Rúllar fótbrotinni brúður inn kirkjugólfið á gylltum hjólbörum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2015 18:08 Erik Newman og Rakel Sara Jónasdóttir láta ekki fótbrot stöðva sig. mynd/erik Hin tilvonandi brúður Rakel Sara Jónasdóttir, sem fótbrotnaði eftir að hafa hoppað úr átta metra hæð og lent á sérstakri hoppudýnu á Bíladögum á Akureyri, virðist gædd ótrúlegri spádómsgáfu. Í kjölfar slyssins sagði hún í samtali við Vísi þann 24. júní síðastliðinn að hún ætlaði ekki að svekkja sig á fótbrotinu og setja heldur upp bjartsýnisgleraugun, þrátt fyrir að óðfluga styttist í brúðkaup hennar og unnustans Erik Newman. „Mér verður kannski rúllað inn kirkjugólfið á hjólbörum,“ sagði Rakel glettin og nú, liðlega þremur vikum síðar, virðist spá hennar hafa ræst.Sjá einnig: Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaup Erik hefur nefnilega skellt hjólbörum í hátíðarbúning; málað þær gylltar, skipt um höldur og letrað á þær dagsetningu brúðkaupsins sem fram fer um helgina og fyrirhugað er að móðir brúðarinnar rúlli henni inn kirkjugólfið á laugardaginn kemur.Nöfn þeirra beggja og dagsetningu brúðkaupsins hafa verið áletruð á Gullvagninn með semalíuskrauti.mynd/ErikErik er bjartsýnn eins og unnusta sín. „Við erum með tvö máltæki mikið ì notkun þessa dagana; „fall er faraheill" og þar sem èg er hálf enskur notum við mikið „break a leg," segir hann léttur í lund þegar Vísir náði tali af honum. Hann kveðst svo sannarlega vera spenntur fyrir brúðkaupinu á laugardaginn – ekki síst fyrir því hvort spúsa hans muni þurfa að reiða sig á tvo jafnflóta eða hinn umrædda Gullvagn – en hvort þetta sé Gullvagninn sem Björgvin Halldórsson og félagar sungu um á sínum tíma skal ósagt látið. „Við vitum ekki fyrr en í hádeginu á föstudaginn hvort að hún verði komin í göngugifs og geti þá skrölt sjálf eða hvort að hún verði ennþá í spelku og þurfi aðstoð,“ segir Erik. „En Gullvagninn er alla vega klár.“ Erik gerir ekki ráð fyrir öðru en að hjólbörurnar fái að vinna fyrir kaupinu sínu á laugardaginn og verði nýttar af miklum móð, jafnt í veislunni sem og sjálfri brúðarmyndatökunni. „Svo rúllum við henni örugglega á dansgólfið líka,“ segir Erik léttur. Hann segir undirbúning fyrir brúðkaupið langt á veg kominn og var kokkurinn að fara yfir matarmál veislunnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Athöfnin sjálf fer fram í Grundarkirkju í Eyjafirði og áfanganum verður fagnað í Hlíðarbæ - í um 25 mínútna fjarlægð. Þrátt fyrir að vera mikið hreystimenni efast Erik um að hann muni ýta sinn heittelskuðu á Gullvagninum þarna á milli heldur verður bíll fenginn til ferjunarinnar. Fall er fararheill!mynd/erik Tengdar fréttir Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaupið „Mig langaði ógeðslega mikið að prufa þetta.“ 24. júní 2015 19:20 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Hin tilvonandi brúður Rakel Sara Jónasdóttir, sem fótbrotnaði eftir að hafa hoppað úr átta metra hæð og lent á sérstakri hoppudýnu á Bíladögum á Akureyri, virðist gædd ótrúlegri spádómsgáfu. Í kjölfar slyssins sagði hún í samtali við Vísi þann 24. júní síðastliðinn að hún ætlaði ekki að svekkja sig á fótbrotinu og setja heldur upp bjartsýnisgleraugun, þrátt fyrir að óðfluga styttist í brúðkaup hennar og unnustans Erik Newman. „Mér verður kannski rúllað inn kirkjugólfið á hjólbörum,“ sagði Rakel glettin og nú, liðlega þremur vikum síðar, virðist spá hennar hafa ræst.Sjá einnig: Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaup Erik hefur nefnilega skellt hjólbörum í hátíðarbúning; málað þær gylltar, skipt um höldur og letrað á þær dagsetningu brúðkaupsins sem fram fer um helgina og fyrirhugað er að móðir brúðarinnar rúlli henni inn kirkjugólfið á laugardaginn kemur.Nöfn þeirra beggja og dagsetningu brúðkaupsins hafa verið áletruð á Gullvagninn með semalíuskrauti.mynd/ErikErik er bjartsýnn eins og unnusta sín. „Við erum með tvö máltæki mikið ì notkun þessa dagana; „fall er faraheill" og þar sem èg er hálf enskur notum við mikið „break a leg," segir hann léttur í lund þegar Vísir náði tali af honum. Hann kveðst svo sannarlega vera spenntur fyrir brúðkaupinu á laugardaginn – ekki síst fyrir því hvort spúsa hans muni þurfa að reiða sig á tvo jafnflóta eða hinn umrædda Gullvagn – en hvort þetta sé Gullvagninn sem Björgvin Halldórsson og félagar sungu um á sínum tíma skal ósagt látið. „Við vitum ekki fyrr en í hádeginu á föstudaginn hvort að hún verði komin í göngugifs og geti þá skrölt sjálf eða hvort að hún verði ennþá í spelku og þurfi aðstoð,“ segir Erik. „En Gullvagninn er alla vega klár.“ Erik gerir ekki ráð fyrir öðru en að hjólbörurnar fái að vinna fyrir kaupinu sínu á laugardaginn og verði nýttar af miklum móð, jafnt í veislunni sem og sjálfri brúðarmyndatökunni. „Svo rúllum við henni örugglega á dansgólfið líka,“ segir Erik léttur. Hann segir undirbúning fyrir brúðkaupið langt á veg kominn og var kokkurinn að fara yfir matarmál veislunnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Athöfnin sjálf fer fram í Grundarkirkju í Eyjafirði og áfanganum verður fagnað í Hlíðarbæ - í um 25 mínútna fjarlægð. Þrátt fyrir að vera mikið hreystimenni efast Erik um að hann muni ýta sinn heittelskuðu á Gullvagninum þarna á milli heldur verður bíll fenginn til ferjunarinnar. Fall er fararheill!mynd/erik
Tengdar fréttir Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaupið „Mig langaði ógeðslega mikið að prufa þetta.“ 24. júní 2015 19:20 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaupið „Mig langaði ógeðslega mikið að prufa þetta.“ 24. júní 2015 19:20