Fleiri glerhótel Pawel Bartoszek skrifar 18. júlí 2015 12:28 „Round One. Fight!“ Þegar ég var að alast upp var sjoppa á móti Melaskóla. Þar var hægt að kaupa nammi, ís og annað slæmt. Já, þetta þótti slæmt. Að hanga í sjoppu var það ófágaðasta sem barn á miðstigi gat gert. Í sjoppunni var ófágaður spilakassi, þar sem eldri krakkarnir spiluðu Street Fighter II. Ég hvorki þorði né tímdi í kassann en ég horfði á eldri krakkana gera það. Ég sá þá vinna leikinn með japanska karatekarlinum Ryu og rússneska grímukónginum Zangief, sem þannig séð gat ekki rassgat. „Round Two. Fight!“ Þegar ég var fullorðinn lokaði sjoppan og fljótlega var húsnæðinu breytt í íbúð. Áreiðanlega frekar óhentuga og skítmixaða íbúð eins og stundum vill verða með þessar gömlubúðaríbúðir. Þegar labbað er fram hjá blasir við minning um starfsemi sem eitt sinn gerði gagn en er nú horfin. Sumir tala niður hótel, túristabúðir og skyndibitakeðjur. Ég vil tala niður íbúðir. Íbúðir eru fita borgarumhverfis. Það er auðveldara að bæta við sig fitu en breyta henni í annað. Enginn fer að safna undirskriftum ef breyta á sjoppu í íbúð. En ef fara á í hina áttina þá fá margir áhyggjur. Hvers konar starfsemi er þetta? Eykst umferðin? Viljum við það? „Round Three. Fight!“ Þar sem ég rölti í bænum rakst ég á spilasal með retróleikjum. Þetta er dæmi um hvernig atvinnustarfsemi í fúngerandi borg getur verið alls konar. Þetta er dæmi um hvernig ferðamennskan elur af sér eitthvað gott. Ég er líklegri til að eyða pening í gömlum spilakassa þegar ég er á ferðalagi. Ég er líklegri til að borða á veitingastað þegar ég er í fríi. Ég set 200 krónur í kassann og vel japanska karatekarlinn Ryu. Nú á ég pening og er sama þótt ég sé lélegur. Og það er enginn eldri að horfa á hvort sem er. Hótelin og túrisminn eru að gera frábæra hluti fyrir Reykjavík. Þess vegna hef ég ekkert á móti nýju hóteli í Lækjargötunni, nýjum kleinuhringjastað á Laugaveginum eða því að einhver ætlar að breyta skemmtistað sem nýtist hluta nætur fá kvöld í eitthvað annað. Ég hef ekkert á móti því að fólk nýti hús í það sem þau nýtast best í. Ef þetta feilar þá kemur bara eitthvað annað í staðinn seinna. Hótel eru ekki að eilífu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
„Round One. Fight!“ Þegar ég var að alast upp var sjoppa á móti Melaskóla. Þar var hægt að kaupa nammi, ís og annað slæmt. Já, þetta þótti slæmt. Að hanga í sjoppu var það ófágaðasta sem barn á miðstigi gat gert. Í sjoppunni var ófágaður spilakassi, þar sem eldri krakkarnir spiluðu Street Fighter II. Ég hvorki þorði né tímdi í kassann en ég horfði á eldri krakkana gera það. Ég sá þá vinna leikinn með japanska karatekarlinum Ryu og rússneska grímukónginum Zangief, sem þannig séð gat ekki rassgat. „Round Two. Fight!“ Þegar ég var fullorðinn lokaði sjoppan og fljótlega var húsnæðinu breytt í íbúð. Áreiðanlega frekar óhentuga og skítmixaða íbúð eins og stundum vill verða með þessar gömlubúðaríbúðir. Þegar labbað er fram hjá blasir við minning um starfsemi sem eitt sinn gerði gagn en er nú horfin. Sumir tala niður hótel, túristabúðir og skyndibitakeðjur. Ég vil tala niður íbúðir. Íbúðir eru fita borgarumhverfis. Það er auðveldara að bæta við sig fitu en breyta henni í annað. Enginn fer að safna undirskriftum ef breyta á sjoppu í íbúð. En ef fara á í hina áttina þá fá margir áhyggjur. Hvers konar starfsemi er þetta? Eykst umferðin? Viljum við það? „Round Three. Fight!“ Þar sem ég rölti í bænum rakst ég á spilasal með retróleikjum. Þetta er dæmi um hvernig atvinnustarfsemi í fúngerandi borg getur verið alls konar. Þetta er dæmi um hvernig ferðamennskan elur af sér eitthvað gott. Ég er líklegri til að eyða pening í gömlum spilakassa þegar ég er á ferðalagi. Ég er líklegri til að borða á veitingastað þegar ég er í fríi. Ég set 200 krónur í kassann og vel japanska karatekarlinn Ryu. Nú á ég pening og er sama þótt ég sé lélegur. Og það er enginn eldri að horfa á hvort sem er. Hótelin og túrisminn eru að gera frábæra hluti fyrir Reykjavík. Þess vegna hef ég ekkert á móti nýju hóteli í Lækjargötunni, nýjum kleinuhringjastað á Laugaveginum eða því að einhver ætlar að breyta skemmtistað sem nýtist hluta nætur fá kvöld í eitthvað annað. Ég hef ekkert á móti því að fólk nýti hús í það sem þau nýtast best í. Ef þetta feilar þá kemur bara eitthvað annað í staðinn seinna. Hótel eru ekki að eilífu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun