Husky-tík gekk kettlingi í móðurstað: „Rósa vex úr grasi núna haldandi að hún sé hundur“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júlí 2015 22:14 Lilo og Rósa hafa verið óaðskiljanlegar frá því að Rósa var þriggja vikna gömul. Kettlingnum Rósu, eða Rosie, var bjargað þegar hún var aðeins þriggja vikna gömul. Hún var illa haldin, nær dauða en lífi og illa gekk að hjúkra henni aftur til heilsu. Það var ekki fyrr en að kettlingurinn var lagður hjá síberíu-husky hundinum Lilo að hún tók að braggast. Systurnar Thi, Thoa og Tram Bui eiga Lilo og tvo aðra husky-hunda. „Kvöldið sem við fengum Rósu virtist vera allt í lagi með hana en svo allt í einu varð hún veik. Hún vildi ekki þiggja mat og gat ekki lyft höfðinu lengur,“ sagði Thi í samtali við Express í Bretlandi. „Hún fékk augnsýkingu og augu hennar lokuðust alveg. Við reyndum að hjúkra henni eins og við gátum en áttuðum okkur á því að hún þurfti móður svo við lögðum hana hjá Lilo.“ Myndbönd af Lilo og Rósu hafa birst á YouTube og Instagram en eitt þeirra frá því að Rósa var tiltölulega nýkomin til Lilo má sjá hér að neðan.Lilo tók móðurhlutverkinu fagnandi sem kom á óvart þar sem tíkin hafði aldrei eignast hvolpa sjálf. Lilo hjúkraði Rósu og í dag er hún þriggja mánaða heilbrigður kettlingur sem heldur reyndar að hún sé hundur. „Heilsa Rósu batnaði batnaði þökk sé Lilo sem hefur alið hana upp eins og sitt eigið afkvæmi. Svo Rósa vex úr grasi núna haldandi að hún sé hundur og fer í göngur með þeim.“ Rósa og Lilo eru óaðskiljanlegar, þær sofa saman á næturna og Rósa hermir eftir öllu sem Lilo gerir. „Við aðskiljum þær stundum til þess að láta Rósu hvíla sig af því að Lilo gerir sér ekki grein fyrir því hversu stór hún er, hún getur meitt Rósu án þess að átta sig á því. Þær þola það ekki samt. Lilo liggur við hurðina þar sem Rósa er og Rósa liggur hinu megin og þær gráta og væla eins og Rómeó og Júlía.“ Yfir 63 þúsund manns fylgja Lilo og Rósu á Instagram þar sem eigendur þeirra setja reglulega inn myndbönd og myndir af þeim. Hér að neðan má sjá Rósu mása alveg eins og hund en eins og allir vita sem hafa umgengist ketti er þetta ekki alvanaleg hegðun hjá kettlingi. Hot hot summer!☀️Rosie picked up another doggy habit... Panting! Don't worry, the A/C was running full blast and it was a comfortable temperature for all creatures #liloandrosie A video posted by Hello! We Are Lilo&Infinity! (@lilothehusky) on Jul 1, 2015 at 12:43pm PDT Lilo teaching Rosie fine dining skills at a restaurant! Dig in! #liloandrosie A photo posted by Hello! We Are Lilo&Infinity! (@lilothehusky) on Jul 21, 2015 at 12:23am PDT By popular demand, here is a video of Rosie walking with the pack! She walked about 1.5 miles through the park and all the way home. What a warrior! You can see more of her and the pack at #liloandrosie ! A video posted by Hello! We Are Lilo&Infinity! (@lilothehusky) on Jun 26, 2015 at 7:41pm PDT Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Kettlingnum Rósu, eða Rosie, var bjargað þegar hún var aðeins þriggja vikna gömul. Hún var illa haldin, nær dauða en lífi og illa gekk að hjúkra henni aftur til heilsu. Það var ekki fyrr en að kettlingurinn var lagður hjá síberíu-husky hundinum Lilo að hún tók að braggast. Systurnar Thi, Thoa og Tram Bui eiga Lilo og tvo aðra husky-hunda. „Kvöldið sem við fengum Rósu virtist vera allt í lagi með hana en svo allt í einu varð hún veik. Hún vildi ekki þiggja mat og gat ekki lyft höfðinu lengur,“ sagði Thi í samtali við Express í Bretlandi. „Hún fékk augnsýkingu og augu hennar lokuðust alveg. Við reyndum að hjúkra henni eins og við gátum en áttuðum okkur á því að hún þurfti móður svo við lögðum hana hjá Lilo.“ Myndbönd af Lilo og Rósu hafa birst á YouTube og Instagram en eitt þeirra frá því að Rósa var tiltölulega nýkomin til Lilo má sjá hér að neðan.Lilo tók móðurhlutverkinu fagnandi sem kom á óvart þar sem tíkin hafði aldrei eignast hvolpa sjálf. Lilo hjúkraði Rósu og í dag er hún þriggja mánaða heilbrigður kettlingur sem heldur reyndar að hún sé hundur. „Heilsa Rósu batnaði batnaði þökk sé Lilo sem hefur alið hana upp eins og sitt eigið afkvæmi. Svo Rósa vex úr grasi núna haldandi að hún sé hundur og fer í göngur með þeim.“ Rósa og Lilo eru óaðskiljanlegar, þær sofa saman á næturna og Rósa hermir eftir öllu sem Lilo gerir. „Við aðskiljum þær stundum til þess að láta Rósu hvíla sig af því að Lilo gerir sér ekki grein fyrir því hversu stór hún er, hún getur meitt Rósu án þess að átta sig á því. Þær þola það ekki samt. Lilo liggur við hurðina þar sem Rósa er og Rósa liggur hinu megin og þær gráta og væla eins og Rómeó og Júlía.“ Yfir 63 þúsund manns fylgja Lilo og Rósu á Instagram þar sem eigendur þeirra setja reglulega inn myndbönd og myndir af þeim. Hér að neðan má sjá Rósu mása alveg eins og hund en eins og allir vita sem hafa umgengist ketti er þetta ekki alvanaleg hegðun hjá kettlingi. Hot hot summer!☀️Rosie picked up another doggy habit... Panting! Don't worry, the A/C was running full blast and it was a comfortable temperature for all creatures #liloandrosie A video posted by Hello! We Are Lilo&Infinity! (@lilothehusky) on Jul 1, 2015 at 12:43pm PDT Lilo teaching Rosie fine dining skills at a restaurant! Dig in! #liloandrosie A photo posted by Hello! We Are Lilo&Infinity! (@lilothehusky) on Jul 21, 2015 at 12:23am PDT By popular demand, here is a video of Rosie walking with the pack! She walked about 1.5 miles through the park and all the way home. What a warrior! You can see more of her and the pack at #liloandrosie ! A video posted by Hello! We Are Lilo&Infinity! (@lilothehusky) on Jun 26, 2015 at 7:41pm PDT
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira