„Útlendingar halda allir að við sofum öll með lunda í fanginu frá fæðingu“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 23:32 Anna Þóra, eigandi Sjáðu, veltir því fyrir sér hvort gleraugun séu út og lundinn inn. Vísir/Valli „Ef þetta gengur vel þá er aldrei að vita að maður hætti bara í gleraugnabransanum og byrji að selja lunda,“ segir grínistinn Anna Þóra Björnsdóttir, eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu en í tilefni af menningarnótt næstu helgi vendir Anna kvæði sínu í kross og breytir Sjáðu í lundabúð. „Það er nefnilega engin lundabúð á Hverfisgötunni.“ Anna Þóra vildi vekja athygli á búðinni sinni í ár með nýjum hætti en áður. „Við höfum alltaf verið með á menningarnótt, í tuttugu ár og verið með eitthvað fínt. Í fyrsta skiptið vorum við með sýningu eftir Svavar Guðnason, í fyrra vorum við með Kristján Jóhannsson. En núna á tuttugu ára afmælinu okkar fór ég að hugsa hvað ég geti gert til að ná athygli bæjarbúa alveg full force, manni finnst stundum eins og maður nái ekki almennilega athyglinni. Íslendingar tala ekki um annað en útlendinga og allt sem tengist þeim þessa dagana þannig að það er alveg tilvalið að opna bara fyrstu lundabúðina á Hverfisgötunni.“Hver verður Sjáðu lundinn?Posted by Sjaðu on Saturday, August 15, 2015Aldrei séð lunda með eigin augum Sjáðu hefur í verslun sinni opnað „photobooth“ eða ljósmyndabás þar sem hægt er að velja sér lundabakgrunn og stilla sér upp með myndinni. Á Menningarnótt mun dómnefnd skera úr um það hvaða lunda-fyrirsæta hlýtur titilinn „Sjáðu lundinn“ og mun sá hinn sami vinna 100 þúsund króna inneign í Sjáðu. Á menningarnótt nær fjörið hámarki en þá ætlar Anna Þóra að vera þjóðleg með meiru. „Það verður eitthvað þjóðlegt á disk hjá okkur, kannski flatkökur með hangikjöti og Ómar Guðjónsson, gítarleikari ætlar að spila. Og svo verðum við með brekkusöng. Svo er aldrei að vita nema við eigum bland út í landann.“ Anna Þóra hefur sjálf aldrei séð lunda. „Og ég er ekkert viss um að allir Íslendingar hafi séð lunda en útlendingar halda allir að við sofum öll með lunda í fanginu frá fæðingu. Útlendingar spyrja bara: „Já, gefið þið semsagt lunda í skírnargjöf?“ Svo sér maður útlendingafjölskyldur á vappi og börnin öll með lunda undir hendinni. Eins og við kaupum Disney dúkkur handa börnunum okkar.“ En spurð hvernig lundar og gleraugu tengjast svarar Anna: „Ég hef aldrei séð lunda, kannski hef ég bara ekki verið með réttu gleraugun.“ Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Ef þetta gengur vel þá er aldrei að vita að maður hætti bara í gleraugnabransanum og byrji að selja lunda,“ segir grínistinn Anna Þóra Björnsdóttir, eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu en í tilefni af menningarnótt næstu helgi vendir Anna kvæði sínu í kross og breytir Sjáðu í lundabúð. „Það er nefnilega engin lundabúð á Hverfisgötunni.“ Anna Þóra vildi vekja athygli á búðinni sinni í ár með nýjum hætti en áður. „Við höfum alltaf verið með á menningarnótt, í tuttugu ár og verið með eitthvað fínt. Í fyrsta skiptið vorum við með sýningu eftir Svavar Guðnason, í fyrra vorum við með Kristján Jóhannsson. En núna á tuttugu ára afmælinu okkar fór ég að hugsa hvað ég geti gert til að ná athygli bæjarbúa alveg full force, manni finnst stundum eins og maður nái ekki almennilega athyglinni. Íslendingar tala ekki um annað en útlendinga og allt sem tengist þeim þessa dagana þannig að það er alveg tilvalið að opna bara fyrstu lundabúðina á Hverfisgötunni.“Hver verður Sjáðu lundinn?Posted by Sjaðu on Saturday, August 15, 2015Aldrei séð lunda með eigin augum Sjáðu hefur í verslun sinni opnað „photobooth“ eða ljósmyndabás þar sem hægt er að velja sér lundabakgrunn og stilla sér upp með myndinni. Á Menningarnótt mun dómnefnd skera úr um það hvaða lunda-fyrirsæta hlýtur titilinn „Sjáðu lundinn“ og mun sá hinn sami vinna 100 þúsund króna inneign í Sjáðu. Á menningarnótt nær fjörið hámarki en þá ætlar Anna Þóra að vera þjóðleg með meiru. „Það verður eitthvað þjóðlegt á disk hjá okkur, kannski flatkökur með hangikjöti og Ómar Guðjónsson, gítarleikari ætlar að spila. Og svo verðum við með brekkusöng. Svo er aldrei að vita nema við eigum bland út í landann.“ Anna Þóra hefur sjálf aldrei séð lunda. „Og ég er ekkert viss um að allir Íslendingar hafi séð lunda en útlendingar halda allir að við sofum öll með lunda í fanginu frá fæðingu. Útlendingar spyrja bara: „Já, gefið þið semsagt lunda í skírnargjöf?“ Svo sér maður útlendingafjölskyldur á vappi og börnin öll með lunda undir hendinni. Eins og við kaupum Disney dúkkur handa börnunum okkar.“ En spurð hvernig lundar og gleraugu tengjast svarar Anna: „Ég hef aldrei séð lunda, kannski hef ég bara ekki verið með réttu gleraugun.“
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira