Feðraréttindahreyfingar Þórey Guðmundsdóttir skrifar 14. ágúst 2015 09:48 InngangurGrein mín, Stölkun – Gagnsæi – Ofbeldi, frá 22.05. á visir.is, vakti ótrúlega athygli. Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu körlum og konum, sem tjáðu þakklæti sitt. Ég vil óska til hamingju: Druslugöngunni í heild sinni. Beauty-tips. Free the nipple. Athyglisvert var eftir að ofangreind grein birtist, að nokkrir, já, raunar örfáir karlar kusu að bregðast við ,,ad hominem” og ráðast á manneskjuna, með baktali og ósannindum, ekki fjalla um málefnið. Þeir hinir sömu opinberuðu með því eigið innræti og hversu langt þeir ganga í einmitt þeirri aðferðafræði, sem lýst var í greininni. Meira er svo sem ekki að segja um það. Ég vil leggja áherslu á, að það er rétt að hringurinn, sem efst var í geininni, var upphaflega gerður í varnaðarskyni fyrir konur. Það breytir ekki því, að Julien Blanc notar hann sem kennsluefni fyrir feður, sem vilja brjóta niður barnsmæður sínar. Feðrahreyfingar víða um heiminn nota innihald hringsins í fræðsluskyni.Rannsóknir Rannsóknir á feðraréttindahreyfingum eru í raun á byrjunarstigi, ná ekki nema u.þ.b. 20 ár aftur í tímann. Ef til vill er það sökum þess, að feðraréttindahreyfingarnar eiga upphaf sitt þá í núverandi mynd. Margt merkilegt er að finna í þeim rannsóknum. Sameiginlegt flestum feðraréttindahreyfingum er, að þær eru taldar skaðlegar feðrunum sjálfum sökum þess, að þessar hreyfingar leggja fumáherzlu á að feður byggi upp drottnunarvald sitt gagnvart börnum og barnsmæðrum, fremur en að taka raunverulega og uppbyggjandi þátt í uppeldi barnanna. Þannig er ein venjulegasta aðferðin, sem feðraréttindahreyfingarnar ráðleggja, að gera barnsmóðurina ótrúverðuga, segja hana jafnvel andlega veika, (taka gjarnan fleiri úr fjölskyldu og stuðningsneti móður með í þann róg) svo og að saka stöðugt um, að mæðurnar hindri umgengni þeirra við börnin (tálmi eins og það er kallað í ísl. lögum). Nota þessir menn við þetta ríkuleg ósannindi. Þannig er um þriggja þátta drottnun að ræða. Nýrri heimildir segja drottnunina vera í 5 þáttum: Líkamlega, andlega, fjárhagslega, efnislega og kynferðislega. Raunin verður oftast, að fólk, sem ekki hefur orðið að þola þessa meðferð af eigin raun, trúir ekki sönnum frásögnum þolendanna, svo lygileg getur stölkunin orðið. Við Wollongong háskólann í Ástralíu, var eftirfarandi skilgreining skrifuð sem úrdráttur úr lengri grein: „Feður, sem hafa skilið við móður barna sinna, eru oft haldnir djúpum eigin bágindum, sorg og reiði, þegar sambandi lýkur við móður og börn. Sumir ganga í feðraréttindahópa, sem halda því fram, að þeir berjist fyrir karlmenn og feður, sem séu fórnarlömb mismununar og óréttlætis í forræðis- og umgengnisréttarmálum (Family Court), svo og annars staðar. Þrátt fyrir að halda þessu fram, gera þessir hópar sennilega lítið til hjálpar við feður til að ná sér, né heldur byggja upp eða viðhalda sambandi sem er, eða jákvæðu sambandi við börn þeirra. Sumir karlmenn finna stuðning í þessum hópum, en geta einnig verið egndir til reiði, ásakana og niðurbrjótandi baráttutækni, málaferla og málssókna. Feðraréttindahreyfingar leggja megináherzlu á formleg prinsipp (svokallaðs) jafnréttis, fremur en að leggja áherzlu á að inna föðurhlutverkið af hendi með jákvæðum hætti, eða leggja áherzlu á velferð kvennanna. Sumir þessir hópar virðast hafa meiri áhuga á að endurvekja föðurvald og ákvarðanatöku feðra um líf barnanna og fyrrum eiginkvenna og barnsmæðra, heldur en að hafa raunveruleg tengsl við börnin. Aðrir hópar eru þó samt sem áður meira uppbyggjandi. Lykilorð: Feður, faðerni, skilnaðir, feðraréttur” Athyglisvert er, að ekki skuli orðið barn vera eitt af lykilorðunum.Dr. Michael Flood Dr. Michael Flood er virtur prófessor, sem hefur rannsakað feðraréttindahreyfingar lengi. Margt er hægt að finna eftir hann á netinu, en þegar ég hafði samband við vinnustað hans til að spyrja um nýjustu rannsóknir, fékk ég að vita, að hann hafi fengið svo mikið af hótunum, m.a. líflátshótunum að hlé væri í bili á birtingum. Grimmur heimur þetta. Sömuleiðis fékk ég að vita, að gjarnan væru boðanar mútur. Ég varð ekki undrandi, þar sem jafnvel mér hafa verið boðnar mútur, ef ég veitti hjálp við að brjóta niður tilteknar mæður.Börnin Hvar eru svo persónulegir hagsmunir barna? Þau eiga engin hagsmunafélög að. Þau eiga varla talsmenn, sem taka þeirra persónulegu skoðanir eða álit til greina. Þau eru vopn, barefli í þessum heiftarlega leik. Börn sýna viðbrögð. Börn sýna líka vilja. Börn hafa sál og tilfinningar. Hver gætir hagsmuna barnanna, sem búa nánast í ferðatöskum? Reidar Hjermann fyrrum umboðsmaður barna í Noregi, hefur látið það mál til sín taka, svo og Anne Mette Torkilsen fv. barnaráðherra í Noregi, sem hefur nýlega (2015) gefið út bók um málefni barna. Barnavendin á Íslandi hefur nýverið fengið ákúrur frá ríkisendurskoðun. Ekkert hefur heyrst um, að eitthvað verði gert til úrbóta. Dæmi eru um, að barnaverndarnefndir fái aldrei til sín frá ráðnum starfsmönnum sínum, tilkynningar um ofbeldi feðra gegn börnum. Tilkynningarnar afgreiddar af starfsmönnum og oft vísð frá. Lagagrunnur fyrir slíkum afgreiðslum er veikur í besta falli, ekki fyrir hendi í versta falli. Skaðabótaábyrgð væri, ef því væri að skipta, hjá nefndunum sem heild ekki strfsmönnum. Dæmi eru einnig um, að opnuð séu mál gegn þeim, sem reyna að styðja börn, fyrir það eitt að styðja þau gegn ofbeldi feðra. Þetta gerist ef feður biðja um slíkt.Lokaorð Ég hef velt því fyrir mér hvað sé hægt að gera til að bæta líf og lífsskilyrði barna. Til að fá einhverjar hugmyndir, er gott að nota hugmyndafræði Mílanóskólans, þó gömul sé. Mér hefur dottið í hug að gott væri að leggja svo kallað barnaverndarkerfi niður í núverandi mynd þar sem það verndar ekki alltaf líf barna eins og vera ber. Þetta er hugmynd, sem ég hef og raunar er það þyngra en tárum taki fyrir mig að skrifa þetta. Ég hef sjálf unnið innan þessa kerfis og er löggiltur fagmaður á því sviði. Vel má vera, að ríkisendurskoðun hafi átt sinn þátt í þessari hugmynd minni, svo og það, að nefnd um ár fjölskyldunnar, en í henni átti ég sæti, á sínum tíma kom með allt aðra tillögu að tilhögun barnaverndarmála. Sú tilhögun hefði gefið meiri möguleika á réttlátri málsmeðferð fyrir þolendur. Vel má einnig vera, að sá stormur, sem hefur verið í barnaverndarmálum nú, sé einnig ein orsök að hugmyndinni. Þegar barnaverndin opnar mál gegn alsaklausu fólki á grundvelli grófra ósanninda, þá veltir maður ýmsu fyrir sér og spyr sig hvað sé á ferðinni, stölkun með aðstoð yfirvalda? Ekki er það síður umhugsunarvert hversu mörgum tilkynningum um ofbeldi gegn börnum hefur verið vísað frá af starfsmönnum barnaverndarnefnda. Sannanir liggja fyrir. En það nægir, að nefna fjölmargar frásagnir fullorðinna þolenda, sem hafa þolað ofbeldi í bernsku. Ég er með þessu að gagnrýna það sem miður hefur farið, EKKI að fordæma alla kollega mína innan barnverndar, síður en svo. Margar aðdáunarverðar björgunaraðgerðir á barnaverndin. Í gær þann 15.08. 2015 var umfjöllun í norska ríkisútvarpinu um það, að í haust mun ofbeldi gegn börnum heyra beint undir alm. hegningarlög eins og annað ofbeldi. Ég hef þegar fengið ,,aðvaranir” í einkaskilaboðum á Facebook, vegna þess, að ég tjáði fyrir nokkru þessa hugmynd um að leggja niður barnaverndarkerfið í heild sinni, þar sem nokkrir heyrðu til. Ógnanir einnig, augliti til auglitis. Ætli það sé fleira en að ofan greinir, sem ekki þolir dagsins ljós í réttindmálum barna og málaflokki þeim tengt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
InngangurGrein mín, Stölkun – Gagnsæi – Ofbeldi, frá 22.05. á visir.is, vakti ótrúlega athygli. Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu körlum og konum, sem tjáðu þakklæti sitt. Ég vil óska til hamingju: Druslugöngunni í heild sinni. Beauty-tips. Free the nipple. Athyglisvert var eftir að ofangreind grein birtist, að nokkrir, já, raunar örfáir karlar kusu að bregðast við ,,ad hominem” og ráðast á manneskjuna, með baktali og ósannindum, ekki fjalla um málefnið. Þeir hinir sömu opinberuðu með því eigið innræti og hversu langt þeir ganga í einmitt þeirri aðferðafræði, sem lýst var í greininni. Meira er svo sem ekki að segja um það. Ég vil leggja áherslu á, að það er rétt að hringurinn, sem efst var í geininni, var upphaflega gerður í varnaðarskyni fyrir konur. Það breytir ekki því, að Julien Blanc notar hann sem kennsluefni fyrir feður, sem vilja brjóta niður barnsmæður sínar. Feðrahreyfingar víða um heiminn nota innihald hringsins í fræðsluskyni.Rannsóknir Rannsóknir á feðraréttindahreyfingum eru í raun á byrjunarstigi, ná ekki nema u.þ.b. 20 ár aftur í tímann. Ef til vill er það sökum þess, að feðraréttindahreyfingarnar eiga upphaf sitt þá í núverandi mynd. Margt merkilegt er að finna í þeim rannsóknum. Sameiginlegt flestum feðraréttindahreyfingum er, að þær eru taldar skaðlegar feðrunum sjálfum sökum þess, að þessar hreyfingar leggja fumáherzlu á að feður byggi upp drottnunarvald sitt gagnvart börnum og barnsmæðrum, fremur en að taka raunverulega og uppbyggjandi þátt í uppeldi barnanna. Þannig er ein venjulegasta aðferðin, sem feðraréttindahreyfingarnar ráðleggja, að gera barnsmóðurina ótrúverðuga, segja hana jafnvel andlega veika, (taka gjarnan fleiri úr fjölskyldu og stuðningsneti móður með í þann róg) svo og að saka stöðugt um, að mæðurnar hindri umgengni þeirra við börnin (tálmi eins og það er kallað í ísl. lögum). Nota þessir menn við þetta ríkuleg ósannindi. Þannig er um þriggja þátta drottnun að ræða. Nýrri heimildir segja drottnunina vera í 5 þáttum: Líkamlega, andlega, fjárhagslega, efnislega og kynferðislega. Raunin verður oftast, að fólk, sem ekki hefur orðið að þola þessa meðferð af eigin raun, trúir ekki sönnum frásögnum þolendanna, svo lygileg getur stölkunin orðið. Við Wollongong háskólann í Ástralíu, var eftirfarandi skilgreining skrifuð sem úrdráttur úr lengri grein: „Feður, sem hafa skilið við móður barna sinna, eru oft haldnir djúpum eigin bágindum, sorg og reiði, þegar sambandi lýkur við móður og börn. Sumir ganga í feðraréttindahópa, sem halda því fram, að þeir berjist fyrir karlmenn og feður, sem séu fórnarlömb mismununar og óréttlætis í forræðis- og umgengnisréttarmálum (Family Court), svo og annars staðar. Þrátt fyrir að halda þessu fram, gera þessir hópar sennilega lítið til hjálpar við feður til að ná sér, né heldur byggja upp eða viðhalda sambandi sem er, eða jákvæðu sambandi við börn þeirra. Sumir karlmenn finna stuðning í þessum hópum, en geta einnig verið egndir til reiði, ásakana og niðurbrjótandi baráttutækni, málaferla og málssókna. Feðraréttindahreyfingar leggja megináherzlu á formleg prinsipp (svokallaðs) jafnréttis, fremur en að leggja áherzlu á að inna föðurhlutverkið af hendi með jákvæðum hætti, eða leggja áherzlu á velferð kvennanna. Sumir þessir hópar virðast hafa meiri áhuga á að endurvekja föðurvald og ákvarðanatöku feðra um líf barnanna og fyrrum eiginkvenna og barnsmæðra, heldur en að hafa raunveruleg tengsl við börnin. Aðrir hópar eru þó samt sem áður meira uppbyggjandi. Lykilorð: Feður, faðerni, skilnaðir, feðraréttur” Athyglisvert er, að ekki skuli orðið barn vera eitt af lykilorðunum.Dr. Michael Flood Dr. Michael Flood er virtur prófessor, sem hefur rannsakað feðraréttindahreyfingar lengi. Margt er hægt að finna eftir hann á netinu, en þegar ég hafði samband við vinnustað hans til að spyrja um nýjustu rannsóknir, fékk ég að vita, að hann hafi fengið svo mikið af hótunum, m.a. líflátshótunum að hlé væri í bili á birtingum. Grimmur heimur þetta. Sömuleiðis fékk ég að vita, að gjarnan væru boðanar mútur. Ég varð ekki undrandi, þar sem jafnvel mér hafa verið boðnar mútur, ef ég veitti hjálp við að brjóta niður tilteknar mæður.Börnin Hvar eru svo persónulegir hagsmunir barna? Þau eiga engin hagsmunafélög að. Þau eiga varla talsmenn, sem taka þeirra persónulegu skoðanir eða álit til greina. Þau eru vopn, barefli í þessum heiftarlega leik. Börn sýna viðbrögð. Börn sýna líka vilja. Börn hafa sál og tilfinningar. Hver gætir hagsmuna barnanna, sem búa nánast í ferðatöskum? Reidar Hjermann fyrrum umboðsmaður barna í Noregi, hefur látið það mál til sín taka, svo og Anne Mette Torkilsen fv. barnaráðherra í Noregi, sem hefur nýlega (2015) gefið út bók um málefni barna. Barnavendin á Íslandi hefur nýverið fengið ákúrur frá ríkisendurskoðun. Ekkert hefur heyrst um, að eitthvað verði gert til úrbóta. Dæmi eru um, að barnaverndarnefndir fái aldrei til sín frá ráðnum starfsmönnum sínum, tilkynningar um ofbeldi feðra gegn börnum. Tilkynningarnar afgreiddar af starfsmönnum og oft vísð frá. Lagagrunnur fyrir slíkum afgreiðslum er veikur í besta falli, ekki fyrir hendi í versta falli. Skaðabótaábyrgð væri, ef því væri að skipta, hjá nefndunum sem heild ekki strfsmönnum. Dæmi eru einnig um, að opnuð séu mál gegn þeim, sem reyna að styðja börn, fyrir það eitt að styðja þau gegn ofbeldi feðra. Þetta gerist ef feður biðja um slíkt.Lokaorð Ég hef velt því fyrir mér hvað sé hægt að gera til að bæta líf og lífsskilyrði barna. Til að fá einhverjar hugmyndir, er gott að nota hugmyndafræði Mílanóskólans, þó gömul sé. Mér hefur dottið í hug að gott væri að leggja svo kallað barnaverndarkerfi niður í núverandi mynd þar sem það verndar ekki alltaf líf barna eins og vera ber. Þetta er hugmynd, sem ég hef og raunar er það þyngra en tárum taki fyrir mig að skrifa þetta. Ég hef sjálf unnið innan þessa kerfis og er löggiltur fagmaður á því sviði. Vel má vera, að ríkisendurskoðun hafi átt sinn þátt í þessari hugmynd minni, svo og það, að nefnd um ár fjölskyldunnar, en í henni átti ég sæti, á sínum tíma kom með allt aðra tillögu að tilhögun barnaverndarmála. Sú tilhögun hefði gefið meiri möguleika á réttlátri málsmeðferð fyrir þolendur. Vel má einnig vera, að sá stormur, sem hefur verið í barnaverndarmálum nú, sé einnig ein orsök að hugmyndinni. Þegar barnaverndin opnar mál gegn alsaklausu fólki á grundvelli grófra ósanninda, þá veltir maður ýmsu fyrir sér og spyr sig hvað sé á ferðinni, stölkun með aðstoð yfirvalda? Ekki er það síður umhugsunarvert hversu mörgum tilkynningum um ofbeldi gegn börnum hefur verið vísað frá af starfsmönnum barnaverndarnefnda. Sannanir liggja fyrir. En það nægir, að nefna fjölmargar frásagnir fullorðinna þolenda, sem hafa þolað ofbeldi í bernsku. Ég er með þessu að gagnrýna það sem miður hefur farið, EKKI að fordæma alla kollega mína innan barnverndar, síður en svo. Margar aðdáunarverðar björgunaraðgerðir á barnaverndin. Í gær þann 15.08. 2015 var umfjöllun í norska ríkisútvarpinu um það, að í haust mun ofbeldi gegn börnum heyra beint undir alm. hegningarlög eins og annað ofbeldi. Ég hef þegar fengið ,,aðvaranir” í einkaskilaboðum á Facebook, vegna þess, að ég tjáði fyrir nokkru þessa hugmynd um að leggja niður barnaverndarkerfið í heild sinni, þar sem nokkrir heyrðu til. Ógnanir einnig, augliti til auglitis. Ætli það sé fleira en að ofan greinir, sem ekki þolir dagsins ljós í réttindmálum barna og málaflokki þeim tengt?
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun