Fer þangað sem fjörið er Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2015 17:41 Það er aldrei nein lognmolla kringum Dag Stein Elfu Ómarsson. Dagur Steinn Elfu Ómarsson rúllaði upp Esjuna í gær í sérútbúnum hjólastól á vegum Öryggismiðstöðarinnar sem ætlar að bjóða fólki í hjólastól að að njóta útsýnisins af Esjunni. Ferðin gekk vonum framar. Svo vel reyndar að Dagur Steinn og aðstoðarmenn hans voru aðeins rúmar tvær klukkustundir upp og niður Esjuna. Að sögn Dags Steins var útsýnið það besta við að fara á Esjuna en hann er alls ekki óvanur því að fara í ferðalög. hann og fjölskylda hans hafa ferðast vítt og breitt um landið auk þess sem þau hafa ferðast erlendis á íþróttaleiki. Íþróttir eru einmitt helsta áhugamál Dags en hann styður Fjölni á Íslandi og Manchester United í enska boltanum. Hann lætur sig ekki vanta á leiki Fjölnis og fylgdi þeim nýverið til Vestmannaeyja. Dagur Steinn skemmti sér vel í þeirri ferð þó að úrslitin hafi ekki verið eftir óskum en Fjölnismenn töpuðu.Dagur er mikill Fjölnismaður og lét sig ekki vanta á leik síns liðs í Vestmannaeyjum.mynd/dagurDagur Steinn hefur jafnframt farið á Old Trafford og horft á liðið sitt Manchester United en í september 2013 fór hann á leik United og Crystal Palace í deildinni og á leik United og Leverkusen í Meistaradeildinni. Dagur fór í ferðina með stuðningi stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi og fékk að hitta Fred the Red, lukkdýr félagsins. Ferðin var algjört ævintýri að sögn Dags Steins en hann var mjög ánægður með hjólastólaaðstöðuna á Old Trafford. Íþróttir eru helsta áhugamál Dags en þegar Vísir náði tali af honum var hann að vinna upp tveggja vikna skammt af íþróttaleikjum í sjónvarpinu sem hann hafði misst af undanfarnar tvær vikur en hann er nýkominn úr sumarbúðum í Reykjadal. Dagur Steinn skellti sér einnig á Evrópumótið í handbolta á síðasta ári sem haldið var í Danmörku. Þar hitti Dagur Steinn landsliðsmennina og ræddi við þjálfara og fyrirliða landsliðsins í handbolta þá Aron Kristjánsson og Guðjón Val Sigurðsson í fluginu á leiðinni til Danmerkur. Dagur Steinn mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu eins og undanfarin ár en í þetta sinn ætlar hann að fara í heilt maraþon, 42 kílómetra en hingað til hefur hann tekið þátt í 10 km hlaupi og 21 kílómetra hlaupi. Ætlar hann að keppa til styrktar vini sínum, Steini Jónssyni, sem lenti í mótorhjólaslysi fyrr í sumar.Um helgina ætlum við að koma 24 einstaklingum upp Esjuna. Þeir eiga það allir sameiginlegt að komast ekki af sjálfsdáðum...Posted by Öryggismiðstöðin on Tuesday, 11 August 2015 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Dagur Steinn Elfu Ómarsson rúllaði upp Esjuna í gær í sérútbúnum hjólastól á vegum Öryggismiðstöðarinnar sem ætlar að bjóða fólki í hjólastól að að njóta útsýnisins af Esjunni. Ferðin gekk vonum framar. Svo vel reyndar að Dagur Steinn og aðstoðarmenn hans voru aðeins rúmar tvær klukkustundir upp og niður Esjuna. Að sögn Dags Steins var útsýnið það besta við að fara á Esjuna en hann er alls ekki óvanur því að fara í ferðalög. hann og fjölskylda hans hafa ferðast vítt og breitt um landið auk þess sem þau hafa ferðast erlendis á íþróttaleiki. Íþróttir eru einmitt helsta áhugamál Dags en hann styður Fjölni á Íslandi og Manchester United í enska boltanum. Hann lætur sig ekki vanta á leiki Fjölnis og fylgdi þeim nýverið til Vestmannaeyja. Dagur Steinn skemmti sér vel í þeirri ferð þó að úrslitin hafi ekki verið eftir óskum en Fjölnismenn töpuðu.Dagur er mikill Fjölnismaður og lét sig ekki vanta á leik síns liðs í Vestmannaeyjum.mynd/dagurDagur Steinn hefur jafnframt farið á Old Trafford og horft á liðið sitt Manchester United en í september 2013 fór hann á leik United og Crystal Palace í deildinni og á leik United og Leverkusen í Meistaradeildinni. Dagur fór í ferðina með stuðningi stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi og fékk að hitta Fred the Red, lukkdýr félagsins. Ferðin var algjört ævintýri að sögn Dags Steins en hann var mjög ánægður með hjólastólaaðstöðuna á Old Trafford. Íþróttir eru helsta áhugamál Dags en þegar Vísir náði tali af honum var hann að vinna upp tveggja vikna skammt af íþróttaleikjum í sjónvarpinu sem hann hafði misst af undanfarnar tvær vikur en hann er nýkominn úr sumarbúðum í Reykjadal. Dagur Steinn skellti sér einnig á Evrópumótið í handbolta á síðasta ári sem haldið var í Danmörku. Þar hitti Dagur Steinn landsliðsmennina og ræddi við þjálfara og fyrirliða landsliðsins í handbolta þá Aron Kristjánsson og Guðjón Val Sigurðsson í fluginu á leiðinni til Danmerkur. Dagur Steinn mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu eins og undanfarin ár en í þetta sinn ætlar hann að fara í heilt maraþon, 42 kílómetra en hingað til hefur hann tekið þátt í 10 km hlaupi og 21 kílómetra hlaupi. Ætlar hann að keppa til styrktar vini sínum, Steini Jónssyni, sem lenti í mótorhjólaslysi fyrr í sumar.Um helgina ætlum við að koma 24 einstaklingum upp Esjuna. Þeir eiga það allir sameiginlegt að komast ekki af sjálfsdáðum...Posted by Öryggismiðstöðin on Tuesday, 11 August 2015
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira