50 Cent gjaldþrota Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2015 15:51 50 cent er ekki margra aura virði þessi dægrin. vísir/getty Curtis James Jackson hinn þriðji, betur þekktur undir listamannanafni sínu 50 cent, fór fram á að vera tekinn til gjaldþrotaskipta í dag. Í gögnum sem hann lagði fram til staðfestingar á beiðninni kemur fram að eignir og skuldir rapparans séu á bilinu 10 til 50 milljónir dala, 1,1 til 6,6 milljarðar íslenskra króna. Rapparinn hafði áður verið metinn á rúmlega 140 milljónir dala. Beiðni rapparans um að vera tekinn til gjaldþrotaskipti kemur í kjölfar dómsúrskurðar þar sem honum var gert að greiða konu 5 milljónir dala fyrir að dreifa kynlífsmyndbandi í hennar óþökk. Í myndbandinu mátti sjá konuna í ástarleikjum með kærasta sínum, rapparanum Rick Ross, en þeir 50 cent hafa lengi átt í útistöðum. Konan, Lastonia Leviston, sem er barnsmóðir Ross, fór í mál við 50 cent eftir að hann hafði tekið sig til og talað yfir myndbandið, íklæddur hárkollu undir dulnefninu „Pimpin‘ Curly.“ Á einum tímapunkti í lýsingu rapparans kallaði hann Leviston klámstjörnu. „Ég hafði engra kosta völ. Ég hefði aldrei nokkurn tímann gert sjálfri mér þetta,“ er haft eftir Leviston á vefsíðu The Independent. Hér má sjá og heyra eitt af frægari og, í ljósi tíðinda dagsins, kaldhæðnari lögum rapparans. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem peningamál rapparans komast í sviðsljósið en bankareikningur 50 Cent var frystur undir lok síðasta árs. Ástæða þessara aðgerða var að 50 Cent borgaði ekki rúmlega sautján milljónir dollara sem hann var dæmdur til að greiða fyrirtækinu Sleek Audio. Sleek Audio hélt því fram að 50 Cent hefði stolið hönnun þeirra á heyrnatólum og reynt að markaðssetja þau sjálfur. Dómstólar voru sammála fyrirtækinu. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Curtis James Jackson hinn þriðji, betur þekktur undir listamannanafni sínu 50 cent, fór fram á að vera tekinn til gjaldþrotaskipta í dag. Í gögnum sem hann lagði fram til staðfestingar á beiðninni kemur fram að eignir og skuldir rapparans séu á bilinu 10 til 50 milljónir dala, 1,1 til 6,6 milljarðar íslenskra króna. Rapparinn hafði áður verið metinn á rúmlega 140 milljónir dala. Beiðni rapparans um að vera tekinn til gjaldþrotaskipti kemur í kjölfar dómsúrskurðar þar sem honum var gert að greiða konu 5 milljónir dala fyrir að dreifa kynlífsmyndbandi í hennar óþökk. Í myndbandinu mátti sjá konuna í ástarleikjum með kærasta sínum, rapparanum Rick Ross, en þeir 50 cent hafa lengi átt í útistöðum. Konan, Lastonia Leviston, sem er barnsmóðir Ross, fór í mál við 50 cent eftir að hann hafði tekið sig til og talað yfir myndbandið, íklæddur hárkollu undir dulnefninu „Pimpin‘ Curly.“ Á einum tímapunkti í lýsingu rapparans kallaði hann Leviston klámstjörnu. „Ég hafði engra kosta völ. Ég hefði aldrei nokkurn tímann gert sjálfri mér þetta,“ er haft eftir Leviston á vefsíðu The Independent. Hér má sjá og heyra eitt af frægari og, í ljósi tíðinda dagsins, kaldhæðnari lögum rapparans. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem peningamál rapparans komast í sviðsljósið en bankareikningur 50 Cent var frystur undir lok síðasta árs. Ástæða þessara aðgerða var að 50 Cent borgaði ekki rúmlega sautján milljónir dollara sem hann var dæmdur til að greiða fyrirtækinu Sleek Audio. Sleek Audio hélt því fram að 50 Cent hefði stolið hönnun þeirra á heyrnatólum og reynt að markaðssetja þau sjálfur. Dómstólar voru sammála fyrirtækinu.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira