Landsbankinn segir fimm manna fjölskyldu að rýma heimili sitt á tíu dögum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. júlí 2015 19:30 Fjölskylda í Hafnarfirði sem leigði einbýlishús í Vallarhverfinu fékk tíu daga frest til að hafa sig á brott eftir að Landsbankinn eignaðist húsið. Leigjandinn undrast framkomu bankans og segir þetta hugsanlega löglegt en með öllu siðlaust. Jón Þór Þórisson og fjölskylda hans gerðu leigusamning til fimm ára, við eiganda einbýlishúss við Fjóluvelli 3. Það var fyrir rúmu ári. Fyrir nokkru síðan kom á daginn að eigandinn átti í greiðsluerfiðleikum og leigjendurnir leituðu til lögfræðings sem sagði þeim að þar sem leigusamningi hefði verið þinglýst þyrftu þau engar áhyggjur að hafa. Annað kom hinsvegar á daginn. Þinglýstir leigusamningar falla úr gildi ef hús eru seld nauðungarsölu. Harkalegt bréf barst frá Landsbankanum fyrsta júní. Þar kom fram að bankinn hefði eignast húsið. Þeim væri gert að flytja út ellefta sama mánaðar eða vera borin út ella á eigin kostnað. Þegar gengið var á bankann, bauðst starfsmaður hans til að veita fjölskyldunni tveggja mánaða frest til að flytja, ef hún greiddi sextíu þúsund krónum hærri mánaðarleigu. Annars gæti hún fengið fjögurra vikna frest. Jón Þór er óvinnufær eftir slys um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Hann greiddi hundrað og sextíu þúsund króna leigu gegn því að sinna viðhaldi hússins sem hafði verið fremur ábótavant. Hann og fyrrverandi kona hans höfðu því málað og lakkað, bæði innanhúss og utan, og gróðursett tré í garðinum. Hjónabandið var í upplausn þegar bréfið barst frá bankanum. Jónþór segir að framkoma bankans hafi þar ekki bætt úr skák. Konan er núna flutt út með börnin en hann segir ekki hlaupið að því að fá íbúð og býður þess sem verða vill. Hann segist alltaf hafa staðið í skilum og staðið við allt sitt. Hann hefði sætt sig við ef bankinn hefði boðið honum fjögurra mánaða frest á sömu kjörum og samningurinn segir til um. Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Fjölskylda í Hafnarfirði sem leigði einbýlishús í Vallarhverfinu fékk tíu daga frest til að hafa sig á brott eftir að Landsbankinn eignaðist húsið. Leigjandinn undrast framkomu bankans og segir þetta hugsanlega löglegt en með öllu siðlaust. Jón Þór Þórisson og fjölskylda hans gerðu leigusamning til fimm ára, við eiganda einbýlishúss við Fjóluvelli 3. Það var fyrir rúmu ári. Fyrir nokkru síðan kom á daginn að eigandinn átti í greiðsluerfiðleikum og leigjendurnir leituðu til lögfræðings sem sagði þeim að þar sem leigusamningi hefði verið þinglýst þyrftu þau engar áhyggjur að hafa. Annað kom hinsvegar á daginn. Þinglýstir leigusamningar falla úr gildi ef hús eru seld nauðungarsölu. Harkalegt bréf barst frá Landsbankanum fyrsta júní. Þar kom fram að bankinn hefði eignast húsið. Þeim væri gert að flytja út ellefta sama mánaðar eða vera borin út ella á eigin kostnað. Þegar gengið var á bankann, bauðst starfsmaður hans til að veita fjölskyldunni tveggja mánaða frest til að flytja, ef hún greiddi sextíu þúsund krónum hærri mánaðarleigu. Annars gæti hún fengið fjögurra vikna frest. Jón Þór er óvinnufær eftir slys um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Hann greiddi hundrað og sextíu þúsund króna leigu gegn því að sinna viðhaldi hússins sem hafði verið fremur ábótavant. Hann og fyrrverandi kona hans höfðu því málað og lakkað, bæði innanhúss og utan, og gróðursett tré í garðinum. Hjónabandið var í upplausn þegar bréfið barst frá bankanum. Jónþór segir að framkoma bankans hafi þar ekki bætt úr skák. Konan er núna flutt út með börnin en hann segir ekki hlaupið að því að fá íbúð og býður þess sem verða vill. Hann segist alltaf hafa staðið í skilum og staðið við allt sitt. Hann hefði sætt sig við ef bankinn hefði boðið honum fjögurra mánaða frest á sömu kjörum og samningurinn segir til um.
Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira