Þýðandi Straight Outta Compton: Lét rappið allt ríma á íslensku Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. ágúst 2015 08:00 Það tók Harald Jóhannson þrjá daga að þýða myndina Straight Outta Compton. Hann vandaði greinilega til verka og lét rapptextana ríma í íslenskri þýðingu. „Ég ákvað að hafa orðalagið gróft og sláandi – því þeir voru það á sínum tíma,“ segir Haraldur Jóhannsson þýðandi um myndina Straight Outta Compton sem frumsýnd verður í kvikmyndahúsum í dag. Eftir sérstaka forsýningu myndarinnar á mánudagskvöld mátti heyra áhorfendur ræða sérstaklega um þýðingu myndarinnar og vakti það athygli að Haraldur þýddi texta rappsveitarinnar; og það sem meira er, hann lét textana ríma á íslensku. „Þetta var talsvert meira en venjuleg þýðing,“ segir Haraldur og heldur áfram: „Það er óvenjulega mikið talað í myndinni. Þetta var þriggja daga verk, að þýða myndina. Yfirleitt taka kvikmyndir um einn dag í þýðingu.“ Haraldur segist hafa þurft að setja sig í stellingar til að þýða rappið í myndinni. „Sko, það er alltaf spurning hvort maður eigi að þýða texta í lögum. Ef þeir skipta máli fyrir samhengi myndarinnar gerir maður það. Í Straight Outta Compton eru textarnir partur af „plottinu“, þeir eru þjóðfélagsádeila og það hefði ekki verið hægt að sleppa því að þýða þá. Og fyrst maður er byrjaður að þýða þá er um að gera að reyna að láta þá ríma. Þá reynir maður að fórna eins litlu af innihaldinu og hægt er. Maður sleppir þá frekar að láta eina til tvær línur ríma, til þess að merkingin haldi sér.“Straight Outta Compton verður frumsýnd í dag.Haraldur hefur reynslu af að þýða myndir þar sem lagatextar skipta máli. „Ég þýddi Mama Mia og Hairspray, en þetta er auðvitað miklu óheflaðra. Ég þýddi líka 8 Mile, sem var mun svipaðra þessu.“ Þrátt fyrir reynsluna þurfti Haraldur að setja sig inn í menninguna og tíðarandann á vesturströnd Bandaríkjanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Netið er ómetanlegt, til þess að geta flett upp vísunum í textum og slangri. Maður reynir að aðlaga þetta þannig að áhorfendur skilji hvað er verið að tala um, þó svo maður sé ekkert að snúa þessu upp á Ísland.“ Haraldur notaði lög N.W.A. til að veita sér innblástur við þýðinguna. „Maður þurfti að liggja svolítið yfir þessu og reyna að skilja tóninn í lögunum, hvort þetta eigi að vera bítandi eða húmor. Maður þarf að skilja hvernig þeir leggja lögin upp og reyna að upplifa þeirra túlkun á yrkisefninu.“ Hér má sjá stillu úr myndinni. Þarna er N.W.A. að verða til.Hér má sjá lagið No Vaseline með Ice Cube í íslenskri þýðingu Haraldar:Gott að þið dissuðuð mig, vinirVoruð harðir en eruð núna grautlinir.Fyrst hömpuðuð þið allir AKNú ykkur sé ég í myndbandi með Michel'leÞið eruð sjón ei fallegÉg sá það fyrir, þess vegna fór égOg hélt áfram að stritaOg sá ykkur ræflana alla burt frá Compton flytjaBúið með hvítum, eitt stórt hús, jáEn hvergir er annan surt að sjáÉg byrjaði með allt of mikla byrðiHenti fjórum surtum og er nú miklu meira virðiMyndin sýnir mikið ofbeldi lögreglumanna í garð sveitarmeðlima og annarra þeldökkra.En textinn lítur svona út á frummálinu:Goddamn, I'm glad y'all set it offUsed to be hard, now you're just wet and softFirst you was down with the AKAnd now I see you on a video with Michel'leLooking like straight bozosI saw it coming, that's why I went soloAnd kept on stompin'While y'all mothafuckers moved straight outta ComptonLiving with the whites, one big houseAnd not another nigga in sightI started off with too much cargoDropped four niggas now I'm making all the dough Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
„Ég ákvað að hafa orðalagið gróft og sláandi – því þeir voru það á sínum tíma,“ segir Haraldur Jóhannsson þýðandi um myndina Straight Outta Compton sem frumsýnd verður í kvikmyndahúsum í dag. Eftir sérstaka forsýningu myndarinnar á mánudagskvöld mátti heyra áhorfendur ræða sérstaklega um þýðingu myndarinnar og vakti það athygli að Haraldur þýddi texta rappsveitarinnar; og það sem meira er, hann lét textana ríma á íslensku. „Þetta var talsvert meira en venjuleg þýðing,“ segir Haraldur og heldur áfram: „Það er óvenjulega mikið talað í myndinni. Þetta var þriggja daga verk, að þýða myndina. Yfirleitt taka kvikmyndir um einn dag í þýðingu.“ Haraldur segist hafa þurft að setja sig í stellingar til að þýða rappið í myndinni. „Sko, það er alltaf spurning hvort maður eigi að þýða texta í lögum. Ef þeir skipta máli fyrir samhengi myndarinnar gerir maður það. Í Straight Outta Compton eru textarnir partur af „plottinu“, þeir eru þjóðfélagsádeila og það hefði ekki verið hægt að sleppa því að þýða þá. Og fyrst maður er byrjaður að þýða þá er um að gera að reyna að láta þá ríma. Þá reynir maður að fórna eins litlu af innihaldinu og hægt er. Maður sleppir þá frekar að láta eina til tvær línur ríma, til þess að merkingin haldi sér.“Straight Outta Compton verður frumsýnd í dag.Haraldur hefur reynslu af að þýða myndir þar sem lagatextar skipta máli. „Ég þýddi Mama Mia og Hairspray, en þetta er auðvitað miklu óheflaðra. Ég þýddi líka 8 Mile, sem var mun svipaðra þessu.“ Þrátt fyrir reynsluna þurfti Haraldur að setja sig inn í menninguna og tíðarandann á vesturströnd Bandaríkjanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Netið er ómetanlegt, til þess að geta flett upp vísunum í textum og slangri. Maður reynir að aðlaga þetta þannig að áhorfendur skilji hvað er verið að tala um, þó svo maður sé ekkert að snúa þessu upp á Ísland.“ Haraldur notaði lög N.W.A. til að veita sér innblástur við þýðinguna. „Maður þurfti að liggja svolítið yfir þessu og reyna að skilja tóninn í lögunum, hvort þetta eigi að vera bítandi eða húmor. Maður þarf að skilja hvernig þeir leggja lögin upp og reyna að upplifa þeirra túlkun á yrkisefninu.“ Hér má sjá stillu úr myndinni. Þarna er N.W.A. að verða til.Hér má sjá lagið No Vaseline með Ice Cube í íslenskri þýðingu Haraldar:Gott að þið dissuðuð mig, vinirVoruð harðir en eruð núna grautlinir.Fyrst hömpuðuð þið allir AKNú ykkur sé ég í myndbandi með Michel'leÞið eruð sjón ei fallegÉg sá það fyrir, þess vegna fór égOg hélt áfram að stritaOg sá ykkur ræflana alla burt frá Compton flytjaBúið með hvítum, eitt stórt hús, jáEn hvergir er annan surt að sjáÉg byrjaði með allt of mikla byrðiHenti fjórum surtum og er nú miklu meira virðiMyndin sýnir mikið ofbeldi lögreglumanna í garð sveitarmeðlima og annarra þeldökkra.En textinn lítur svona út á frummálinu:Goddamn, I'm glad y'all set it offUsed to be hard, now you're just wet and softFirst you was down with the AKAnd now I see you on a video with Michel'leLooking like straight bozosI saw it coming, that's why I went soloAnd kept on stompin'While y'all mothafuckers moved straight outta ComptonLiving with the whites, one big houseAnd not another nigga in sightI started off with too much cargoDropped four niggas now I'm making all the dough
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira