50 Cent gjaldþrota Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2015 15:51 50 cent er ekki margra aura virði þessi dægrin. vísir/getty Curtis James Jackson hinn þriðji, betur þekktur undir listamannanafni sínu 50 cent, fór fram á að vera tekinn til gjaldþrotaskipta í dag. Í gögnum sem hann lagði fram til staðfestingar á beiðninni kemur fram að eignir og skuldir rapparans séu á bilinu 10 til 50 milljónir dala, 1,1 til 6,6 milljarðar íslenskra króna. Rapparinn hafði áður verið metinn á rúmlega 140 milljónir dala. Beiðni rapparans um að vera tekinn til gjaldþrotaskipti kemur í kjölfar dómsúrskurðar þar sem honum var gert að greiða konu 5 milljónir dala fyrir að dreifa kynlífsmyndbandi í hennar óþökk. Í myndbandinu mátti sjá konuna í ástarleikjum með kærasta sínum, rapparanum Rick Ross, en þeir 50 cent hafa lengi átt í útistöðum. Konan, Lastonia Leviston, sem er barnsmóðir Ross, fór í mál við 50 cent eftir að hann hafði tekið sig til og talað yfir myndbandið, íklæddur hárkollu undir dulnefninu „Pimpin‘ Curly.“ Á einum tímapunkti í lýsingu rapparans kallaði hann Leviston klámstjörnu. „Ég hafði engra kosta völ. Ég hefði aldrei nokkurn tímann gert sjálfri mér þetta,“ er haft eftir Leviston á vefsíðu The Independent. Hér má sjá og heyra eitt af frægari og, í ljósi tíðinda dagsins, kaldhæðnari lögum rapparans. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem peningamál rapparans komast í sviðsljósið en bankareikningur 50 Cent var frystur undir lok síðasta árs. Ástæða þessara aðgerða var að 50 Cent borgaði ekki rúmlega sautján milljónir dollara sem hann var dæmdur til að greiða fyrirtækinu Sleek Audio. Sleek Audio hélt því fram að 50 Cent hefði stolið hönnun þeirra á heyrnatólum og reynt að markaðssetja þau sjálfur. Dómstólar voru sammála fyrirtækinu. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
Curtis James Jackson hinn þriðji, betur þekktur undir listamannanafni sínu 50 cent, fór fram á að vera tekinn til gjaldþrotaskipta í dag. Í gögnum sem hann lagði fram til staðfestingar á beiðninni kemur fram að eignir og skuldir rapparans séu á bilinu 10 til 50 milljónir dala, 1,1 til 6,6 milljarðar íslenskra króna. Rapparinn hafði áður verið metinn á rúmlega 140 milljónir dala. Beiðni rapparans um að vera tekinn til gjaldþrotaskipti kemur í kjölfar dómsúrskurðar þar sem honum var gert að greiða konu 5 milljónir dala fyrir að dreifa kynlífsmyndbandi í hennar óþökk. Í myndbandinu mátti sjá konuna í ástarleikjum með kærasta sínum, rapparanum Rick Ross, en þeir 50 cent hafa lengi átt í útistöðum. Konan, Lastonia Leviston, sem er barnsmóðir Ross, fór í mál við 50 cent eftir að hann hafði tekið sig til og talað yfir myndbandið, íklæddur hárkollu undir dulnefninu „Pimpin‘ Curly.“ Á einum tímapunkti í lýsingu rapparans kallaði hann Leviston klámstjörnu. „Ég hafði engra kosta völ. Ég hefði aldrei nokkurn tímann gert sjálfri mér þetta,“ er haft eftir Leviston á vefsíðu The Independent. Hér má sjá og heyra eitt af frægari og, í ljósi tíðinda dagsins, kaldhæðnari lögum rapparans. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem peningamál rapparans komast í sviðsljósið en bankareikningur 50 Cent var frystur undir lok síðasta árs. Ástæða þessara aðgerða var að 50 Cent borgaði ekki rúmlega sautján milljónir dollara sem hann var dæmdur til að greiða fyrirtækinu Sleek Audio. Sleek Audio hélt því fram að 50 Cent hefði stolið hönnun þeirra á heyrnatólum og reynt að markaðssetja þau sjálfur. Dómstólar voru sammála fyrirtækinu.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira