Nýtt myndband frá Trúboðunum: „Afhjúpar fávisku og þekkingarskort mölbúans á sveitalífi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. ágúst 2015 09:29 Myndbandið er stórskemmtilegt og það sama má segja um lagið. Fyrsta myndband Trúboðanna kemur út í dag og er það við lagið Upp í sveit af plötunni Óskalög sjúklinga. „Lagið er óður til sveitarinnar og þrá hljómsveitarmeðlima um að geta átt athvarf fjarri svifryks Miklubrautar og hávaða. Jafnframt afhjúpar það fávisku og þekkingarskort mölbúans á sveitalífi og ekki síst þeim störfum sem unnin eru til sveita. Með klaufsku handbragði er gerð tilraun til þess að moka skít, gefa geitum, girða, mjólka kýr og ræsa dráttarvél,“ segir Heiðar Ingi Svansson, bassaleikari í hljómsveitinni. En þegar hvorki gengur né rekur með bústörfin er alltaf hægt að grípa í hljóðfærin með grasbala sem svið, sólarljós sem lýsingu og kletta sem sviðsmynd. Myndbandið var tekið upp á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði á sólríkum sumardegi fyrr í sumar og nutu hljómsveitarmeðlimir gestrisni ábúenda þar og ekki síst dýra. Um myndatöku, leikstjórn og klippingu sá sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson sem gerði handritið ásamt Karli Övarssyni. Framleiðandi er Finngálkn Movies. Engin dýr voru meidd vegna gerð þessa myndbands. Trúboðarnir eru Karl Örvarsson, söngvari, Heiðar Ingi Svansson, bassaleikari, Guðmundur Jónsson, gítarleikari og Magnús Rúnar Magnússon, trommuleikari. Þeir munu koma fram ásamt fjölmörgu öðru tónlistarfólk á Menningarnæturtónleikum X977 á Bar 11 n.k. laugardag kl 14:30 og verða svo með útgáfutónleika 28. ágúst n.k. á Græna hattinum á Akureyri. Tengdar fréttir Rokka í stað þess að golfa Hljómsveitin Trúboðarnir samanstendur af fjórum feðrum sem eiga samtals fjórtán börn. Sveitin leikur poppskotið síðpönk. Markmið sveitarinnar er að berjast gegn stöðnun í lífi meðlima. 16. apríl 2015 11:30 Nokkuð þéttur á nöglinni Heiðar Ingi Svansson leikur á bassa í hljómsveitinni Trúboðarnir. Fyrsta plata hljómsveitarinnar er nýkomin út og útgáfutónleikar fram undan á Gauknum á fimmtudaginn. Fólk spurði Heiðar út í helgarplönin og hljómsveitina. 1. júní 2015 15:00 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Fyrsta myndband Trúboðanna kemur út í dag og er það við lagið Upp í sveit af plötunni Óskalög sjúklinga. „Lagið er óður til sveitarinnar og þrá hljómsveitarmeðlima um að geta átt athvarf fjarri svifryks Miklubrautar og hávaða. Jafnframt afhjúpar það fávisku og þekkingarskort mölbúans á sveitalífi og ekki síst þeim störfum sem unnin eru til sveita. Með klaufsku handbragði er gerð tilraun til þess að moka skít, gefa geitum, girða, mjólka kýr og ræsa dráttarvél,“ segir Heiðar Ingi Svansson, bassaleikari í hljómsveitinni. En þegar hvorki gengur né rekur með bústörfin er alltaf hægt að grípa í hljóðfærin með grasbala sem svið, sólarljós sem lýsingu og kletta sem sviðsmynd. Myndbandið var tekið upp á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði á sólríkum sumardegi fyrr í sumar og nutu hljómsveitarmeðlimir gestrisni ábúenda þar og ekki síst dýra. Um myndatöku, leikstjórn og klippingu sá sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson sem gerði handritið ásamt Karli Övarssyni. Framleiðandi er Finngálkn Movies. Engin dýr voru meidd vegna gerð þessa myndbands. Trúboðarnir eru Karl Örvarsson, söngvari, Heiðar Ingi Svansson, bassaleikari, Guðmundur Jónsson, gítarleikari og Magnús Rúnar Magnússon, trommuleikari. Þeir munu koma fram ásamt fjölmörgu öðru tónlistarfólk á Menningarnæturtónleikum X977 á Bar 11 n.k. laugardag kl 14:30 og verða svo með útgáfutónleika 28. ágúst n.k. á Græna hattinum á Akureyri.
Tengdar fréttir Rokka í stað þess að golfa Hljómsveitin Trúboðarnir samanstendur af fjórum feðrum sem eiga samtals fjórtán börn. Sveitin leikur poppskotið síðpönk. Markmið sveitarinnar er að berjast gegn stöðnun í lífi meðlima. 16. apríl 2015 11:30 Nokkuð þéttur á nöglinni Heiðar Ingi Svansson leikur á bassa í hljómsveitinni Trúboðarnir. Fyrsta plata hljómsveitarinnar er nýkomin út og útgáfutónleikar fram undan á Gauknum á fimmtudaginn. Fólk spurði Heiðar út í helgarplönin og hljómsveitina. 1. júní 2015 15:00 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Rokka í stað þess að golfa Hljómsveitin Trúboðarnir samanstendur af fjórum feðrum sem eiga samtals fjórtán börn. Sveitin leikur poppskotið síðpönk. Markmið sveitarinnar er að berjast gegn stöðnun í lífi meðlima. 16. apríl 2015 11:30
Nokkuð þéttur á nöglinni Heiðar Ingi Svansson leikur á bassa í hljómsveitinni Trúboðarnir. Fyrsta plata hljómsveitarinnar er nýkomin út og útgáfutónleikar fram undan á Gauknum á fimmtudaginn. Fólk spurði Heiðar út í helgarplönin og hljómsveitina. 1. júní 2015 15:00