Þýðandi Straight Outta Compton: Lét rappið allt ríma á íslensku Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. ágúst 2015 08:00 Það tók Harald Jóhannson þrjá daga að þýða myndina Straight Outta Compton. Hann vandaði greinilega til verka og lét rapptextana ríma í íslenskri þýðingu. „Ég ákvað að hafa orðalagið gróft og sláandi – því þeir voru það á sínum tíma,“ segir Haraldur Jóhannsson þýðandi um myndina Straight Outta Compton sem frumsýnd verður í kvikmyndahúsum í dag. Eftir sérstaka forsýningu myndarinnar á mánudagskvöld mátti heyra áhorfendur ræða sérstaklega um þýðingu myndarinnar og vakti það athygli að Haraldur þýddi texta rappsveitarinnar; og það sem meira er, hann lét textana ríma á íslensku. „Þetta var talsvert meira en venjuleg þýðing,“ segir Haraldur og heldur áfram: „Það er óvenjulega mikið talað í myndinni. Þetta var þriggja daga verk, að þýða myndina. Yfirleitt taka kvikmyndir um einn dag í þýðingu.“ Haraldur segist hafa þurft að setja sig í stellingar til að þýða rappið í myndinni. „Sko, það er alltaf spurning hvort maður eigi að þýða texta í lögum. Ef þeir skipta máli fyrir samhengi myndarinnar gerir maður það. Í Straight Outta Compton eru textarnir partur af „plottinu“, þeir eru þjóðfélagsádeila og það hefði ekki verið hægt að sleppa því að þýða þá. Og fyrst maður er byrjaður að þýða þá er um að gera að reyna að láta þá ríma. Þá reynir maður að fórna eins litlu af innihaldinu og hægt er. Maður sleppir þá frekar að láta eina til tvær línur ríma, til þess að merkingin haldi sér.“Straight Outta Compton verður frumsýnd í dag.Haraldur hefur reynslu af að þýða myndir þar sem lagatextar skipta máli. „Ég þýddi Mama Mia og Hairspray, en þetta er auðvitað miklu óheflaðra. Ég þýddi líka 8 Mile, sem var mun svipaðra þessu.“ Þrátt fyrir reynsluna þurfti Haraldur að setja sig inn í menninguna og tíðarandann á vesturströnd Bandaríkjanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Netið er ómetanlegt, til þess að geta flett upp vísunum í textum og slangri. Maður reynir að aðlaga þetta þannig að áhorfendur skilji hvað er verið að tala um, þó svo maður sé ekkert að snúa þessu upp á Ísland.“ Haraldur notaði lög N.W.A. til að veita sér innblástur við þýðinguna. „Maður þurfti að liggja svolítið yfir þessu og reyna að skilja tóninn í lögunum, hvort þetta eigi að vera bítandi eða húmor. Maður þarf að skilja hvernig þeir leggja lögin upp og reyna að upplifa þeirra túlkun á yrkisefninu.“ Hér má sjá stillu úr myndinni. Þarna er N.W.A. að verða til.Hér má sjá lagið No Vaseline með Ice Cube í íslenskri þýðingu Haraldar:Gott að þið dissuðuð mig, vinirVoruð harðir en eruð núna grautlinir.Fyrst hömpuðuð þið allir AKNú ykkur sé ég í myndbandi með Michel'leÞið eruð sjón ei fallegÉg sá það fyrir, þess vegna fór égOg hélt áfram að stritaOg sá ykkur ræflana alla burt frá Compton flytjaBúið með hvítum, eitt stórt hús, jáEn hvergir er annan surt að sjáÉg byrjaði með allt of mikla byrðiHenti fjórum surtum og er nú miklu meira virðiMyndin sýnir mikið ofbeldi lögreglumanna í garð sveitarmeðlima og annarra þeldökkra.En textinn lítur svona út á frummálinu:Goddamn, I'm glad y'all set it offUsed to be hard, now you're just wet and softFirst you was down with the AKAnd now I see you on a video with Michel'leLooking like straight bozosI saw it coming, that's why I went soloAnd kept on stompin'While y'all mothafuckers moved straight outta ComptonLiving with the whites, one big houseAnd not another nigga in sightI started off with too much cargoDropped four niggas now I'm making all the dough Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Fleiri fréttir Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn Sjá meira
„Ég ákvað að hafa orðalagið gróft og sláandi – því þeir voru það á sínum tíma,“ segir Haraldur Jóhannsson þýðandi um myndina Straight Outta Compton sem frumsýnd verður í kvikmyndahúsum í dag. Eftir sérstaka forsýningu myndarinnar á mánudagskvöld mátti heyra áhorfendur ræða sérstaklega um þýðingu myndarinnar og vakti það athygli að Haraldur þýddi texta rappsveitarinnar; og það sem meira er, hann lét textana ríma á íslensku. „Þetta var talsvert meira en venjuleg þýðing,“ segir Haraldur og heldur áfram: „Það er óvenjulega mikið talað í myndinni. Þetta var þriggja daga verk, að þýða myndina. Yfirleitt taka kvikmyndir um einn dag í þýðingu.“ Haraldur segist hafa þurft að setja sig í stellingar til að þýða rappið í myndinni. „Sko, það er alltaf spurning hvort maður eigi að þýða texta í lögum. Ef þeir skipta máli fyrir samhengi myndarinnar gerir maður það. Í Straight Outta Compton eru textarnir partur af „plottinu“, þeir eru þjóðfélagsádeila og það hefði ekki verið hægt að sleppa því að þýða þá. Og fyrst maður er byrjaður að þýða þá er um að gera að reyna að láta þá ríma. Þá reynir maður að fórna eins litlu af innihaldinu og hægt er. Maður sleppir þá frekar að láta eina til tvær línur ríma, til þess að merkingin haldi sér.“Straight Outta Compton verður frumsýnd í dag.Haraldur hefur reynslu af að þýða myndir þar sem lagatextar skipta máli. „Ég þýddi Mama Mia og Hairspray, en þetta er auðvitað miklu óheflaðra. Ég þýddi líka 8 Mile, sem var mun svipaðra þessu.“ Þrátt fyrir reynsluna þurfti Haraldur að setja sig inn í menninguna og tíðarandann á vesturströnd Bandaríkjanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Netið er ómetanlegt, til þess að geta flett upp vísunum í textum og slangri. Maður reynir að aðlaga þetta þannig að áhorfendur skilji hvað er verið að tala um, þó svo maður sé ekkert að snúa þessu upp á Ísland.“ Haraldur notaði lög N.W.A. til að veita sér innblástur við þýðinguna. „Maður þurfti að liggja svolítið yfir þessu og reyna að skilja tóninn í lögunum, hvort þetta eigi að vera bítandi eða húmor. Maður þarf að skilja hvernig þeir leggja lögin upp og reyna að upplifa þeirra túlkun á yrkisefninu.“ Hér má sjá stillu úr myndinni. Þarna er N.W.A. að verða til.Hér má sjá lagið No Vaseline með Ice Cube í íslenskri þýðingu Haraldar:Gott að þið dissuðuð mig, vinirVoruð harðir en eruð núna grautlinir.Fyrst hömpuðuð þið allir AKNú ykkur sé ég í myndbandi með Michel'leÞið eruð sjón ei fallegÉg sá það fyrir, þess vegna fór égOg hélt áfram að stritaOg sá ykkur ræflana alla burt frá Compton flytjaBúið með hvítum, eitt stórt hús, jáEn hvergir er annan surt að sjáÉg byrjaði með allt of mikla byrðiHenti fjórum surtum og er nú miklu meira virðiMyndin sýnir mikið ofbeldi lögreglumanna í garð sveitarmeðlima og annarra þeldökkra.En textinn lítur svona út á frummálinu:Goddamn, I'm glad y'all set it offUsed to be hard, now you're just wet and softFirst you was down with the AKAnd now I see you on a video with Michel'leLooking like straight bozosI saw it coming, that's why I went soloAnd kept on stompin'While y'all mothafuckers moved straight outta ComptonLiving with the whites, one big houseAnd not another nigga in sightI started off with too much cargoDropped four niggas now I'm making all the dough
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Fleiri fréttir Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn Sjá meira