María og Jón voru leynigestir á lokaballi Reykjadals: „Stemmningin var rosaleg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. ágúst 2015 14:00 María og Jón tóku lagið. „Það var ótrúlega gaman að koma í Reykjadal og spila. Það var svo ótrúlega mikil gleði og allir sungu og dönsuðu með allan tíman. Stemmningin var rosaleg og við skemmtum okkur öll svo ótrúlega vel,“ segir Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir sem mætti sem leynigestur á lokaball Reykjadals í gær. Lokaball Reykjadals var haldið í íþróttahúsi Reykjadals á sunnudaginn. Að venju var mikið um dýrðir enda gleðin ávallt við völd í Reykjadal. María tók Eurovisoinlagið á íslensku þar sem áhorfendur höfðu óskað eftir því. „Það var góð tilbreyting að hoppa yfir í íslenskuna, mér þykir svo ótrúlega vænt um íslensku útgáfuna líka. Ég held ég hafi ekki sungið lagið á íslensku bara síðan á undan úrslitakvöldinu hérna heima.“ Henni var vel tekið sem leynigesti. „Það var mikil gleði og mikil fagnaðarlæti. Maður varð eiginlega bara pínu feimin. Það er ómetanlegt þegar er tekið svona vel á móti manni. Svo var mikið knúsað, spjallað og tekið myndir eftir ballið, þetta var bara æðislegt.“ „Við vorum svo rosalega heppin að fá tvo leynigesti á ballið. Jón Jónsson kom inn með þvílíkri innkomu og stemmningin var svakaleg. Hann tók nokkur vel valin lög og peppaði vel stemmninguna hjá gestunum. Allir sungu með. Þetta var frábært,“ segir Margrét Vala Marteinsdóttir, starfsmaður á Reykjadal.Stelpurnar mættu með 53.000 krónur.„Ég hugsa að það hafi verið mest um 400 manns á ballinu. Hljómsveitin Dixon lék fyrir dansi. Dixon tók svo nokkur lög og tilkynntu annan leynigest. Gestir ballsins urðu hissa og svo labbar María Ólafs inn. Það ætlaði allt um koll að keyra og stemningin var rafmögnuð. Það var alveg frábært að fá þessa flottu leynigesti á ballið. Eftir ballið ræddi ég við nokkra gesti sem voru alveg í skýjunum og við starfsfólkið í Reykjadal brosum hringinn eftir vel heppnað ball.“ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur frá árinu 1963 staðið að rekstri sumar- og helgardvalar fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal. „Í upphafi var þjónusta við hreyfihömluð börn megið markmið starfseminnar, en í dag er Reykjadalur opinn öllum þeim börnum sem ekki geta notið þess að sækja aðrar sumarbúðir. Í Reykjadal dvelja árlega um 300 börn og ungmenni á aldrinum 8-21 árs og á starfsemin sér enga hliðstæðu hér á landi.“ Gestirnir koma allsstaðar að af landinu og dvelja ýmist í sex eða þrettán daga í senn yfir sumartímann en á veturna er boðið upp á helgardvalir. „Umhverfið er fallegt, skammt er í fjalllendi og skemmtileg göngusvæði. Íþróttahús, sundlaug og heitur pottur eru á staðnum. Gestir Reykjadals upplifa ævintýradaga á meðan dvölinni stendur þar sem við bröllum ýmislegt. Við förum á hestbak, förum á báta, höldum kvöldvökur með varðeldi og það sem er svo allra skemmtilegast er að stríða fóstrunum.“ Fimm stúlkur sem keppa í Ungfrú Ísland mættu á svæðið og afhentu Reykjadal 53.000 krónur sem söfnuðust í fatasölu í Kolaportinu. Þau fyrirtæki sem gáfu kræsingar og vörur fyrir lokaball Reykjadals 2015 eru: MS, Vífilfell, Dunkin' Donuts, Ölgerðin,...Posted by Reykjadalur on 16. ágúst 2015 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Það var ótrúlega gaman að koma í Reykjadal og spila. Það var svo ótrúlega mikil gleði og allir sungu og dönsuðu með allan tíman. Stemmningin var rosaleg og við skemmtum okkur öll svo ótrúlega vel,“ segir Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir sem mætti sem leynigestur á lokaball Reykjadals í gær. Lokaball Reykjadals var haldið í íþróttahúsi Reykjadals á sunnudaginn. Að venju var mikið um dýrðir enda gleðin ávallt við völd í Reykjadal. María tók Eurovisoinlagið á íslensku þar sem áhorfendur höfðu óskað eftir því. „Það var góð tilbreyting að hoppa yfir í íslenskuna, mér þykir svo ótrúlega vænt um íslensku útgáfuna líka. Ég held ég hafi ekki sungið lagið á íslensku bara síðan á undan úrslitakvöldinu hérna heima.“ Henni var vel tekið sem leynigesti. „Það var mikil gleði og mikil fagnaðarlæti. Maður varð eiginlega bara pínu feimin. Það er ómetanlegt þegar er tekið svona vel á móti manni. Svo var mikið knúsað, spjallað og tekið myndir eftir ballið, þetta var bara æðislegt.“ „Við vorum svo rosalega heppin að fá tvo leynigesti á ballið. Jón Jónsson kom inn með þvílíkri innkomu og stemmningin var svakaleg. Hann tók nokkur vel valin lög og peppaði vel stemmninguna hjá gestunum. Allir sungu með. Þetta var frábært,“ segir Margrét Vala Marteinsdóttir, starfsmaður á Reykjadal.Stelpurnar mættu með 53.000 krónur.„Ég hugsa að það hafi verið mest um 400 manns á ballinu. Hljómsveitin Dixon lék fyrir dansi. Dixon tók svo nokkur lög og tilkynntu annan leynigest. Gestir ballsins urðu hissa og svo labbar María Ólafs inn. Það ætlaði allt um koll að keyra og stemningin var rafmögnuð. Það var alveg frábært að fá þessa flottu leynigesti á ballið. Eftir ballið ræddi ég við nokkra gesti sem voru alveg í skýjunum og við starfsfólkið í Reykjadal brosum hringinn eftir vel heppnað ball.“ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur frá árinu 1963 staðið að rekstri sumar- og helgardvalar fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal. „Í upphafi var þjónusta við hreyfihömluð börn megið markmið starfseminnar, en í dag er Reykjadalur opinn öllum þeim börnum sem ekki geta notið þess að sækja aðrar sumarbúðir. Í Reykjadal dvelja árlega um 300 börn og ungmenni á aldrinum 8-21 árs og á starfsemin sér enga hliðstæðu hér á landi.“ Gestirnir koma allsstaðar að af landinu og dvelja ýmist í sex eða þrettán daga í senn yfir sumartímann en á veturna er boðið upp á helgardvalir. „Umhverfið er fallegt, skammt er í fjalllendi og skemmtileg göngusvæði. Íþróttahús, sundlaug og heitur pottur eru á staðnum. Gestir Reykjadals upplifa ævintýradaga á meðan dvölinni stendur þar sem við bröllum ýmislegt. Við förum á hestbak, förum á báta, höldum kvöldvökur með varðeldi og það sem er svo allra skemmtilegast er að stríða fóstrunum.“ Fimm stúlkur sem keppa í Ungfrú Ísland mættu á svæðið og afhentu Reykjadal 53.000 krónur sem söfnuðust í fatasölu í Kolaportinu. Þau fyrirtæki sem gáfu kræsingar og vörur fyrir lokaball Reykjadals 2015 eru: MS, Vífilfell, Dunkin' Donuts, Ölgerðin,...Posted by Reykjadalur on 16. ágúst 2015
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira