Óborganlegt myndband: Hvolpur og refur mestu mátar og veltast um í gannislag allan daginn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júlí 2015 20:46 Stella og Níels hanga saman allan daginn og leika sér þess á milli í gannislag. Mynd/Kristinn Þór Jónasson „Um leið og Stella fer út á morgnana þá fer hún beinustu leið að kíkja eftir rebba. Ekkert að hafa fyrir því að pissa fyrst, vill bara finna vin sinn,“ segir Berglind Ingvarsdóttir, eigandi Ferðaþjónustunnar Mjóeyri á Eskifirði en á Mjóeyri hefur myndast ólíkleg en sterk vinátta milli hvolps og yrðlings. Berglind rekur ferðaþjónustuna ásamt manni sínum Sævari Guðjónssyni sem hefur birt óborganlegt myndband af yrðlingnum og hvolpnum í gannislag. Eins og sjá má eru vinirnir mikið fyrir að veltast um í grasinu.Mynd/Kristinn Þór Jónasson„Þetta er yrðlingur sem var á greni sem var unnið,“ útskýrir Berglind, en það merkir að tófa sem hefur gotið er skotin og yrðlingunum er náð út. „Grenaskyttan kom með yrðlinginn til okkar og hann hefur verið hjá okkur síðan í júní.“ Yrðlingurinn var í upphafi nefnd Lóa tófa en síðar kom í ljós að tófan er í raun refur og þá var nafninu breytt í Níels. „Þetta var smá misskilingur,“ segir Berglind og hlær. „Hann var svo lítill að það var erfitt að sjá hvort hann væri.“ Skemmtilegt er að segja frá því að á bænum búa einnig tveir yrðlingar sem ganga undir nöfnunum Anna og Tommi, það vantar því aðeins eina Línu Langsokk og einn Litlakall til þess að allir vinirnir fimm úr sögum Astridar Lindgren búi á Mjóeyri. Stella og Níels eru mestu mátar í dag en það var þó ekki alltaf þannig. Í fyrstu greindi Berglind afbrýðisemi hjá Stellu sem er tveggja ára. „Það var alveg þannig til að byrja með þegar hún var að átta sig á þessu litla kvikindi sem var komið til okkar. Svo eru þau bara hinir mestu mátar. Þau eru að veltast um allan daginn.“ Berglind segir það hins vegar skýrt að Stella ráði en ekki litli refurinn. „Ef rebbi er farinn að verða of grófur í sínum leik þá sýnir Stella alveg hver ræður. Svo er það bara búið og þau halda áfram að leika.“ Berglind er enginn nýgræðingur í að hugsa um yrðlinga en þetta er í fjórða skiptið sem hún og maður hennar taka að sér yrðling. „Mynstrið er þannig að þetta eru náttúrulega grenadýr og þau eiga það til að hausti þegar þau fara að verða kynþroska og sjálfbjarga að fara úr greninu og finna sér nýja staði. Í september fara þeir að fara einn dag í einu og athuga umhverfið og svo einn daginn hverfa þeir alveg.“ Níels lifir frjáls á landareign Mjóeyrar og hefur búið sér til greni undir sumarbústöðum sem ferðaþjónustan á og leigir út. „Svo gefum við honum alltaf tvisvar til þrisvar á dag.“ Níels fékk í fyrstu rjóma en í dag borðar hann allskyns fæði – sér í lagi vítamínbættan hundamat. Hér að neðan má sjá myndband af Stellu og Níels í leik.Allir úti að leika í góða veðrinu. Lóa tofa og StellaPosted by Sævar Guðjónsson on Tuesday, June 23, 2015 Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
„Um leið og Stella fer út á morgnana þá fer hún beinustu leið að kíkja eftir rebba. Ekkert að hafa fyrir því að pissa fyrst, vill bara finna vin sinn,“ segir Berglind Ingvarsdóttir, eigandi Ferðaþjónustunnar Mjóeyri á Eskifirði en á Mjóeyri hefur myndast ólíkleg en sterk vinátta milli hvolps og yrðlings. Berglind rekur ferðaþjónustuna ásamt manni sínum Sævari Guðjónssyni sem hefur birt óborganlegt myndband af yrðlingnum og hvolpnum í gannislag. Eins og sjá má eru vinirnir mikið fyrir að veltast um í grasinu.Mynd/Kristinn Þór Jónasson„Þetta er yrðlingur sem var á greni sem var unnið,“ útskýrir Berglind, en það merkir að tófa sem hefur gotið er skotin og yrðlingunum er náð út. „Grenaskyttan kom með yrðlinginn til okkar og hann hefur verið hjá okkur síðan í júní.“ Yrðlingurinn var í upphafi nefnd Lóa tófa en síðar kom í ljós að tófan er í raun refur og þá var nafninu breytt í Níels. „Þetta var smá misskilingur,“ segir Berglind og hlær. „Hann var svo lítill að það var erfitt að sjá hvort hann væri.“ Skemmtilegt er að segja frá því að á bænum búa einnig tveir yrðlingar sem ganga undir nöfnunum Anna og Tommi, það vantar því aðeins eina Línu Langsokk og einn Litlakall til þess að allir vinirnir fimm úr sögum Astridar Lindgren búi á Mjóeyri. Stella og Níels eru mestu mátar í dag en það var þó ekki alltaf þannig. Í fyrstu greindi Berglind afbrýðisemi hjá Stellu sem er tveggja ára. „Það var alveg þannig til að byrja með þegar hún var að átta sig á þessu litla kvikindi sem var komið til okkar. Svo eru þau bara hinir mestu mátar. Þau eru að veltast um allan daginn.“ Berglind segir það hins vegar skýrt að Stella ráði en ekki litli refurinn. „Ef rebbi er farinn að verða of grófur í sínum leik þá sýnir Stella alveg hver ræður. Svo er það bara búið og þau halda áfram að leika.“ Berglind er enginn nýgræðingur í að hugsa um yrðlinga en þetta er í fjórða skiptið sem hún og maður hennar taka að sér yrðling. „Mynstrið er þannig að þetta eru náttúrulega grenadýr og þau eiga það til að hausti þegar þau fara að verða kynþroska og sjálfbjarga að fara úr greninu og finna sér nýja staði. Í september fara þeir að fara einn dag í einu og athuga umhverfið og svo einn daginn hverfa þeir alveg.“ Níels lifir frjáls á landareign Mjóeyrar og hefur búið sér til greni undir sumarbústöðum sem ferðaþjónustan á og leigir út. „Svo gefum við honum alltaf tvisvar til þrisvar á dag.“ Níels fékk í fyrstu rjóma en í dag borðar hann allskyns fæði – sér í lagi vítamínbættan hundamat. Hér að neðan má sjá myndband af Stellu og Níels í leik.Allir úti að leika í góða veðrinu. Lóa tofa og StellaPosted by Sævar Guðjónsson on Tuesday, June 23, 2015
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein