnir voru ánægðir að sjá allan stuðninginn en á sama tíma meðvitaðir að það væri aukin pressa á þeim. Það var hluti af undirbúningnum í dag að rifja það upp að eftir tuttugu sigurleiki í röð væru margir spenntir fyrir því að sjá viðbrögð liðsins eftir tapleik en þeir leystu það eins og sannir sigurvegarar.“ Sigurinn í dag var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. Komst munurinn þegar mest var upp í átta mörk en spænska liðið komst um tíma hvorki lönd né strönd gegn íslensku vörninni. „Leikurinn í dag minnti á margan hátt á leikinn gegn Slóvenum í gær. Við spiluðum frábæra vörn í 45 mínútur í gær en náðum að gera það allan leikinn í dag. Þetta er í þriðja sinn sem við mætum bronshöfunum frá síðasta EM, Spánverjum á síðasta mánuði og við höfum unnið alla leikina.“ Sigursteinn var afar stoltur af því hvernig strákarnir brugðust við tapinu í gær. „Þetta er einstakur hópur, þeir taka ótrúlega vel allir tilsögnum og vinnusemin í þessum strákum er til fyrirmyndar. Það er ofsalega gaman að þjálfa svona góða stráka sem eru með markmið og gefa allt í að reyna að ná þeim,“ sagði Sigursteinn en liðið hefur eytt stærstum hluta sumarsins saman að æfa til undirbúnings fyrir mótið. „Þetta brýnir þá vonandi bara meir fyrir næstu verkefni því við getum ennþá bætt okkur og náð betri árangri.“ Sigursteinn sem sagði að það yrði fagnað eitthvað á eftir en liðið flýgur heim í nótt. „Við ætlum að njóta kvöldsins saman og svo erum við á förum klukkan tvö í nótt. Við fáum okkur vel að borða og njóta stundarinnar í kvöld en fyrst mætum við á verðlaunaafhendinguna eftir úrslitaleikinn.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
„Ég er bara ljómandi góður eftir þennan leik, það var þung stemming í gær eftir tapið en það var mikil ánægja í klefanum áðan,“ sagði Sigursteinn Arndal, aðstoðarþjálfari íslenska U19 árs landsliðsins í handbolta, sæll er Vísir heyrði í honum í Rússlandi. „Við ætluðum okkur í úrslitin en strákarnir svöruðu fyrir gærdaginn hérna áðan. Þeir voru mjög einbeittir á þetta verkefni og þeir leystu það frábærlega.“ Strákarnir lentu í erfiðum riðli en töpuðu aðeins einum leik á mótinu. „Við komum úr neðsta styrkleikaflokki í riðlakeppnina en náum að vinna riðilinn og um leið og þú kemst í útslattarkeppni stefniru alltaf einu lengra,“ sagði Sigursteinn sem var ánægður með stuðninginn frá Íslandi. „Strákarnir voru ánægðir að sjá allan stuðninginn en á sama tíma meðvitaðir að það væri aukin pressa á þeim. Það var hluti af undirbúningnum í dag að rifja það upp að eftir tuttugu sigurleiki í röð væru margir spenntir fyrir því að sjá viðbrögð liðsins eftir tapleik en þeir leystu það eins og sannir sigurvegarar.“ Sigurinn í dag var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. Komst munurinn þegar mest var upp í átta mörk en spænska liðið komst um tíma hvorki lönd né strönd gegn íslensku vörninni. „Leikurinn í dag minnti á margan hátt á leikinn gegn Slóvenum í gær. Við spiluðum frábæra vörn í 45 mínútur í gær en náðum að gera það allan leikinn í dag. Þetta er í þriðja sinn sem við mætum bronshöfunum frá síðasta EM, Spánverjum á síðasta mánuði og við höfum unnið alla leikina.“ Sigursteinn var afar stoltur af því hvernig strákarnir brugðust við tapinu í gær. „Þetta er einstakur hópur, þeir taka ótrúlega vel allir tilsögnum og vinnusemin í þessum strákum er til fyrirmyndar. Það er ofsalega gaman að þjálfa svona góða stráka sem eru með markmið og gefa allt í að reyna að ná þeim,“ sagði Sigursteinn en liðið hefur eytt stærstum hluta sumarsins saman að æfa til undirbúnings fyrir mótið. „Þetta brýnir þá vonandi bara meir fyrir næstu verkefni því við getum ennþá bætt okkur og náð betri árangri.“ Sigursteinn sem sagði að það yrði fagnað eitthvað á eftir en liðið flýgur heim í nótt. „Við ætlum að njóta kvöldsins saman og svo erum við á förum klukkan tvö í nótt. Við fáum okkur vel að borða og njóta stundarinnar í kvöld en fyrst mætum við á verðlaunaafhendinguna eftir úrslitaleikinn.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35