Fréttamaður brást ókvæða við þegar tölvusnúra datt úr sambandi
Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ian King er mikilsmetinn viðskiptafréttamaður í Bretlandi.vísir/skjáskot
Fréttamaðurinn Ian King hjá hinni bresku sjónvarpsstöð Sky News vill eflaust gleyma gærdeginum sem fyrst.
Í beinu sjónvarpsviðtali við Michelle Meyer, sem er yfir bandarísku greiningardeild Bank of America, varð King fyrir því óláni að ein snúran sem lá í tölvuna hans datt úr sambandi.
Many apologies to anyone who was offended by my Kenneth Tynan moment earlier this evening. Sorry.
Brást hann þá ókvæða við og hreytti út úr sér fúkyrði í þann mund sem Meyer ætlaði að taka til máls.
Ian King sá strax að sér og baðst afsökunar á orðbragðinu, bæði í útsendingunni sem og á Twitter-síðu sinni en brot úr útsendingu gærdagsins má sjá hér að neðan.